Rökkur - 01.12.1932, Side 126
204
R 0 K K U R
væri ekki hundrað sinnum betra að
leita dauðans heldur en að lifa
einskis verðu iífi?“
Þannig var þá komið, að Dantés,
sem fyrir þremur mánuðum þráði
frelsið eitt og ekkert annað, þráði
nú auðæfi — mikil auðæfi, til þess
að fá takmarkalaust vald, til þess
að geta komið mörgum áformum
í framkvæmd.
Hann kom nú auga á götuslóða
milli klettaveggja, og varð af engu
séð, að mannleg vera hefði stigið
þar fæti sínum i langa tíð. Dantés
fór stíg þennan, því að hann álykt-
aði af lýsingum Faria á landslag-
inu, að einhversstaðar þarna í nánd
myndi hellismunninn vera. Akvað
hann nú að halda meðfram strönd-
inni, gefa nánar gætur að öllu, er
bent gæti til hvar hellismunninn
væri, og fór nú að leita að merkjum
á klettunum. Og hann þóttist bráð-
lega verða þess var, að hingað og
þangað á klettunum væri rispur,
gerðar af mannahöndum. Tíminn
leggur skikkju sína yfir alt, mosi og
annar gróður hylur steinana, eins
og nýir og nýir atburðir hylja fyrir
augum vors innra manns marga at-
burði liðna tímans. En á stundum
er það svo, að menn geta svift burt
þessari skikkju tímans, og séð hvert
spor og •hvert mark liðna tímans
skýrt og greinilega, og eins var það
nú, að þegar Dantés reif frá mos-
ann og beygði til hliðar lágrunna-
gróðurinn milli klettanna, þá sá
hann æ fleiri merki mannlegra
handa, merki, sem báru það með
sér, að þau hiifðu ekki verið sett út
i bláinn. Þessi merki vöktu von
hans á ný. Gat það ekki hugsast, að
kardínálinn hefði rispað þessi
merki á kletta og steina, til þess að
leiðbeina frænda sínum í leitinni að
fjársjóðunum? Það var óhugsandi,
að hægt væri að finna öritggari
staði en á þessum slóðum, til þess
að fela fjársjóðu. En — gat ekki
hugsast, að einhver hefði veitt þess-
um merkjum eftirtekt fyrr — og
fundið gersemarnar?
En alt i einu veitti hann þvi eft-
irtekt, að engin merki voru sjáan-
leg lengur. En enginn hellismunni
var sjáanlegur. Að eins stór klettur,
kringlóttur í laginu, sem virtist
standa á traustum grundveRi, blasti
við augum þar sem merkin hættu.
Dantés ályktaði sem svo, að ef til
vill væri það einmitt þarna, sem
hann ætti að hefja leitina. Hann
sneri nú við félaga sinna vegna, og
gaf öllum merkjum nánar gætur á
leiðinni.
Á meðan hann hafði verið að leita
að hellismunnanum höfðu félagar
hans sótt vatn og kveikt eld, og'
undirbúið máltíðina. Einmitt í þeim
svifum, er þeir tóku steikina af
teininum, komu þeir auga á Dantés,
þar sem hann hljóp af einum klett-
inum á annan. Skutu þeir nú af
byssu til þess að gefa honum merki
það, sem um var talað. Dantés hvarf
þegar á leið til þeirra og fór hratt
mjög. Horfðu þeir allir í áttina til
hans og undruðust mjög dirfsku
hans og fimi, en alt í einu, er hann
stóð á einni klettsbrúninni, sáu þeir
að hann riðaði allur, og hrapaði þvi
næst skyndilega niður. Þeir þutu
allir af stað til hans, því að öllum
var þeim vel til hans, þrátt fyrir
yfirburði hans, og var .Jacopo fyrst-
ur á stað þann, þar sem hann lá
blóðugur og meðvitundarlaus. Ed-
mond hafði hrapað tólf eða fimtán
fet niður. Þeir heltu í hann rommi
og fékk hann brátt meðvitund. Þeg-
ar hann opnaði augun, kvartaði