Rökkur - 01.12.1932, Síða 67
R O K Ií U R
145
Þá gekk Sankti Pétur burt, en
Glensbróðir slátraði lambinu,
tók viðarteinung, stakk laxnbs-
skrokknum upp á hann og
steikti yfir eldi. Nú var steikin
til, en Sankti Pétur ókominn.
Þá blóðlangaði Glensbróður í
steikina og hugsaði með sér:
„Alténd er þó óhætt að
smakka á henni.“
En liann tók samt ekki nema
hjartað úr lambinu, beit í það
og át það. Þá kemur Sankti
Pétur og segir:
„Þú mátt eta lambið einn, eg
kæri mig ekki um nema hjart-
að, fáðu mér það.“
Þá lét Glensbróðir fyrst eins
og liann leitaði og fyndi ekki
hjartað, þangað til hann segir
afdráttarlaust:
„Það er þar ekki.“
„Nú hvar skyldi það þá
vera?“ spurði postulinn.
„Það veit eg ekki,“ ansaði
Glensbróðir,“ en eftir á að
l'yggja, miklir asnar erum við
báðir; við erum að leita að
hjarta í lambinu og hvorugum
kemur til hugar, að i lömbum
or alls ekkert hjarta.“
„Hvaða vitleysa,“ segir Sankti
Pétur. „Það er hjarta í liverri
skepnu og hví skyldi þá eklci
vcra hjarta i lambi?“
„Nei, víst ekki, kunningi,“
svaraði Glensbróðir,“ í lömbum
er aldrei lijarta, hugsaðu þig
bara um, þá muntu átta þig á
þvi.“
„Jæja, látum það þá gott
heita,“ mælti Sankti Pétur,
fyrst ekki var neitt hjarta í
lambinu, þá vil eg ekkert af því
liafa. Þú getur etið það einn.“
„Það sem eg ekki get torg-
að,“ segir Glensbróðir, „það læt
eg í malpoka minn“, át síðan
lielminginn af lambinu og stakk
hinu niður i pokann. Þegar þeir
nú voru komnir af stað og
höfðu gengið kippkorn, þá lét
Sankti Pétur koma stórt vatns-
fall og renna þvert yfir leið
þeirra, svo þeim var nauðugur
einn kostur, að fara yfir það,
Þá mælti Sankti Pétur:
„Viltu þá játa, að þú liafir
etið hjartað úr lambinu?“
„Nei,“ svaraði hinn, „eg át
það aldrei“.
En Sankti Pétur vildi ekki
láta hann drukna, tók vöxtinn
úr ánni og hjálpaði honum yfr-
um.
Síðan héldu þeir áfram fex'ð
sinni og komu i kongsríki nokk-
urt. Þar heyrðu þeir, að dóttir
konungsins lægi fyrir dauðan-
um.
„Hæ, liæ, bróðir,“ kallaði
Glensbróðir, „ef við gætum
læknað hana, þá værum við
hólpnir.“
Sanlcti Pétur lét hann ráða
og héldu þeir til konungshall-
10
L