Fréttablaðið - 03.02.2023, Page 14
Vigdís Perla Maack er hluti af
Sundballetthópnum Eilífðinni
sem verður um víðan völl á
Sundlauganóttum bæði Reykja-
víkur og Kópavogs. Ekki er um
sýningu að ræða heldur kynningu
á forminu og er um þátttökutíma
að ræða. „Aðalmálið er að missa
sig í gleðinni og fíf laganginum,“
segir Vigdís. „Að sjálfsögðu er
hápunktur tímans samdans,
en í upphituninni erum við að
læra á vatnið, sem er mótdansari
okkar og hitum upp með ýmsum
leikjum og æfingum sem styrkja
og liðka.“
Vigdís segir að Sundballettinn
starfi að mestu yfir sumartímann
í samstarfi við Sumarborgina
og þegar reglulegir tímar eru á
dagskrá sé fjöldi fólks sem mætir
alltaf. „Mamma mætir til dæmis
alltaf, hlær kvenna hæst og svo
dæsa allir eftir tímann og segja:
„Þetta er svo gaman!“ Enda er
gleðin ákveðið takmark.“ Vigdís
segir að sundið sé fullkominn
vettvangur tískuhugtaksins
núvitundar. „Þetta er einn af fáum
stöðum og tímum sem við erum
ekki með símann í annarri. Þess
vegna er auðveldara fyrir fólk að
sleppa sér og eiga lítið sundball-
ettævintýri.“
Það eru einhverjir sem stefna
að því að taka alla þrjá sund-
balletttímana á laugardag. „Já,
og við erum að velta fyrir okkur
hvort við ættum að taka alveg
þrjú handklæði eða hvað … og svo
sofnum við afar vært eftir þrjá
sundballetttíma, þetta eru átök!“
Allir tímarnir eru ókeypis og ekki
þarf að skrá sig. n
n 16.00 Salalaug
n 18.00 Grafarvogslaug
n 20.00 Breiðholtslaug
Gleðin allsráðandi
í sundballett
n Blúbb blúbb
n Uppskriftin
3.
feb
4.
feb
5.
feb Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
Hvað er að gerast um helgina?
n Beebee & The Bluebirds og
Aldís FJóla kl. 20.30
Iðnó
Beebee & The Bluebirds hafa
gefið út tvær plötur, en nýverið
gáfu þau út lagið „Mama knows
best“ af þriðju plötu þeirra
sem væntanleg er á árinu. Aldís
Fjóla gaf út sína fyrstu sóló-
plötu, Shadows 2020 og síðan
þá hefur hún komið fram víðs
vegar um landið, fengið gríðar-
lega spilun í Finnlandi og víðar
og meðal annars komið fram á
Bræðslunni.
n Jakob Birgis: Skóli Lífsins
kl. 21.00
Sviðið, Selfossi
Skóli lífsins er splunkunýtt og
ferskt uppistand Jakobs Birgis-
sonar. Sýningin hefur hlotið
góðar viðtökur og alltaf er fullt
út úr dyrum.
n ApockalypsticK: Blóðugur
Valentínus kl. 21.00
Gaukurinn
Blóðug sýning um ást, ástar-
sorg, ástsýki og sitthvað fleira.
Pönkuð og hrá dragsýning.
n Hver drap Gógó Starr? Bur-
lesque morðgáta kl. 22.00
Þjóðleikhúskjallarinn
Fjöllistasýning með morð-
gátu-ívafi þar sem allt getur
gerst! Spennuþrungin og stór-
skemmtileg kvöldstund þar
sem áhorfendur fylgjast með
fjölbreyttum atriðum og reyna
að komast til botns í morðgátu
kvöldsins: Hver drap Gógó Starr?
Var það tæknimaðurinn? Sviðs-
stjórinn? Eða var það einn af
skemmtikröftunum sem myrti
kynni kvöldsins? Sjá umfjöllun á
næstu síðu Frímínútna.
n Kínversk nýárshátíð 2023
Háskóli Íslands
Til að fagna nýju ári kanínunnar
býður Konfúsíusarstofnun til
kínverskrar nýárshátíðar á Há-
skólatorgi. Drekadans, hljóð-
færaleikur, skrautskrift, lukku-
hjól og sitthvað fleira.
n Sundballettinn Eilífðin
16.00 Salalaug
18.00 Grafarvogslaug
20.00 Breiðholtslaug
Sjá umfjöllun annars staðar á
síðunni.
n Óperukvöldverður kl. 18.30
Gamla bíó
Eftir mikla aðsókn á fyrstu
óperuuppfærslu Kammeróper-
unnar af Così fan tutte í október
er komið að aukasýningum.
n FLOTT kl. 20.00
Húrra
Flott efnir til tónleika á Húrra
laugardaginn 11. febrúar í tilefni
að útgáfu lagsins Hún ógnar
mér! Þetta eru fyrstu tónleikar
Flott á höfuðborgarsvæðinu
og mögulega síðustu ef enginn
kaupir miða …
n Eyþór Ingi og Babies heiðra
Þursaflokkinn kl. 21.00
Græni hatturinn
Í tilefni 40 ára útgáfu plötunnar
Gæti eins verið ætla Eyþór Ingi
& Babies-flokkurinn að halda
tónleika laugardaginn 4. febrúar
á Græna hattinum þar sem
platan verður leikin í heild sinni
og hver veit nema nokkur önnur
Þursalög fái að fljóta með.
