Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 64

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 64
eyríssjóði, yfirleitt ekki rétt til sams konar bóta frá lífeyristryggingum. 6. Réttur ekkna til lífeyris hefur þegar verið aukinn verulega. 7. Mæðralaun, sem greidd eru ekkjum, ógift- um mæðrum og fráskildum konum eru nú greidd móður með einu barni yngra en 16 ára, og full mæðralaun eru nú greidd móð- ur með 3 börnum eða fleirum. Áður fengu einstæðar mæður ekki full mæðralaun, nema þær hefðu að minnsta kosti tvö börn á framfæri sínu, og full mæðralaun voru ekki greidd, fyrr en börnin voru 4 eða fleiri. 8. Slysadagpeningar og sjúkradagpeningar eru nú greiddir í 52 vikur í stað 24 vikna áður. Enda þótt hér hafi átt sér stað verulegar umbætur á undanförnum árum, þarf enn að huga vel að endurskipun tryggingarlög- gjafarinnar, og að mínum dómi höfum við Is- lendingar gert allt of mikið úr því, hversu langt við værum komnir á þessu sviði. Sjúkra- tryggingarnar þurfa að endurskoðast, einnig örorkutryggingar, ákvæði um slysadagpeninga og sjúkradagpeninga og fjölmargt fleira, sem of langt yrði að fara út í nú, en stefna ber að alhliða endurbótum á tryggingakerfinu hverju sinni. Lífeyrissjóður allra landsmanna. Eitt veigamesta atriðið á þessu sviði er, að nú er unnið að undirbúningi löggjafar um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Ríkisstjórn- in efndi til gaumgæfilegrar athugunar þess máls og vann Haraldur Guðmundsson, fyrrv. ráðherra, að undirbúningsathugun. En nú er verið að vinna að því að undirbúa frumvarp, sem við fyrstu hentugleika yrði síðan lagt fyrir Alþingi. Húsnæðismál. Á síðasta Landsfundi vék ég nokkuð almennt að húsnæðismálunum, þróun þeirra, og þá einkum og sér í lagi lánsfjármálunum í sam- bandi við byggingu íbúðarhúsnæðis. Hér er um að ræða einn allra veigamesta þátt félags- legrar löggjafar, sem hvað víðtækust áhrif hefur á borgarana almennt og fjölskyldulíf þeirra. Það hefur því ætíð verið eitt höfuð- stefnumál okkar Sjálfstæðismanna að vinna sem bezt að þessum málum á hverjum tíma út frá því meginsjónarmiði, að einstakling- unum í þjóðfélaginu yrði gert kleift að eign- ast sínar eigin íbúðir. Forustuhlutverk Sjálfstæðismanna. Enda þótt félagsmálin hafi ekki fallið undir ráðuneyti Sjálfstæðismanna, hefur það þó at- vikazt svo, að þeir hafa átt sinn verulega þátt í þeirri þróun, sem átt hefur sér stað á sviði þessara mála á undanförnum árum og beinlínis haft forustuna um að leggja grund- völlinn að húsnæðismálalöggjöfinni, sem nú er í aðalatriðum byggt á. Forustuhlutverk Sjálf- stæðismanna hlaut einnig að vera að því leyti stærra, sem haft er í huga, að þeir hafa alltaf haft meirihlutaaðstöðu í höfuðborginnni, Reykjavík, en þar hafa húsnæðismálin og hin- ar gífurlegu íbúðabyggingar allt frá stríðs- árunum verið hvað mest áberandi af eðlileg- um ástæðum, vegna þess hvað fólksstraumur- inn hefur legið ört til Reykjavíkur og fólks- fjölgun þar almennt og í umhverfi veriðmikil. Ég vil enn minna á, að þegar Ólafur Thors myndaði samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eftir Alþingiskosn- ingarnar 1953, voru þessi mál fyrst tekin föstum tökum. Við Sjálfstæðismenn höfum lagt meginá- herzlu á eftirfarandi í kosningabaráttunni: „Það, sem mest skortir nú á í lánsfjármál- um til íbúðabygginga, er að samræma láns- fjárgetu þjóðarinnar og gæta réttlætis og jafnvægis í byggingarmálum til sjávar og sveita og milli þegnanna innbyrðis." Við stjórnarmyndunina eftir kosningar var eftirfarandi eitt meginatriði stjórnarsamn- ingsins: „Tryggt verði aukið fjármagn til íbúða- bygginga í kaupstöðum og þorpum, lögð á- herzla á að greiða fyrir byggingu íbúðarhúsa, sem nú eru í smíðum, og lagður grundvöllur að því að leysa þetta vandamál til frambúð- ar.“ Jafnframt var þá samið um að Fjárhagsráð skyldi lagt niður og sigldi í kjölfar þeirrar ákvörðunar stóraukið byggingarfrelsi. Framsókn neyddist til að vera með. Framsóknarmenn höfðu að vísu félagsmálin í sínum höndum, sem húsnæðismálin falla und- 62

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.