Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 59

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 59
Unnið hefir verið að margvíslegum sér- fræðilegum athugunum og rannsóknum iðnað- inum til styrktar, ýmist á vegum iðnaðar- málaráðuneytisins, Iðnaðarmálastofnunarinn- ar, rannsóknarstofnana iðnaðarins eða ein- stöku nefnda, sem skipaðar hafa verið til þess að sinna þeim úrlausnarefnum. Yrði of langt mál að rekja þau atriði nánar á þessum vett- vangi. Stórvirkjanir, rafvæðing og stóriðja. Á síðasta landsfundi var í stjórnmálaálykt- un mælt svo fyrir: „Hafin verði virkjun stórfljóta landsins með byggingu stórra raforkuvera, sem í senn verði orkugjafi fjölþætts atvinnurekstrar og sjái heimilum landsins fyrir nægri og ódýrri raforku, og lögð verði áherzla á að ljúka sem fyrst rafvæðingu landsins. Orkuver landsins verði eign Islendinga, en til þess að virkja megi í stórum stíl og undir lántökum verði risið og styrkari stoðum verði rennt undir atvinnulíf landsmanna, verði erlendu áhættu- fjármagni veitt aðild að stóriðju, ef hag- kvæmt þykir, samkvæmt mati hverju sinni og landsmenn brestur fjárhagslegt bolmagn." Þessi ályktunaratriði síðasta Landsfundar hafa komið til framkvæmda. Á sl. ári, vorið 1966, var tekin ákvörðun um að nota heimild landsvirkjunarlaga og ákveðið að hefjast handa um Búrfellsvirkjun, en í sama mund staðfesti Alþingi samning ríkisstjórnarinnar við Sviss Aluminium um álbræðslu við Straumsvík. Framkvæmdir við Búrfellsvirkj- un hófust á sl. ári. Framkvæmdir eru einnig hafnar vegna álbræðslunnar, og mun bygging verksmiðjunnar sjálfrar hefjast að aflíðandi sumri. Samhliða þessu mun hefjast bygging stórskipahafnar við Straumsvík, sem einnig var tengd samningagerðinni um álbræðsluna. Eafvæðingunni hefir miðað það vel áfram, að um 97% landsmanna hafa nú aðgang að raf- orku. Allar þessar framkvæmdir eru stórvirki og marka tímamót í atvinnusögu íslendinga. Tæplega verður nokkur íslenzk ríkisstjórn, sem stendur að framkvæmd slíkra mála, og það allra í senn, sökuð um aðgerðarleysi eða doða. En við þessar stórframkvæmdir má reyndar enn bæta kísilgúrverksmiðjunni við Mývatn, sem byggð verður á næsta sumri og ráðgert er að hefji starfrækslu sína á þessu ári. Framsóknarflokkurinn var öndverður í þessum málum, eins og reyndar fleiri fram- faramálum, þó var hann ekki heill í andstöð- unni, því að sumum flokksmönnum blöskraði og klufu sig frá, enda þótt fáir væru. Höfðu margir haldið til hins síðasta, að svo öfug- snúinn mundi þessi flokkur ekki reynast, þeg- ar á reyndi. Um kommúnistana var öðru máli að gegna. Það höfðu reyndar engir, hvorki fyrr né síðar, búizt við neinu góðu úr þeirri átt. Ég get nú ekki tímans vegna dvalið lengur við málefni iðnþróunar í landinu, en vænti þess, að það, sem að er vikið, gefi næga yfir- sýn yfir vilja og áfonn ríkisstjórnarinnar til þess að veita þessari atvinnugrein brautar- gengi til hagsmuna öllum almenningi í land- inu. DÓMSMÁL. Á síðasta Landsfundi gerði ég fulltrúum grein fyrir athugun, sem þá var nýlega hafin á afgreiðslu og meðferð dómsmála í landinu, bæði einkamála og opinberra mála, en það hafði sætt allmikilli gagnrýni að meðferð þeirra tæki of langan tín.a og verið gert að umtals- og ályktunarefni á Alþingi. Það kom hins vegar fljótt í ljós, er gera átti sér grein fyrir úrbótum í þessu efni, að fyrst varð að leita orsakanna. Á Alþingi í haust lagði ég fram skýrslu um athugun á meðferð dómsmála í landinu, sem tekur yfir árin 1961-’65 að báðum meðtöldum, en þessi skýrslugerð er sú fyrsta sinnar tegundar hér að lútandi. Augljóst var af þeirri gagnasöfn- un, sem fram hafði farið og skýrslugerð, að í henni fólst verðmæt yfirsýn þessara mála, sem hlaut að geta haft verulega þýðingu við endurskoðun og umbætur, sem kynni að vera talin þörf, á dómskipan og meðferð dómsmála. Ég ákvað því á síðastliðnu hausti að skipa sjö manna nefnd til þess að athuga breyting- ar, sem gera mætti á dómskipuninni og til bóta mætti teljast, og jafnframt að athuga og gera tillögur um breytingar á löggjöf og framkvæmd varðandi meðferð dómsmála í landinu. Nefndin er þannig skipuð, að einn fulltrúi skal tilnefndur frá hverjum eftirtal- inna aðila: Hæstarétti, Lagadeild Háskólans, Dómarafélagi íslands og Lögmannafélagi Is- lands. Ennfremur eiga sæti í nefndinni yfir- borgardómarinn í Reykjavík, yfirsakadómar- inn í Reykjavík og einn fulltrúi úr hópi sýslu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.