Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 31

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 31
Kvöldfagnaður í Hótel Sögru. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, flutti yfirlitsræðu um fjármál ríkisins. Gerði hann grein fyrir hinum ýmsu málum, er varða fjár- málastjórn ríkisins. Ræðan er prentuð aftar í skýrslunni. Fundi var slitið kl. 15.30. Sjöundi fundur. Sjöundi fundur landsfundarins hófst í Sjálf- stæðishúsinu laugardaginn 22. apríl kl. 17.10. Fundarstjóri á þessum fundi var Jón G. Sól- nes, bankastjóri, Akureyri, en fundarritarar Sigurður Sigurðsson, verzlunarmaður, Akur- eyri og Ólaður B. Thors, lögfræðingur, Reykja- vík. Á dagskrá fundarins voru almennar um- ræður og tóku til máls Gísli Jónsson, fyrrv. alþingismaður, Reykjavík, frú Jakobína Mat- biesen, Hafnarfirði, prófessor Ólafur Björns- son, Reykjavík, Sigurjón Bjarnason, verka- niaður, Reykjavík, Sveinn Ólafsson, fulltrúi, Garðahreppi og Kalman Stefánsson, bóndi, Kalmanstungu. Fundi var slitið kl. 18.15. Áttundi fundur. Áttundi fundur landsfundarins hófst í Sjálf- stæðishúsinu sunnudaginn 23. apríl kl. 10.35. Fundarstjóri á þessum fundi var frú Guð- rún P. Helgadóttir, skólastjóri, Reykjavík, og fundarritarar Margeir Þórormsson, símstjóri, Fáskrúðsfirði og Óli Þ. Guðbjartsson, kennari, Selfossi. Á dagskrá var stjórnmálayfirlýsing fund- arins. Birgir Kjaran, hagfræðingur, Reykja- vík, formaður stjórnmálanefndar fundarins, lagði fram tillögu nefndarinnar til stjórnmála- yfirlýsingar. Flutti hann framsöguræðu fyrir tillögunni og nefndaráliti. Gerði hann grein fyrir hinum ýmsu þáttum yfirlýsingarinnar og þeirri heildarstefnu flokksins, sem hún markaði. 29

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.