Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 45

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 45
aftur þekking, sem á þarf að halda til yiðbótar því, sem áður var. Ég skal ekki f jölyrða um þau umskipti, sem orðið hafa í efnahagsmálum Islendinga frá því að viðreisnarstefnan var tekin upp. Hvert sem litið er, blasir við algjör bylting til bóta í öllu þjóðlífi og atvinnuháttum. Þjóðarauður í raunverulegum verðmætum hefur aukist um 40—50% á síðustu 7 árum, og atvinnutækin í eigu landsmanna hafa aukist hlutfallslega enn meira að verðmæti eða yfir 50%. Þessi stórkostlega aukning þjóðarauðs- ins hefur einungis að litlu leyti orðið til með aðstoð lána erlendis frá, sem einungis hefur aukist um fá hundruð milljóna, þegar þjóðar- auður hefur vaxið um 13 þúsund milljónir króna. Með þessu hefur verið unnið mikið þrek- virki á skömmum tíma, og það hefur ekki verið gert með því að ganga á hlut launastéttanna eða bænda, en kjör þeirra eru miðuð við kjör þessara stétta. Samtímis því, sem aukning þjóðartekna nam um þriðjungi á mann, hafa ráðstöfunartekjur kvæntra verka- sjó- og iðn- aðarmanna með börn á framfæri, vaxið að meðaltali upp undir helming eða 47%. Um það verður ekki deilt, að þetta er mesta framfaratímabil, sem nokkurn tíma hefur orð- ið í sögu landsins. Engu að síður gerum við Sjálfstæðismenn okkur grein fyrir því, að at- vinnulíf Islendinga er of fábreytt, stoðir at- vinnuveganna færri og veikbyggðari en skyldi. Um 90% útflutningsins eru sjávarafurðir, en aldanna reynsla hefur kennt þjóðinni, að svip- ull er sjávarafli. Aflinn er svipull, en veðrið er ekki síður sveiflum háð. Af þessum sökum beittum við okkur fyrir því á árinu 1966 að ákveðið var að hefia virki- un á Þjórsá við Búrfell. Þetta gerðum við á meðan verðlag var enn hækkandi á helztu út- flutningsafurðum okkar og við höfðum ekki reynt gæftaleysi síðustu mánaða. Við þekkt- um okkar ástkæra land og eðli atvinnuvega þess og vissum, að of seint er að hef jast handa um að bvrgia brunninn, þegar barnið er dottið ofan í. Við réðumst í stærstu rafmagnsvirkjun, sem íslendingar enn hafa ráðist í, svo stóra, að hún hefði orðið okkur fjötur um fót, ef við hefðum ekki samtímis getað gert sölusamning um þann hluta aflsins, sem við þurfum sjálfir ekki í fyrstu á að halda. Og raunar er of milt að orði kveðið með því að segja, að slíkt hefði orðið okkur fjötur um fót, því að ógerlegt mundi hafa reynst í skjótri svipan að afla nauðsynlegs lánsfjár, ef slík samningsgerð hefði ekki jafnframt átt sér stað. Þess vegna var gerður samningur við svissneska álfélagið um, að það fengi heimild til að reisa álbræðslu við Straumsvík hér fyrir sunnan Hafnarfjörð. Um þessi mál stóðu harðar deilur fyrir ári, og mun nú þegar — og hvað þá síðar — mörgum þykja ótrúlegt, að slíkt skuli í raun og veru hafa getað að höndum borið. Við létum ögranir andstæðinga okkar ekki trufla okkur í því, sem við vissum að var rétt, enda eru þeir nú þegar farnir að reyna að skióta sér undan þeirri skömm, sem hlýtur að skella á þeim vegna afturhaldsstefnu þeirra þá, með því að skamma okkur fyrir að hafa ekki ráðist í stórvirkjun fyrr. Með slíkum mál- flutningi þessara manna er bitið höfuðið af skömminni. Þrástagast er á því, að það lýsi vantrausti eða vantrú á landinu, að gerður skuli hafa verið samningur við erlenda aðila um að ráð- ast í og reka stórfyrirtæki, stærra en svo, að við höfum sjálfir bolmagn til. Á sínum tíma voru samskonar deilur um símalagningu til landsins. En hverjum kemur nú annað til hugar en að hún hafi orðið til ómetanlegrar bióðargæfu? Næstu nágrannar og bezta frændbióð okkar, Norðmenn, hafa æ ofan í æ gert hliðstæða samninga, og eins og verka- lýðsforinginn, fyrrverandi forsætisráðherra, Einar Gerhardsen, segir, þá er það að minnsta kosti víst, að norskur verkaÞ'ður, sem þúsund- um saman hefur haft atvinnu við þessi fyrir- tæki, vill ekki missa þau og telur þau ekki hafa orðið sér til ógæfu. Hitt er sanni nær, að það lýsir bæði vantrú og vantrausti á þjóð- inni að halda, að íslendingar geti ekki sér að skaðlausu gert samskonar samninga við aðrar þjóðir og allir aðrir gera. Þeir, sem svo hugsa, gera sjálfa sig þar með að mun minni mönn- um, en þeir voru af guði gerðir. Hinir síðustu mánuðir hafa enn einu sinni sannað okkur, að hvað sem líður fiskinum í sjónum — og fullkominn efi er um, hversu lengi hann muni endast í sama mæli og undan- farin ár — þá getur gæftaleysi mjög spillt veiðum á þeim tíma, þegar helzt er aflavon. Ennþá alvarlegra er þó hið mikla verðfall, sem orðið hefur á útflutningsvörum okkar. Á síldarmjöli og síldarlýsi hafa orðið ótrúlegar 43

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.