Leikhúsmál - 01.06.1998, Qupperneq 16
LEIKHÚSMÁL
- Það er fyrst núna að ég er farin að átta
mig á breytingunum. Ég kom heim í fyrra en
ég var þá enn að dansa í Köln, flaug á milli,
svo maður var eiginlega ekki lentur. En þetta
var á vissan hátt gott fyrir mig. Það er nauð-
synlegt að trappa sig niður. Maður verður
háður þessu. Það skapast stór vandi hjá
dönsurum þegar kemur að þesum skilum:
Hvað eiga þeir að gera þegar þeir hætta að
dansa? Það eitt að hætta að hreyfa sig með
reglubundum æfingum, eins og dansarar
þurfa að gera, veldur erfiðleikum. Ég get
ekki kvartað, ég hef haft í nógu að snúast.
Þessi vistaskipti, að flytja hingað frá Þýska-
landi, hafa skarast. Hitt er svo annað mál
hvernig maður metur samfélagslegu við-
brigðin. Með tímanum tekst manni sjálfsagt
að greina kostina og gallana.
Að vissu leyti var ég heppin að söðla um á
þessum tíma, því Tanz-Forum í Köln þar
sem ég starfaði á í miklum erfiðleikum núna
vegna þess að opinber fjárffamlög til flokks-
ins voru skorin niður við trog. Eftir samein-
ingu þýsku ríkjanna hefur ríkt mjög mikil
aðhalds- og sparnaðarstefna sem bitnað hef-
ur hastarlega á menningarmálum. Þannig
var ákveðið að henda Tanz-Forum út á
gaddinn. Flokkurinn fékk þriggja ára aðlög-
unartíma til þess að standa undir sér sjálfur.
Þetta er ekki hægt. Svona starfsemi getur
aldrei staðið undir sér. - Það urðu gífurleg
mótmæli. Ég var úti í Köln nú í haust þegar
haldinn var ákflega heitur blaðamannafund-
ur um málið. Menn trúðu því ekki að þessi
flokkur, sem verið hefur flaggskip danslistar
í Þýskalandi og jafhvel í Evrópu í áratug, ætti
að sæta þessum örlögum. Þar létu ýmsir
þekktir menn úr menningarlífinu í sér
heyra, eins og til dæmis Jochen Schmidt,
einn frægasti dansgagnrýnandi álfunnar, en
hann var vægast sagt hneykslaður sem og
fleiri. - En þessu verður víst ekki breytt.
- Leggst Tanz-Forum þá niður, eða hvað?
- Nei, flokkurinn starfar áfram, hann er
enn í samstarfi við óperuna, en þetta verð-
ur ekki eins og var. - Slíkt hefur raunar
verið að gerast svo víða. Þjóðverjar eyddu
miklu í menningu fyrir sameiningu og nú
er skorið ótæpilega niður. Það átti hins
vegar enginn sem til þekkti von á að þessar
sparnaðarráðstafanir myndu bitna á Tanz-
Forum sem er fyrsti nútímadansflokkurinn
í Þýskalandi. Og Köln hefur ávallt verið
mjög leiðandi borg í dansi, svona nokkurs
konar ,Metropolitan‘ Evrópu innan dans-
listarinnar og þar hófu margir þekktustu
danshöfundar álfunnar feril sinn. - Auðvit-
að var þetta dýr rekstur. Það voru settar
upp margar sýningar á ári og þar var ekkert
verið að spara. - Ég var til dæmis með í
Carmen-uppfærslu þar sem keyptir voru 5
rándýrir leðurjakkar bara til þess að við
gætum fleygt þeim á gólfið einu sinni. Öll
umgjörð var yfirleitt mjög glæsileg. Þarna
var allt hægt.
Þar úti er vitaskuld allt önnur stemmning
en hér ríkir. Við höfum ekki þennan bak-
grunn, þessa hefð sem Þjóðverjar búa að
varðandi til dæmis óperuna. Leðurblakan er
alltaf sett upp á gamlárskvöld, þá þykir fínt
að fara í leikhús. Það væri fróðlegt að vita
hvernig viðbrögðin yrðu ef slíkt yrði reynt
hér. Að vísu verður að taka tillit til stærðar
samfélagsins, en jólahátíðin er iðulega törn
fýrir þá sem starfa í leikhúsi erlendis; dans -
ópera - leikhús mikið sótt. Hér eru leikhús
meira eða minna lokuð fyrir jól og aðsókn
dettur niður, jafnvel í nóvemberlok. Þetta er
hreint ótrúlegt!
