Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 32

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 32
Þá hófust umræður um stjórnmálayfiríýs- ingu fundarins og tóku til máls: frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, frú Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði, Jó- hann Hafstein, dómsmálaráðherra, Gunnar Bjarnason, kennari, Hvanneyri, Haukur Egg- ertsson, framkvæmdarstjóri, Reykjavík og dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Umræðum var frestað og fundi slitið kl. 12. Níundi fundur. Níundi fundur landsfundarins hófst í Sjálf- stæðishúsinu sunnudaginn 23. apríl kl. 14. Fundarstjóri á þessum fundi var Pétur Otte- sen, fyrrv. alþingismaður, Ytra-Hólmi, en fundarritarar Karl B. Guðmundsson, viðskipta- fræðingur, Seltjarnarnesi og Sigurður Tryggvason, kaupmaður, Hvammstanga. A fundi þessum héldu áfram umræður um stjórnmálaálytkunina o g tóku til máls Páll V. Daníelsson, viðskiptafræðingur, Hafn- arfirði, Sigurbjörn Þorkelsson, forstjóri, Reykjavík, Leifur Auðunsson, bóndi, Leifs- stöðum, Sigfús Johnsen, kennari, Vestmanna- eyjum, Þorkell Sigurðsson, vélstjóri, Reykja- vík, Kristján Kristjánsson, trésmiður, Reykja- vík, Jóhann Sigurðsson, verkamaður, Reykja- vík, prófessor Ólafur Björnsson, Reykjavík, María Maack, Reykjavík, Sveinn Ólafsson, full- trúi, Garðahreppi, Ásta Erlingsdóttir, Reykja- vík, Guðmundur Ólafsson, bóndi, Ytra-Felli, Birgir Kjaran, Reykjavík og dr. Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra. Að umræðum loknum var gengið til atkvæða um tillögur, sem fram höfðu komið. Samþykkt var að vísa til miðstjórnar ýtarlegri tillögu, sem Baldvin Tryggvason hafði lagt fram um stuðning við bókmenntir og listir, ennfremur tillögu frá Kristjáni Kristjánssyni um að veita Raungreinadeild Tækniskólans stúdentsrétt- indi, tillögu Sveins Ólafssonar varðandi áfeng- ismál og tillögu Sigfúsar Johnsen um hagnýt- ingu fiskimiðanna við strendur landsins. Þá kom til afgreiðslu tillaga stjórnmálanefndar um stjórnmálaályktunina. Fyrst kom til at- kvæða breytingartillaga frá Ólafi Björnssyni, Ragnari Kjartanssyni og Gunnari Schram um aukna þátttöku íslands við þróunarlöndin. Var tillaga þessi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Síðan var tillaga stjórn- málanefndar um stjórnmálaályktun samþykkt einróma með áorðnum breytingum, svo sém hún er prentuð aftar í skýrslu þessari. Á fundi þessum fór fram kosning á for- manni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni, ásamt sjö öðrum mönnum í miðstjórn. Fóru allar þessar kosningar fram skriflega og án þess að uppástungur væru gerðar á mönnum. Fyrst fór fram kosning á formanni flokksins og var dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra endurkjörinn einróma. Var hann hylltur af þingheimi með langvinnu lófataki. Þá fór fram kjör varaformanns flokksins og var Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, endurkjörinn nær einróma. Var hann hylltur af þingheimi með langvinnu lófataki. Því næst fór fram kosning 7 manna í mið- stjórn flokksins og voru endurkjörnir í mið- stjórn þeir: Magnús Jónsson, fjárm.ráðherra, Ingólfur Jónsson, landb.ráðherra, Geir Hall- grímsson, borgarstj., Pétur Ottesen, fyrrv. al- þingismaður, Birgir Kjaran, hagfræðingur, Matth. Á. Mathiesen, alþm. og Sig. Bjarna- son, ritstjóri. Auk þess eru sjálfkjörnir í mið- stjórnina formaður Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, formaður Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins og formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Að lokum tók til máls dr. Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðis- flokksins. Lýsti hann ánægju sinni yfir störf- um fundarins og kvaðst aldrei hafa verið á landsfundi, þar sem fundarmenn hefðu sýnt jafnmikinn áhuga og fylgzt jafn vel með öll- um umræðum. Vék hann síðan að alþingis- kosningunum, sem framundan eru. Sagði hann, að baráttan í þeim kosningum stæði fyrst og fremst um það, hvort haldast ætti það frjáls- ræði í viðskiptum, sem viðreisnarstjórnin hefði komið á, eða hvort aftur yrðu tekin upp höft og skömmtun. Mælti formaður þróttmikil hvatningarorð til fundarmanna og bað þá vel að duga í þeirri örlagaríku baráttu, er fram undan væri. Að lokum óskaði formaður þeim fundarmönnum, sem langt væru að komnir, góðrar heimferðar. Hann bað menn síðan að minnast fósturjarðarinnar. Risu menn úr sæt- um og hylltu Island með ferföldu húrrahrópi. Að því búnu sleit formaður 17. landsfundi S j álf stæðisf lokksins. 30

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.