Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 41

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 41
Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjaraa Benediktssonar, forsætisráðlierra Sækjum fram til sigurs fyrir frelsi og framfarir, bjartsýni og batnandi hag Mönnunum munar annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. 1 einn stað kemur, hvort við virðum fyrir okkur þau rúm eitt hundrað og þrjátíu ár frá því að þetta var orkt, alla hina nær ellefu hundruð ára sögu íslands eða okkar eigið skammvinna æfiskeið, já, jafnvel þau tvö ár, sem liðin eru frá síðasta lands- fundi, þá sannfærumst við um réttmæti þess- ara orða. Ef nokkuð er óbrigðult, þá er það, að allt er í heiminum hverfullt. Ætíð skiptast á skin og skuggar, tímar afturfara og fram- fara. Um orsakir einstakra atburða má lengi deila. En ekki verður um það villzt, hvílíkur aflgjafi og gæfa frelsið hefur reynst hinni ís- lenzku þjóð. Ófrelsið hafði nærri því svipt hana lífi. Frelsissviptingunni fylgdi fátækt og fólksfækkun. Margt var öðruvísi en vera skyldi í hinu foma lýðveldi, en þá var þó sæmilegur efnahagur í landi og fólksfjölgun með eðlileg- um hætti. Á ófrelsisöldunum var landið rúið öllum gæðum og fólki fækkaði svo að lá við landauðn. Afturbati og eðlileg fólksfjölgun kom á ný með vaxandi frelsi. Þarna fylgir af- leiðing orsök, svo að ekki verður um deilt. Frelsið hefur reynst íslenzku þjóðinni sá styrk- ur og aflgjafi, sem hún getur sízt án verið. Vitneskja um þessa staðreynd á ekki að vera okkur fjarlægur fróðleikur, heldur verður hún að vera leiðarvísir, sem við megum aldrei gleyma á allri okkar lífsgöngu. Samhengið í íslenzkri sögu má ekki falla okkur úr minni. 1 því skyni að hugfesta það er nú ráðgert að efna til veglegrar hátíðar á ellefu hundruð ára afmæli byggðar á íslandi, og er mikilsvirði að vel takist. Núlifandi kynslóð hefur hlotnast sú gæfa og ábyrgð að endurheimta fullt frelsi og sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar. Þetta eru vandmeð- farin gæði; gæði, sem ekki haldast af sjálfu sér, heldur verður stöðugt að vinna til að eiga skilið. Út á við kemur sjálfstæði þjóðarinnar fram í því, að við erum sérstakt ríki. Áður vorum við um aldir taldir hluti af öðru, okkur í eðli framandi ríki, eins og í Stöðulögunum frá 1871 segir: „Island er uadskillelig Del af den danske Stat.“ 1 þessu lýsti sér ósjálfstæði og frelsissvipting. Til þess að um ríki verði talað, okkar íslenzka ríki jafnt og ann- arra, þarf þrennt að vera fyrir hendi: fólk, land og lögbundið vald. Þeir menn, sem þetta land hafa byggt, hafa frá upphafi talið sig sérstaka þjóð, hvorki Norðmenn né Dani, þó að við værum í fram- kvæmd lengi hluti af ríki þeirra. Um land okkar er heldur ekki að villast. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.