Rökkur - 01.01.1940, Blaðsíða 12
12
R Ö K K U R
leggja á bál þeirra, sem voru að
frjósa í hel — hann færði þeim
lífið — svo alt var eins og hest
varð kosið.....
En eldurinn var alveg út-
kulnaður. Það var engin glóð í
öskunni hvað þá meira — og
um leið og eldurinn hafði slokn-
að að fullu liafði alt tal dottið
niður. Og' hermennirnir og
fangarnir lágu i þvögu, sem
minti á poka með úrgangs-
fatnaði eða einhverju slíku, sem
kastað hafði verið út á víða-
vang. Þeir liöfðu gefið upp alla
von, jafnt þeir, sem sigrað
höfðu og sigraðir voru, á þeim
var enginn munur þessa kvala-
nótt.
En svo barst hljóð að eyra.
Það marraði í snjónum. Ein-
hver var að koma utan úr
dimmunni. í fyrstu gat enginn
séð neitt þótt menn skimuðu í
allar áttir, en alt í einu sáu þeir
til Yasile, sem kom og dró eitt-
hvað þungt og dökt á eftir sér,
eitthvað, sem minti á ferlegan
skugga.
Yiður!
Þeir, sem legið höfðu og mist
alla von, æptu af gleði, af ólýs-
anlegum fögnuði, því að miklu
fargi var létt af hugum þeirra,
og þeir fögnuðu Vasile klökkir,
og fengu sumir varla mælt, og
leituðu að eldfærum sínum, en
fingur þeirra voru svo kaldir
og stirðir, að þeir gátu ekki
hreyft þá.
Vasile sagði ekkert. Hann dró
andann ótt og títt. Þessi nætur-
.ganga hans hafði verið eins og
bardagi við rödd samviskunn-
ar. Þess vegna sagði hann ekki
neitt, en eins og sá, sem ekki
orkar meiru lét hann krossinn
falla við fætur þeirra, sem
heðið höfðu.
Scurtu var sá fyrsti, sem
gerði sér grein fyrir hvaða elds-
neyti það var, sem Vasile hafði
komið með og hann mælti i tón
þess, sem formælir:
„Það er kross!“
Og eftir andartak umlaði
hann:
„Kross, Krists heilaga merki.“
Hinir voru allir staðnir á
fætur og menn sögðu sitt af
hverju. Fangarnir litu upp og
horfðu sljóum augum á þá, sem
mæltu. En Vasile var þögull.
Hann var svo þjakaður, að
liann lmeig niður i snjóinn.
„Kross“, sagði Scurtu, „hann
vogar sér að koma með kross!“
„En það er viður í honum
og okkur er kalt,“ óræddi ein-
hver að segja.
„Það er satt og rétt, en við
getum ekki brent krossi“.
„Það væri vanhelgun!“
„Guð sjálfur mundi formæla
okkur!“
„Og hinir látnu!“