n Hjartaáfall – dragsýning
kl. 21.00
Kiki
Fram koma Lola Von Heart,
Chardonnay Bublée, Milo de
Mix, Úlla la Delish og King Rafael
The First.
n Lunch Beat kl. 13.00
Prikið
Hugmyndin að Lunch Beat
fæddist í Svíþjóð en var fyrst
haldin á Íslandi 2012 á Reykjavík
Dance Festival og var reglulegur
viðburður til ársins 2016.
n Að þreyja þorrann – galdra-
steinar og súrt skyr, barnaleið-
sögn kl. 14.00
Þjóðminjasafnið
Safnkennari Þjóðminjasafnsins
leiðir börn og fjölskyldur þeirra
í spennandi uppgötvunarleið-
angur um hluta grunnsýningar
safnsins að rannsaka þetta efni
og sjá hvað þar er að finna.
n Marat/Sade kl. 20.00
Borgarleikhúsið
Bæling og losti, kúgun og upp-
reisn, hinir jaðarsettu gegn
valdinu! Marat/Sade, öðru nafni
Ofsóknin og morðið á Jean
Paul Marat sýnt af vistmönnum
geðveikrahælisins í Charenton
undir stjórn De Sade markgreifa,
er eitt af öndvegisverkum 20.
aldarinnar – marglaga og marg-
slungið í efni og formi. Sýning
sem hefur hlotið mikið lof gagn-
rýnenda og skartar okkar elsta
og helsta listafólki.
Aðalatriðið er fíflagangur, segir
Vigdís Perla. MYND/AÐSEND
Ljós í myrkri á
Vetrarhátíð
Höfuðborgarsvæðið
Vetrarhátíð er haldin dagana
2.–4. febrúar og fer hátíðin fram
í öllum sex sveitarfélögum
höfuðborgarsvæðisins. Þessi
hátíð ljóss og myrkurs saman-
stendur af þrem meginstoðum:
Safnanótt, Sundlauganótt og
ljósalist ásamt yfir 150 viðburð-
um þar sem fjöldi listamanna
tekur þátt í að skapa einstaka
stemningu í borginni. Frítt er
inn á alla viðburði Vetrarhátíð-
ar. Boðið verður upp á ljósa-
skúlptúra og ljósaslóð og opið
langt fram á kvöld í söfnunum
sem bjóða upp á tónleika, rat-
leiki, getraunir og fleira. Sirkus-
sýningar verða í einhverjum
sundlaugum, slökun, upplestrar
og fleira á bókasöfnum. Sjón-
listir ýmiss konar skipa stóran
sess í fjölbreyttum sýningar-
rýmum og boðið verður upp á
kvöldvöku á Þjóðminjasafninu.
Yfir tvö hundruð viðburðir eru
í boði og má skoða úrvalið á
heimasíðu hátíðarinnar.
Gísli Matt af Slippnum
gestur á Héðni
Héðinn Kitchen & Bar
Hinn framúrskarandi og
ástsæli matreiðslumeistari
Gísli Matt og landsliðskokkar
Héðins munu snúa bökum
saman og leiða saman mat-
seðla sína á Héðni næstu helgi,
10.–11. febrúar. Við urðum að
segja frá þessu tímanlega til að
fólk geti pantað sér borð. Gísli
er eigandi Slippsins í Vest-
mannaeyjum og hefur notið
mikilla vinsælda og vakið
mikla athygli innan lands
sem og erlendis. Matseðillinn
verður í anda Slippsins, sem
sækir innblástur til íslenskrar
náttúru og hafsins. n
friminutur@frettabladid.is
Ekkert er betra en heimabakaðar
brauðbollur með helgarkaffinu í
góðum félagsskap. Við mælum með
þessum ljúffengu kotasælubollum
hafa notið mikilla vinsælda í mörg
ár og til eru nokkrar útgáfur af þeim.
Þessi útgáfa þykir ákaflega góð og
undirbúningurinn og baksturinn
tekur ekki langan tíma. Það sem
gerir þær svo laufléttar og dúnmjúk-
ar er kotasælan. Bollurnar eru bestar
nýbakaðar og ylvolgar, þá er dásam-
legt að smyrja þær með smjöri
sem bráðnar og gerir þær ennþá
girnilegri. Mælum með þessum
dásemdum í helgarbaksturinn.
Kotasælubollur
550 g hveiti
150 g heilhveiti
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
1 bréf þurrger
½ l mjólk
3 msk. olía
1 stk. lítil dós kotasæla
Fræ að eigin vel – má sleppa
Gróft salt og óreganó ef vill – má
sleppa
Byrjið á því að velgja mjólkina og
setjið sykur og þurrger út í og látið
leysast upp. Leyfið blöndunni að
kólna lítillega. Setjið þurrefnin út í
og hnoðið deigið og bætið að lokum
kotasælu og olíu saman við deigið.
Látið deigið hefast í hálftíma og
mótið bollurnar. Penslið bollurnar
með eggi eða mjólk og fræjum að
eigin vali stráð yfir, til dæmis
graskers- eða sesamfræjum. Það
er líka mjög gott að strá smá grófu
sjávarsalti fyrir þær ásamt óreganó.
Bakið við 200°C gráðu hita á blæstri
í um það bil 20 til 25 mínútur. Berið
fram ylvolgar með góðu áleggi og
kræsingum að eigin vali. n
Heimabakaðar og ylvolgar kotasælubollur með helgarkaffinu
4 kynningarblað A L LT 3. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR