Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 60

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 60
manna, en ráðuneytisstjórinn í dómsmála- ráðuneytinu er formaður nefndarinnar. Gert er ráð fyrir því að þessi nefnd hafi samband við og fylgist með störfum nefndar, sem fé- lagsmálaráðherra skipaði til að endurskoða skipan sveitarstjórnarumdæma. Ríkisfangelsi. Á undanförnum árum hefir verið unnið að undirbúningi byggingar ríkisfangelsis. Eftir setningu laga um ríkisfangelsi árið 1961 var húsameistara ríkisins falið að gera athuganir á staðarvali fyrir ríkisfangelsi, en eftir að ítarlegar athuganir höfðu leitt í ljós líkleg- ustu úrræði í því efni, var í febrúar 1965 skipuð nefnd til undirbúnings framkvæmdun- um. Nefndina skipa: Valdimar Stefánsson, saksóknari ríkisins, sem er formaður, Baldur Möller, ráðuneytisstjóri og Þórður Björnsson, yfirsakadómari. Starfar nefndin í nánu sam- ráði við embætti húsameistara ríkisins. 1 maí 1965 gerði nefndin tillögur um staðsetningu fangelsins og féllst ráðuneytið á tillögur henn- ar um staðarval í landi tJlfarsár í Mosfells- sveit. Var síðan í febrúar 1966 samkvæmt til- lögum nefndarinnar ákveðið að gæzluvarð- haldsdeild fangelsins yrði staðsett við Síðu- múla í Reykjavík og í septembermánuði sama ár var fengið samþykki borgaryfirvalda fyrir þeirri staðsetningu og tillöguteikningum. — Lagði ráðuneytið síðan áherzlu á að teikni- vinnu yrði hraðað eftir föngum og er þeirri vinnu nú langt komið, og jafnframt hefir farið fram nánari könnun lands að Úlfarsá. Er þess vænzt að tæknilegum undirbúningi Ijúki á þessu ári. Samtímis setningu laga um ríkisfangelsi voru einnig sett n / lög um héraðsfangelsi 1961 og hafa þau orðið til mjög aukinna fram- kvæmda á þessu sviði á síðastliðnum árum, svo að til mikilla úrbóta hefur orðið víða um landið í löggæzluframkvæmd. Á mörgum stöð- um eru framkvæmdir við slík mannvirki vel á veg komnar eða í þann veg að hefjast. Svo að taldir séu nokkrir staðir, sem hér koma við sögu, má nefna Ólafsvík, Patreksfjörð, Akur- eyri, Ólafsfjörð, Dalvík, Húsavík, Raufarhöfn, Vopnafjörð, Höfn í Hornafirði og Vestmanna- eyjar. Á flestum þessum stöðum hefur lögregla jafnframt fengið starfsaðstöðu, ýmist varð- stofur eða aðrar vistarverur og allt upp í það, 58 að byggð er beinlínis lögreglustöð eins og á Akureyri, en sú framkvæmd er nú mjög langt komin. Lögreglustöð í Reykjavík. Árið 1962 var hafin bygging nýrrar lög- reglustöðvar í Reykjavík. Er það mjög stór framkvæmd. Byggingin er öll um 23 þús. rúm- metrar. Hefir til sl. áramóta verið varið til framkvæmda réttum 36 millj. krónum og hafa vonir staðið til að framkvæmdunum yrði lok- ið árið 1968. Vegna brýnnar þarfar umferða- deildar lögreglunnar hefur hluti byggingar- innar verið tekinn til bráðabirgðaafnota fyrir þá deild, sem þar með komst úr lélegu hús- næði við Snorrabraut, er fengið var eftir stríð frá hernum. Er hið nýja húsnæði í vestur- álmu hinnar nýju byggingar. UMFERÐARMÁL. Rannsókn umferðarslysa. 1 nóvember 1963 var skipuð nefnd, (Rann- sóknarnefnd umferðarslysa), er falið var það verkefni að rannsaka orsakir hins sívaxandi f jölda umferðarslysa og gera tillögur um ráð- stafanir til úrbóta. Nefndin skilaði bráðabirgðaáliti í nóv. 1965. Hafa margar tillögur nefndarinnar þegar náð fram að ganga, sumar með breytingum á um- ferðarlögum á síðasta ári, en aðrar með breyt- ingu á reglugerð. Helztu tillögur nefndarinn- ar, sem til framkvæmda hafa komið eru þessar: 1. ) Hert hefur verið á kröfu um reglusemi í sambandi við veitingu ökuréttinda, bæði al- menns og meira prófs. 2. ) Okuskírteini byrjenda eru aðeins gefin út sem bráðabirgðaskírteini til eins árs. Áður en fullnaðarskírteini er gefið út skal fara fram sérstök könnun á ökumannsferli hlutað- eiganda, og getur hann orðið að gangast und- ir próf í umferðarreglum eða akstri að nýju eða sæta rannsókn sérfræðings um líkamlega og andlega heilbrigði. 3. ) Aukin hefur verið beiting bráðabirgða- sviptingar ökuréttinda af hálfu lögreglu- stjóra. 4. ) Dómarar hafa fengið heimild til að svipta sökunaut ökuleyfi með réttarsátt. 5. ) Lögreglustjórar hafa fengið heimild til að afgreiða kæru vegna brota á umferðarlög- um með sektargerð.

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.