Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 66
144
R 0 K K U R
nú er eg allslaus og sért þú eins
þá getum við báðir bónbjargast
i sameiningu.“
„Nei,“ segir Sankti Pétur,
„þess gerist engin þörf, eg kann
dálítið til lækninga og með þvi
get eg unnið mér svo mikið inn,
sem eg þarf til viðurværis.“
„Já,“ svaraði Glensbróðir,
„það er nú gott fyrir þig, en eg
kann ekkert i þess konar, svo eg'
verð þá að betla einsamall.“
„Nú, komdu þá með mér,“ sagði
Sankti Pétur, „ef mér fénast
eitthvað, þá skalt þú fá belm-
inginn.“
„Það er eg vel ánægður með,“
sagði Glensbróðir. Því næst fóru
þeir báðir saman leiðar sinnar.
Ekki leið á löngu áður en þeir
komu að bóndabæ og heyrðu
þar inni liljóð og vein. Þeir fara
inn og hitta mann, sem er sjúk-
ur og að fram kominn, en kon-
an situr hjá honum grátandi.
„Hættið þessu voli og veini,“
sagði Sankti Pétur,“ eg skal
lækna manninn.“
Hann tók þá smyrslabauk
upp úr vasa sínum, reið á mann-
inn smyrslunum og gerði liann
heilbrigðan í sama vetfangi, svo
að hann stóð upp og var alveg
jafngóður. Hjónin kölluðu upp
yfir sig af fögnuði:
„Hvernig eigum við að launa
yður? Hvað eigum við að láta
vður í té?“
En Sankti Pétur vildi ekkert
liafa. Glensbróðir hnipti þá i
hann og sagði:
„Vertu ekki að þvi arna,
taktu við þvi; við þurfum þess
með!“ Að endingu kom bónda-
konan með lamb og bað Sankti
Pétur blessaðan að þiggja það
af sér, en hann vildi það með
engu móti. Þá hnipti Glensbróð-
ir aftur í hann og mælti:
„Taktu við því, kjáninn þinn,
eg held okkur sé ekki vanþörf
á því.“
„Jæja þá,“ sagði Sankti Pét-
ur,“ eg skal þiggja lambið, en
þú verður að bera það!“
„Hægast er það,“ sagði Glens-
bróðir og lyfti lambinu upp á
öxl sér. Eftir það fóru þeir leið-
ar sinnar og komu i skóg. Þá
segir Glensbróðir við Sankti
Pétur:
„Líttu á, liérna er fallegur
blettur; eigum við ekki að
steikja lambið hérna og eta
það ?“
„Það má vel vera,“ sagði
Sankti Pétur, „en eg kann ekki
að steikja. Þá gerðu það eins og
þú best getur, en eg ætla að
vera á gangi á meðan þangað til
lambið er fullsteikt, en þú mátt
ekki fara að snæða fyrr en eg
er kominn aftur; eg skal vera
kominn aftur í tæka tíð.“
„Far þú bara,“ sagði Glens-
bróðir,“ eg skal annast liitt.“