Rökkur - 01.12.1932, Qupperneq 124
202
R O K K U R
menn fegnir hvíldinni og gengu til
rekkju. Hafði það oft komið fyrir
áður, að Dantés var.einn við stýr-
ið, og vakti þetta engan grun i
brjósti nokkurs manns, sem á skip-
inu var.
Þessu var þannig varið, að Dan-
tés greip á stundum öflug einveru-
þrá. Og þá helst, þegar veður var
fagurt að næturlagi. Og er það í
rauninni ekki svo, að einvera á slík-
um stundum sem þessum, sé yndis-
leg?
Þegar skipstjórinn gekk á þilfar
var byrinn orðinn blásandi og skip-
ið fór hratt fyrir fullum seglum.
Þeir fóru með næstum þvi 10 hnúta
hraða á klukkustund. Út við sjón-
deildarhringinn hylti undir eyjuna
Monte Christo. Edmond lét stjórn í
hendur skipstjóranum og lagðist
fyrir i hengihvílu sinni. En þótt
honum hefði eigi orðið svefnsamt
nóttina á undan, gat hann eigi fest
blund.
Tveimur stundum síðar gekk
hann á þilfar á ný, en þá var skút-
an að fara fram hjá Elbu-eyju. Eyj-
an Monte Christo var nú umvafin
geislum sólarinnar. Sást eyjan nú
skýrt og greinilega. Edmond virti
fyrir sér með aðdáun þessa kletta-
eyju, sem var svo einkennilega fög-
ur i sólskininu.
Loks kl. 10 að kveldi var stigið á
land.
Þegar nú Dantés var svo nærri
markinu, gat hann ekki haldið ó-
þreyju sinni i skefjum. Og hann
varð fyrstur manna til þess að
stökkva á land. Hefði hann eigi ótt-
ast, að það myndi vekja grun
manna, hefði hann varpað sér á
knén og kyst jörðina, eins og Brut-
us forðum.
Xú var komið kolamyrkur, en
klukkan ellefu kviknaði tunglið, og
sendi silfurgeisla sína yfir hafið og
eyjuna.
Skipsmenn allir á „La Jeune
Amélie“ voru þaulkunnugir á eyj-
unni, enda höfðu þeir allir verið
þar mörgum sinnum.
Dantés hafði einnig oft farið
fram hjá eyjunni á leið til Austur-
landa og á heimleið þaðan, en. aldrei
hafði hann, eins ög fyrr var að vik-
ið, stigið fæti á land á eyjunni.
Hann gaf sig nú á tal við Jacopo og
sagði:
„Hvar eigum við að hafast við i
nótt?“
„Auðvitað í skipinu.“
„Mundi ekki fara betur um okk-
ur, ef við værum í nótt í einhverj-
um hellinum á eyjunni?"
„Hvaða hellum?“
„Hellunum á eyjunni!“
„Eg veit ekki af neinum hellum á
eyjunni," sagði Jacopo.
Ivaldur sveiti spratt fram á enni
Dantésar.
„Eru þá engir hellar á eyjunni?“
spurði hann.
„Engir, það eg veit til,“ svaraði
Jacopo.
Andartak var Dantés sem steini
lostinn, en þá flaug honum í hug,
að vera mætti, að hellismunnarnir
hefði fylst i landskjálftum, eða jafn-
vel, að menn hefði hulið þá, í ör-
yggis skyni, að fyrirskipan Spada
kardinála. Xæst var því fyrir hendi,
að gera tilraun til þess að komast
að raun um hvar hellismunninn
væri. Það var vitanlega tilgangs-
laust, að leita að kveld- eða nætur-
lagi, svo Dantés sló allri leit á frest
til næsta morguns. Auk þess var nú
gefið merki úti á sjónum, og var þvi
augljóst, að nú varð að hefjast
handa um störf. Skipið, sem beið