Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 39

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 39
áfram að bæta aðstöðu Háskóla íslands og félagsstofnun stúdenta komið á fót. 11. Aukinn verði stuðningur við listir og bókmenntir í landinu með kynningu þeirra innanlands og utan og aðstoð við að koma þeim sem víðast á framfæri. Rækt verði lögð við aukna listsköpun og list- túlkun, m. a. með náms- og ferðastyrkjum og fjárhagsstuðningi við sjálfstæð félagssamtök og stofnanir á sviði bókmennta, lista og vís- inda. 12. Áfram verði unnið að bættri heilbrigðisþjónustu um land allt og áætlanir gerðar til langs t'ma um heilsuverndarstöðvar, sjúkrahúsa- byggingar og aðrar framkvæmdir á sviði heilbrigðismála. Studd verði starfsemi þeirra sjálfstæðu félagssamtaka, sem vinna að heilsuvernd og í þágu öryrkja. Lögð verði og áherzla á mikilvægi heilsuvemdar og hjúkrunarmála aldraðra. 13. Raunhæfar rannsóknir verði gerðar á því, hvernig lækka megi bygg- ingarkostnað, m. a. með hagnýtum tækninýjungum, bættu skipulagi á sviði byggingariðnaðarins og öflugu lánsfjárkerfi, sem stuðli að því, að sérhver fjölskylda geti eignazt húsnæði með viðráðanlegum kjörum. 14. Haldið verði áfram að bæta samgöngur um land allt. Undirbúið verði stórfellt átak í gerð varanlegra vega á næstu árum og framkvæmdir þessar boðnar út og aflað til þeirra lánsfjár, ef með þarf. Gerð góðra flugvalla verði sömuleiðis hraðað og samgöngur á sjó tryggðar með nægilegum farkosti og bættum hafnarmannvirkjum. 15. Haldið verði áfram virkjun fallvatna og rafvæðingu alls landsins lok- ið á tilætluðum tíma. 16. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að lýðræði sé tryggt í öllum almennum og opnum félagssamtökum borgaranna. 17. Sjálfstæðisflokkurinn telur æskilegt, að stofnað sé til lífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn, og heitir því máli fullum stuðningi. -----o---- Sjálfstæðisflokkurinn byggir á þjóðlegri og kristilegri lífsskoðun og er flokkur allra stétta og þjóðmálastarf hans markast af því sjónarmiði, að því aðeins vegni heildinni vel, að einstaklingarnir fái notið afraksturs 37

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.