Rökkur - 01.12.1932, Page 69
R O IC K U R
147
,,.Tá, það getum við gert“, ans-
aði hinn.
Sankti Pétur tók þá gullið og
skifti i þrjá liluti.
„Hvaða rækarls meinlokur
ætli séu í honum núna?“, hugs-
aði Glensbróðir með sér, „hann
skiftir í þrent og við erum ekki
nema tveir.“
En Sankti Pétur sagði:
„Nú hefi eg vandlega skift,
einn hluta fyrir mig, annan fvr-
ir þig, og þriðja fvrir þann, sem
át hjartað úr lambinu.“
„Ó, það var eg, sem át það“,
gall Glensbróðir við, og sópaði
til sín gullinu, „það var eg og
enginn annar, þvi máltu trúa.“
„Hvernig getur það verið?“,
sagði Sankti Pétur, „það er ekk-
ert hjarta í lambinu.“
„Mikil ósköp, bróðir“, ansaði
hinn, „eins og ekki sé hjarta í
lambinu alt eins og hverri ann-
ari skepnu. Það væri skárra.“
„Látum þá svo vera“, sagði
Sankti Pétur, „gullið skaltu
eiga, en ekki verð eg með þér
lengur, heldur mun eg fara
minna ferða einsamall“.
„Eins og þér þóknast, elsku
bróðir“, mælti Glensbróðir. —-
„Guð veri með þér.“
Nú skilur Sankti Pétur við
hann og snýr á aðra leið, en
Glensbróðir liugsaði með sér:
„Hamingjunni sé lof, að hann
fór sína leið, þessi heilagi sér-
vitringur.“
Nú hafði hann reyndar nóga
peninga, en kunni ekki með að
fara, heldur eyddi þeim og só-
aði á báðar hendur, og' leið ekki
á löngu áður alt var upp geng-
ið. Þá kom hann í land nokk-
urt og lieyrði þar, að nýdáinn
væri sonur konungsins, barn-
ungur.
„Hæ, hæ,“ hugsaði Glens-
bróðir, „hér ber vel í veiði.
Hann skal eg aftur lífga og taka
riflega borgun fyrir.“
Því næst fór hann á fund
konungsins og bauðst til þess
að vekja son hans til lífs aftur.
Nú hafði það borist konungi til
eyrna, að uppgjafadáti nokkur
færi um landið og vekti dauða
menn til lífs, og hélt hann að
Glensbróðir væri þessi maður,
og lét fylgja honum inn til hins
látna. Þá lét Glensbróðir færa
sér ketil fullan af vatni og skip-
aði öllum að fara út; hafði síð-
an alla sömu aðferð og félagi
lians fyrverandi. Yatnið tók að
sjóða og holdið datt af. Síðan
tók Glenshróðir beinin upp úr
katlinum og lagði á horð, en
með því liann hafði enga hug-
mynd um í hverri röð þau ættu
að liggja, þá setti hann alt i vit-
leysu hvað innan um annað. Að
því búnu gekk liann fram og
mælti:
10