Rökkur - 01.12.1932, Page 131
R 0 K K U B
209
leiðarvísi, eins og eg, fuinlið féð
og ekkert skilið eftir handa mér.“
Hann. stóð hreyfingarlaus, þung-
þúinn og dapurlegur, og starði nið-
ur í hellinn dimma, sem gapti við
fætur honum. Og hann sagði enn
við sjálfan sig:
„Xú, er eg geri mér engar vonir,
nú, er eg hefi sannfært sjálfan mig
um, að það sé heimska að ala nokkra
von um að finna fjársjóðinn, er svo
komið, að eg geng í hellinn til þess
eins að svala forvitni minni.“
Enn stóð hann kyrr í sömu spor-
uin, hugsi, sem áður.
„Vissulega hefir Spada komið
hingað. För hans hingað hefir verið
einn liður í æfintýrakeðju þessa
lconunglega ránsmanns. Hér hefir
hann staðið, búinn til þess að ganga
niður í hellinn, með brugðið sverð
i annari hendi, en blys í hinni, og
skamt frá voru varðmenn hans tveir,
til þess að hafa gætur á öllu á sjó
og landi, á meðan herra þeirra var
i hellinum. -— Hver skyldu hafa orð-
ið örlög þeirra?“
Hann svaraði spurningu sinni
brosandi:
„Örlög þeirra hafa orðið hin sömu
og þeirra, sem grófu Aiaric.“
„Hafi Borgia komið hingað,“ hugs-
aði Dantés enn, „þá hefir hann fund-
ið fjársjóðinn. Borgía hefir verið vel
Ijóst, hve dýrmætur tíminn er. Hann
hefir ekki eytt tímanum til þess að
setja klettinn fyrir hellismunnann
aftur.“
Og hann gekk niður í hellinn og
það lék efabros um varir lians. „Ef
til vill,“ mælti hann lágt.
En þegar niður kom, var langt frá
þ.vi eins dimt og liann hafði búist
við, og enginn ódaunn barst að vit-
hm hans. í hellinum var daufur, blá-
leitur bjaiuni, þvi að ljós og loft
barst eigi einungis inn í hellinn um
munnann, sem hann hafði opixað,
heldur einnig um ótal rifur og
sprungur í berginu, er ósýnilegar
voru utan frá. Hann g'at enda séð
í bláan himininn ijr hellinum, gegn
um glufurnar, laufið á greinum sí-
grænna eikitrjánna bærast og þræði
vafningsjurtanna, sem teygðu sig inn
i bergskorurnar. En það var rakt
loft og frekar hlýtt í hellinum, og
þegar Dantés hafði staðið þarna
stundarkorn, gat hann greint alt,
sem í hellinum var, enda voru augu
hans vön myrkrinu. Veggir hellis-
ins og hvelfing var lir granít, sem
glitti á í binu daufbláa ljósi, og
var sem veggir hellisins væri þakt-
ir demöntum.
Edmond brosti.
„Þarna eru þá auðæfi þau, sem
kardínálinn lét eftir sig liggja. Og
vinur minn, ábótinn, hefir séð þessa
glitrandi hvelfingu í draumum sín-
um og gert sér falsvonir."
En hann mintist nú orða þeirra
í erfðaskránni, þar sem svo var að
orði komist, að fjársjóðsins væri að
leita í því horni, sem fjarlægast
væri frá innri hellismunnanum.
Hann hafði, enn sem komið var,
fundið aðeins annan hellimi. X’æst
var þá fyrir hendi, að leita að innri
hellinum. Og Dantés hóf þegar leit-
ina. Hann ályktaði, að sennilega
væri hins hellisins að leita inn, en
ekki út á við, eða sjávar megin.
Hann jireifaði nú fyrir sér og barði
á hellisveggina. Á einum stað var
talsvert af lausu grjóti, og datt hon-
um í hug, að þar á bak við væri
hellismunninn, grjótið hefði verið
borið þarna að, til þess að fylla
upp innri hellismunnann. Hann tók
nú til að hiiggva með haka sínum
og svitnaði fljótt við erfiðið, Eoks
14