Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 38

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 38
6. Flokkurinn telur enn sem fyrr að efla beri samtök hinna Sameinuðu þjóða og norræna samvinnu, og verði einnig stefnt að aukinni þátt- töku Islands í aðstoðinni við þróunarlöndin. 7. Unnið verði markvisst á alþjóðavettvangi að viðurkenningu á einka- rétti íslendinga til fiskveiða á landgrunninu og að öðru leyti að nauðsynlegri fiskirækt og friðun fiskistofna við landið til að forð- ast ofveiði. 8. Sjálfstæðisflokkurinn telur með öllu óhjákvæmilegt, að hér á landi sem annars staðar sé viðbúnaður til varna, ef á landið yrði ráðizt. Vörnunum ber að sjálfsögðu að haga á hverjum tíma með hliðsjón af hagsmunum þjóðarinnar og friðarhorfum x heiminum. Flokkur- inn er þeirrar skoðunar, að varnir landsins verði ekki tryggðar á næstunni nema með samvinnu við Atlantshafsbandalagið svo sem verið hefur. 9. Minnugir þess, að lítil þjóð á öðrum fremur meira undir manngildi og menntun hvers einstaklings en hinar fjölmennari, vill Sjálfstæðis- flokkurinn nú sem fyrr leggja sérstaka áherzlu á hugðarefni unga fólksins og aðild æskunnar að stjórn landsins. Því er hann eindregið fylgjandi því, að kosningaaldur sé færður niður í 20 ár. Almanna- valdið styðji í auknum mæli starfsemi þeirra félagssamtaka, sem vinna að uppeldi hraustrar og tápmikillar æsku, svo sem íþrótta-, skáta- og ungmennafélaga, bindindishreyfingarinnar og kristilegra æskulýðsfélaga. 10. Haldið verði áfram að bæta námsaðstöðu í landinu og ráðstafanir í þá átt undirbúnar með skólarannsóknum og áætlanagerðum. Að því skal stefna jöfnum höndum, að menntunin búi einstaklingana undir að mæta siðferðilegum vandamálum daglegs nútímalífs og efli hlut- gengi þeirra í atvinnulífi vaxandi tækniþjóðfélags. Brýna nauðsyn ber til þess að auka fræðslu í skólum landsins varðandi höfuðat- vinnuvegi þjóðarinnar og í undirstöðuatriðum félags- og þjóðmeg- unarfræði. Meðal tímabærra ráðstafana í skólamálum telur fundurinn vera að koma á styrkjum til framhaldsnáms kennara og að veita fleiri skól- um rétt til að brautskrá stúdenta, svo sem Kvennaskólanum í Reykja- vík. Vísindaleg þekking verði hagnýtt til hins ýtrasta í framfara- sókn þjóðarinnar og vísindastofnanir efldar í því skyni. Haldið verði 36

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.