1 júní ár hvert var haldið dansfestival, í
tengslum við sumarnámskeið dansakademí-
unnar í Köln, þar sem dansflokkar komu
Tanz-Forum
Tanz-Forum var stofnað 1971 af Þjóðverjunum Jochen Ulrich, Helmut Baumann, Gray
Veredon frá Nýja-Sjálandi og Jurg Burth, Hollandi. Fyrirmyndir sóttu þeir til Neder-
lands Dans Teater í Hollandi og Ballet Rambert á Englandi.
Þetta var sjálfstæður dansflokkur með sína eigin listrænu setefnu og hann vakti
fljótt milda athygli fyrir framsæknar sýningar. Jochen Ulrich, listrænn leiðtogi flokks-
ins, hefur samið yfir fimmtíu dansverk fyrir flokkinn og aðra dansflokka og starfað
víða annars staðar sem gestastjórnandi, meðal annars þrisvar sinnum hér á íslandi
(Blindingsleikur við tónlist Jóns Ásgeirssonar, Ich tanze mit dir, mest sótta sýning
íslenska dansflokksins, og nú síðastliðið vor Ein og La Cabina). Hjá Tanz-Forum hafa
tveir af fremstu kvendönsurum Islendinga starfað sem sólódansarar við góðan orðstír.
Fyrst Sveinbjörg Alexanders og síðar Katrín Hall, núverandi listdansstjóri Islenska
dansflokksins.
í stríðinu slitnuðu margar menningarlegar rætur í Þýskalandi. Þar hafði fyrir hildar-
leikinn verið umtalsverð gróska í nútímadansi. Sú þróun stöðvaðist í stríðinu. Margir
höfundar og dansarar fluttu m.a. til Bandaríkjanna þar sem þeir tóku þátt í hinni öru
uppbyggingu í nútímadansi er þar átti sér stað. Aðrir fóru til Bretlands, eins og til
dæmis Rudolf Laban, einn helsti uppeldisfræðingur nútímadanslistar. Eina stórmenn-
ið sem eftir varð í Þýskalandi var Kurt Jooss.
Tanz-Forum lagði í upphafi rækt við og beindi athyglinni að því sem Jooss hafði lagt
grunn að. Auk þess að sýna svo verk eftir Jochen Ulrich, sem hafði verið aðalhöfundur
og stjórnandi frá 1979, sýnir flokkurinn verk gestahöfunda og einnig verk eftir unga
höfunda úr flokknum sjálfum.
„Ég sem allt í félagi við dansaranna," segir Ulrich. „Sjálft formið er niðurstaða af leit.
Ég verð að þreifa mig áfram með því að sjá dansarana vinna og leiða þá með vinnunni
inn í þann hugarheim sem ég tel að verkið eigi að byggjast á, sá heimur skýrist um leið.
Dansinn á eldd að vera myndskreyting við tónlist. Hann á að vaxa innan frá eins og
tónlistin. Þannig náum við fram eins konar samræðu milli dans og tónlistar.“
Tanz-Forum hefur ferðast víða með verk eftir Jochen Ulrich, m.a. til Miðjarðarhafs-
landa, Asíu, Kanada, S-Ameríku, Skandinavíu, N-Afríku, ísrael, Ungverjalands, írlands
og Spánar.
Um þessar mundir stendur þessi frægi dansflokkur á tímamótum þar sem opinberir
fjárstyrkir til hans hafa verið skornir niður vegna þess mikla sparnaðar sem gripið
hefur verið til, ekki síst á menningarsviðinu, eftir sameiningu Austur- og Vestur-Þýska-
lands. Flokkurinn verður að sjá um sig sjálfur fjárhagslega, en slíkt þykir flestum
ógerlegt, að minnsta kosti ef starfið á að halda áfram eitthvað í líkingu við það sem
verið hefur.
16