Rökkur - 01.12.1932, Page 81
R O K K U R
159
cliffe, voru veiddir 10,000 lival-
ir, og á árunum þar í kring
mun hvalveiðin hafa verið svip-
uð. En 1925—1926 voru veiddir
28,000 hvalir, 1929—1930
37,000 og 1930—1931 um
50,000. Jafnframt jókst þá og
hvallýsisframleiðslan. 1920
nam liún 20 milj. gallons, 1925
—1926 58 milj., 1929—1930
140 milj. og 1930—1931 200
milj. gallons.
„Vísindamennirnir“, segír
Mr. Radcliffe, „hafa árum sam-
an óttast afleiðingarnar af þess-
ari miklu aukningu livalveið-
anna, vegna þess, að þeir eru
þeirrar skoðunar, að verði svo
áfram lialdið, verði livölunum
ef til vill útrýmt með öllu. Og
loks er svo komið, að þeir menn,
sem leggja fram féð til þess að
stunda hvalveiðar, hafa séð
fram á, að verði ekki gerðar
ráðstafanir til þess að skipu-
leggja hvalveiðarnar skynsam-
lega, yrði atvinnugrein þeirra
úr sögunni, er tímar líða. —
Það, sem liggur til grundvallar
fyrir þeim samningi, sem hér er
um að ræða, er það, að þjóðirn-
ar hafa sannfærst um, að nauð-
syn krefur alþjóða skipulags í
þessu máli. Þegar samningurinn
kemur til framkvæmda, verð-
ur þess krafist, að liver veiddur
hvalur verði nýttur til fullnustu.
Bannað verður að drepa hvali,
sem ekki liafa náð fullum
þroska. Upplýsingum verður
safnað til þess að komast að
því, hvort ástæður séu til að ótt-
ast, að of mikið sé veitt af hvöl-
um.“
„í fyrstu,“ segir Mr. Rad-
cliffe loks, „stunduðu menn
hvalveiðar á smábátum. Hval-
irnir voru skutlaðir með hand-
afli. Síðar var farið að nota
byssur til þess að skutla hval-
ina með (harpoon-guns). Skot-
ið var á hvalina af hvalabyss-
unni á skipsfjöl, hvalirnir siðan
dregnir að skipshlið, og með-
höndlaðir þar. Loks var farið
að smíða bræðsluskipin svo
kölluðu, stór skip, sem geta
farið til fjarlægra miða. Er
ispikið brætt í skipum þessum
og afurðirnar útbúnar fyrir
markaðinn að öllu leyti á stór-
skipum þessum, en hvalveiðarn-
ar stunda smærri skip, er fylgja
bræðsluskipinu eftir. Eru oft
skutlaðir 5—40 livalir á dag af
sama leiðangri.“
Umferðaslys í Bretlandi.
Nýlega hafa verið birtar
skýrslur um umferðarslys á
fyrsta fjórðungi yfirstandandi
árs. Er fróðlegt, að bera þess-
ar skýrslur saman við sams-
konar skýrslur fyrir fyrsta
fjórðung síðastliðins árs. Sam-