Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 65

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 65
ir, en forustan var engu að síður í liöndum Sjálfstæðismanna. Þetta kemur berlega í ljós, þegar athuguð er ályktun 11. flokksþings Framsóknarflokksins 1956, en þar er lýst við- horfi Framsóknarflokksins til ákvarðananna í húsnæðismálum 1953, en í samræmi við þær var húsnæðismálalöggjöfin sett 1955. í álykt- un flokksþingsins segir: „1 sambandi við nýja stjórnarmyndun undir forustu Sjálfstæðisflokksins haustið 1953, gerði sá flokkur það mál að meginatriði, er hann hafði haft efst á baugi í kosningunum að afnema sem allra örast fjárfestingaeftir- litið. Var ekki hjá því komizt, að þetta sjónar- mið yrði mjög ráðandi, ef samstarf átti að takast um þau framfaramál, er Framsóknar- flokkurinn taldi nauðsynlegt, að fram gengju.“ Við skulum ekki gleyma því, að Framsókn- arflokkurinn lét sem sagt kaupa sig til að vera með, þegar grundvöllurinn var lagðurað húsnæðismálalöggjöfinni og aukið frelsi til íbúðabygginga á þessum tíma. Meginstefna viðreisnar. 1 stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins á undanförnum árum hefur í húsnæðismálum verið lögð megináherzla á ef tirfarandi: 1. Að styðja og efla sem mest íbúðabyggingar einstaklinga í landinu. 2. Að auka stórlega opinber lán til íbúða- bygginga. 3. Að létta efnalitlum fjölskyldum að eign- ast íbúðir. 4. Að leita úrræða til þess að lækka bygging- arkostnað. Lánveitingar stöðugt farið vaxandi. Á viðreisnartímabilinu hafa opinberar lán- veitingar til íbúðabygginga aukizt meira en nokkru sinni áður. Heildarupphæð lánveitinga á vegum Húsnæðismálastofnunar ríkisins hef- ur margfaldazt og upphæð einstakra lána sömuleiðis, hvort tveggja hlutfallslega miklu meir en nemur hækkun byggingarkostnaðar. Á árinu 1955 var heimilað í lögum, að Hús- næðismálastofnun ríkisins veitti efnalitlum meðlimum verkalýðsfélaga sérstök lán til við- bótar hinum almennu lánum stofnunarinnar. Skal árlega varið 15 til 20 millj. króna af tekjum Byggingarsjóðs ríkisins í þessu skyni. Húsnæðismálatjórn ákveður lán þessi að fengnum tillögum stjórnar viðkomandi verka- lýðsfélaga. Upphæð viðbótarlána þessara má nema allt að 75.000 krónum, en þá er miðað við upphæð almennra lána 280—300 þús. kr. Á árinu 1966 var aðilum veitt slíkt viðbótar- lán samtals að fjárhæð nær 20 millj. króna. Hlutfall opinberra lána í byggingarkostnaði íbúða hefur hækkað mjög mikið á undanförn- um árum. Samkvæmt athugun, sem á þessu hefur verið gerð í Reykjavík, var hlutfall þeirra komið upp í 28,4% árið 1964, en var 8,6% árið 1958, þegar vinstri stjórnin var við völd, og má reikna með, að hlutfallið hafi ver- ið svipað annars staðar á landinu. Síðan hafa opinberar lánveitingar til íbúðabygginga al- mennt hækkað mjög mikið, svo að víst má telja, að þetta hlutfall hafi enn hækkað, auk þess sem vissum hópum húsbyggjenda hefur með lögum verið tryggt enn hærra hlutfall, eins og áður hefur verið gerð grein fyrir. Mikill hluti húsbyggjenda nýtur nú orðið einn- ig lána úr sérstökum lífeyrissjóðum, svo að stór hluti þeirra fær a.m.k. 50% byggingar- kostnaðar í föstum lánum. Það hefur verið eitt af hinum mikilsverð- ustu verkefnum ríkisstjórnarinnar á undan- förnum árum að afla fjár til hinna stórauknu íbúðalána. Byggingaráætlun láglaunafólks. Eins og kunnugt er, er nú hafinn mikill undirbúningur og framkvæmdir við áætlun um byggingu 1250 íbúða á 5 árum í samvinnu við Reykjavíkurborg samkvæmt lögum, sem sett voru á árinu 1965 og heimiluðu ríkisstjórn- inni að láta byggja hagkvæmar, ódýrar íbúðir í fjölbýlishúsum í samvinnu við hlutaðeigandi sveitarfélög og skyldi láglaunafólk í verka- lýðsfélögum hafa forkaupsrétt að íbúðum þessum og heimilað að veita meðlimum verka- lýðsfélaga lán til kaupa á íbúðum, sem nemur Yn hlutum af verðmæti íbúðanna, eða 80%. Hér er gerð tilraun til þess að byggja í stór- um stíl hús af sömu gerð og allt við það mið- að, að byggingarkostnaður geti verið sem lægstur. í samræmi við það var ákveðið að fella niður tolla af hlutum til íbúðarhúsa á sl. ári. Ekki verður spáð um það, hvernig þessi tilraun takist, en gera verður ráð fyrir, að með henni fáist úr því skorið fyrir alvöru, hvort hægt sé að lækka byggingarkostnað til 63

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.