Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Síða 56

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Síða 56
áður milli heilbrigðisstjórnarinnar og Reykja- víkurborgar um skipulagningu sjúkrahúsmála beggja aðila. Þá vil ég láta þess getið að nefnd vinnur nú að endurskoðun laga um heilbrigðisnefndir og að því að gera tillögur eftir því sem þurfa þykir til nýskipunar, sem stuðli að því að tryggja raunhæfa og hagkvæma framkvæmd heilbrigðiseftirlitsins í landinu almennt. Enn- fremur hefir verið ákveðið í samráði við Reykjavíkurborg að fá hingað erlendan sér- fræðing til athugana á vissum sviðum heil- brigðismála svo sem sóttvörnum, slysavörnum, auknu heilbrigðiseftirliti á vegum héraðs- lækna, manneldismálum og hugsanlegum breyt- ingum á heilbrigðissamþykktum, meðal ann- ars með hliðsjón af æskilegri stækkun um- ráðasvæða heilbrigðisnefnda, og aukinni tíðni langvinnra sjúkdóma. En það er ýmsum á- hyggjuefni að í fjölda mörg ár hefir enginn íslenzkur læknir lagt fyrir sig sérnám í al- mennri heilbrigðisfræði. Gífurleg verkefni. Ég tel mikla nauðsyn á því að athuga gaumgæfilega að styrkja betur en verið hefir yfirumsjón heilbrigðismála með endurbættu skipulagi, ef til vill sérstöku heilbrigðismála- ráðuneyti eða á annan hátt og er það við- fangsefni, sem ekki verður öllu lengur skotið á frest að leysa, en þarf þó mjög vandaðan undirbúning áður en ákvarðanir verða teknar. Að lokum vil ég segja þetta: Margir þeir, sem nú að undanfömu hafa gagnrýnt mest framkvæmdir á sviði heil- brigðismála hafa áður verið næsta hljóðir um þau málefni. Gífurleg verkefni bíða framund- an, sem kosta munu offjár, en þessi litla þjóð hefir samt. ekki ráð á að láta undir höfuð leggjast að framkvæma. Ég tel það hiklaust skyldu okkar að beita áhuga okkar og f jármunum í sívaxandi mæli að aukinni heilsugæzlu þessarar fámennu þióðar og veita þeim sjúkum og öðrum, sem um sárt eiga að binda, hina beztu aðhlynningu og samhjálp þjóðfélagsins. Margir einstaklingar og félög hafa fyrr og síðar S”nt heilbrigðis- málunum á fjölmörgum sviðum lofsverðan áhuga og fómarlund. Konurnar hafa löngum verið framherjar og átakamiklar. Ríkisstjóm og Alþingi verða að sjá til þess að skuturinn liggi eigi eftir. IÐNAÐARMÁL. Við opnun hinnar glæsilegu Iðnsýningar 30. ágúst 1966 hér í Reykjavík lét ég svo um mælt: „Það er eðlilegt, að iðnaðurinn hljóti að gera kröfur til þess, að hann standi jafn- fætis öðrum atvinnuvegum við aðgerðir þings og stjórnar, sem eru afleiðing verðbólgu eða til þess að hefta vöxt verðbólgu og hafa stjórn á þróun efnahagsmála. Aðalatriðið er, að hinar ýmsu stéttir og at- vinnugreinar skilji aðstöðu hverra annarra nægilega til þess að frá árekstrum og mis- rétti verði forðað, enda bresti þá heldur ekki skilning stjórnvalda. Iðnaðurinn verður að mega treysta því, að í þessum efnum verði hann ekki hlunnfarinn, en hann á heldur ekki að krefjast sér til handa verndar, sem felur í sér misrétti gegn öðrum og þjóðfélagslegt óhagræði. Ég tek enn fram, að ég vil á engan hátt gera lítið úr erfiðleikum þeim, sem við hefir verið að glíma og við blasa. En ég fæ ekki betur séð en iðnaðurinn hafi brugðizt vel við hlutskipti sínu í þjóðarbúskap okkar og marg- víslegir möguleikar til hagsbóta séu fyrir hendi. Ég ber engan kvíðboga fyrir því að framtíðarmöguleikarnir verði ekki nýttir til hins ítrasta á grundvelli þeirra samtaka og félagslegs þroska iðnrekenda, iðnaðarmanna og iðnverkafólks, sem fyrir hendi eru, í samvinnu við opinbera aðila, sveitarstjómir, ríkisstjórn og löggjafarvald í skjóli gagnkvæms skilnings og trausts. „Framkvæmdaþrek, áræði, hugvit og bjart- sýni einstaklinganna er sá hornsteinn, sem allt hvílir á.“ Þetta sagði ég þá við opnun iðnsýningarinnai'. Samstarf við samtök iðnaðarins. Mótuð stefna. Viðfangsefni, verkefni og vandamál iðnað- arins hafa að sjálfsögðu oft borið á góma og með ýmsu móti frá síðasta Landsfundi. And- stæðingar okkar í stjórnmálum hafa sífellt klifað á þeim erfiðleikum, sem iðnaðurinn eigi við að búa og sem þeir raunar vilja telja erfiðleika, sem stjórnvöldin hafi búið iðnað- inum. Þeir eru sífellt að tala um samdrátt í iðnaðinum, að iðnaðurinn sé hornreka í þjóð- félaginu, olnbogabam og flest eftir því. Ríkisstjórnin hefir gætt þess vandlega að 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.