Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Síða 46

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Síða 46
verðsveiflur á síðasta ári og réði gífurlegt aflamagn mestu um, að ekki sköpuðust stðr- vandræði af. Þau blöstu hins vegar við í hrað- frystiiðnaðinum, sem á bæði við að etja mikið verðfall og ónóga efnivöru. Við verðlækkanir fáum við lítt eða ekki ráðið. Með aðild að Fríverzlunarbandalagi Evrópu er þó hægt að milda afleiðingar verð- lækkananna að nokkru og hrekkur slíkt að vísu óneitanlega skammt, þegar um jafnmiklar verðlækkanir er að ræða og að þessu sinni. Svipuðu máli gegnir um stofnun verðjöfnunar- sjóðs, eins og vísir að var nú búinn til með lagasetningu fyrir skemmstu. Verður að ætla, að nú sé ríkari skilningur fyrir nauðsyn slíkr- ar sjóðsstofnunar en áður, þó að andmæli hafi raunar komið úr ólíklegustu áttum. Til þess að firra vandræðum, þá hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir auknum bótum bæði til verðhækkana á bolfiski til bátanna og til hraðfrystihúsanna. Því ber ekki að neita, að slíkar bætur eru neyðarúrræði, en þegar jafn stórfellt verðfall og raun ber vitni verður á fullum % útflutnings, þá er óneitanlega um neyðarástand að ræða, sem víða mundi talið horfa til öngþveitis. Jafnvel andstæðingar okk- ar hafa og ekki treyst sér til þess að greiða at- kvæði á móti þessum ráðstöfunum eða verð- stöðvuninni, sem þeim var samfara og raunar var forsenda þess, að fram úr vandanum yrði ráðið. Þeir láta sér flestir nægja að nöldra, en hafa sjálfir engin frambærileg úrræði. Fæstir þeirra höfðu þó dug í sér til að greiða atkvæði með úrræðum ríkisstjórnarinnar. En skylt er að hafa í huga, að verðstöðvunin byggist á raunverulegu og þó óformlegu samkomulagi við verkalýðshreyfinguna og samtök vinnu- veitenda. Sjálfsagt er að meta og þakka þá þjóðhollustu, sem í þessu lýsir sér, og þarf ekki að efa, að sumir þeir forystumenn, sem hér eiga hlut að, hafi orðið fyrir aðkasti skammsýnna æsingamanna í eigin liði, en ekki látið það á sig fá. í bili virðist órói í þessum efnum fara vaxandi, en of snemmt er að segja hver áhrif hann hefur. Aðaluppistaða í nöldri andstæðinganna er sú, að verðbólgan innanlands sé ríkisstjóminni að kenna og verðbólgan valdi þeim vandræðum, sem atvinnuvegirnir nú séu í. Sízt skal ég gera lítið úr skaðsemi verðbólgunnar, en um hana er nú búið að þvarga í rúman aldar- fjórðung; hver hefur kennt hinum, en enginn fundið neina frambúðarlausn. 1 sjálfu sér skiptir það ekki öllu máli, hvort verðbólga hefur vaxið eitthvað minna eða meira á til- teknum tímabilum, þó að staðreynd sé, að hún hafi vaxið hægar á viðreisnartímabilinu en á næsta tímabili áður. Aðalatriðið er, að verð- bólgan er fyrirbæri, sem við höfum átt við að búa allt frá því, að atvinnuleysi lauk á árinu 1940, það er að segja, eftir að brezka her- námsvinnan hófst hér. Allir flokkar hafa fyrr eða síðar glímt við þetta vandamál og leitað mismunandi samstarfs til að ráða bug á því, en það hefur aldrei tekizt. Jafnframt er rétt að hafa í huga, að einmitt þessi ár, síðasti aldarfjórðungur, hafa verið mestu hagsældar- tímar, sem þjóð okkar hefur notið, þó aldrei hafi henni vegnað betur en einmitt síðasta þriðjung tímabilsins, það er að segja, eftir að viðreisnarstjórnin tók við. Verðbólgan hefur því ekki megnað að eyða velsæld þjóðarinnar eða grafa undan hinni stórkostlegu uppbyggingu, sem hér hefur átt sér stað. Að gamla fólkinu, sem hættast er við að verði fyrir barðinu á verðbólgunni, hef- ur aldrei verið betur búið en hin allra síðustu ár. Um það verður heldur ekki deilt, að ólíkt þolanlegra er að hafa verðbólgu en atvinnu- leysi, eins og þjáði Islendinga í tímabilinu frá 1930 til 1940. Fast verðgildi peninga er mikils- virði, en sú gæfa að geta unnið fyrir sér og sínum er enn meira virði. Vitanlega hefur verðbólgan skapað ýmiskon- ar vanda og skapar enn, og hún getur orðið okkur enn skeinuhættari áður en lýkur. En ekki tjáir ætíð að standa í sömu sporum, held- ur gera sér betur grein fyrir en áður í hverju vandinn er raunverulega fólginn. Af hverju er hærra verðlag hér en víðast hvar í nálægum löndum? Fyrsta ástæðan má segja, að sé sú, að það kostar meira að halda uppi sérstöku sjálf- stæðu ríki á hvem mann í litlu landi en stóm, fámennu en fjölmennu. Þá gefa atvinnuvegir hér svo misjafnan arð, að ef þjóðfélagið á ekki að sporðreisast, þá verður að gera rót- tækar ráðstafanir til að flytja fé á milli þeirra. Menn fást ekki á litla báta til þorsk- veiða, ef óhæfilega mikill munur er á tekjum þeirra og hinna, sem stunda síldveiðar á hin- um nýju glæsilegu síldveiðiskipum. Menn fást ekki til að stunda landbúnað, nema því aðeins, að þeir hafi sambærilegar tekjur á við aðrar 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.