Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 73

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 73
kvæmdaáætlun í landbúnaði 1960 fyrir tíma- bilið 1961—1970 var mörkuð æskileg fram- kvæmdastefna fyrir þessi ár. Talið var, að áætlunin væri gerð af það mikilli bjartsýni, að hún væri langt frá því að vera raunhæf. Það kemur hins vegar í ljós, að hálfnuðu þessu tímabili, að framkvæmdirnar eru miklu meiri heldur en áætlað var og gefur það til kynna dugnað og framkvæmdagetu bændanna. Fram- sóknarmenn sögðu í byrjun þessa stjórnar- tímabils, að landbúnaðarframleiðslan mundi dragast saman vegna þess að illa væri að bændunum búið. Væri þá rétt að álykta, að sæmilega hafi verið að landbúnaðinum búið seinni árin úr því að framkvæmdagetan og framleiðsluaukningin hefur farið langt fram úr því, sem bjartsýnustu menn þorðu að vona. Búnaðarfélag íslands er gömul og virðuleg stofnun. Hlutverk þess er margþætt, það á að vera leiðbeinandi og ráðgefandi. Það á að beita sér fyrir hvers konar rannsóknum og öðru því sem má verða landbúnaðinum til gagns. Á stjórnartíma Framsóknarmanna var Bún- aðarfélagið í svelti og gat ekki unnið sam- kvæmt þeim reglum, sem það vildi gera. Árið 1958 var starfsfé Búnaðarfélagsins 2,6 millj. kr. í núgildandi fjárlögum eru veittar til fé- lagsins 13,6 millj. króna. Hefur starfsemi Búnaðarfélagsins aukizt mjög og er þess vænzt, að það geti nú unnið eftir þeim regl- um, sem stjórn þess setur. Búnaðarsamböndin hafa ráðunauta og marg- þætta félagsstarfsemi með höndum. Þau voru einnig í svelti á valdatíma Framsóknar og fengu aðeins 520 þús. kr. til starfsemi sinnar síðasta valdaár Framsóknarmanna. Á árinu 1967 munu búnaðarsamböndin hafa til ráðstöf- unar um 4 millj. króna. Þess má geta, að ýms- um þykir það ekki nægilegt, þótt allir viður- kenni að mikil breyting hafi orðið til batnaðar. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins starfar samkvæmt lögum, sem sett voru 1965. En henni var ætlað mikilvægt hlutverk í tilraunum og rannsóknum. Það skal viðurkennt að sú stofn- un hefur ekki enn fengið það fjármagn, sem æskilegt er til þess að hún geti leyst af hendi það, sem henni er ætlað. En stofnunin er ung og má segja að hún sé enn í mótun og eigi framtíð fyrir sér. Framleiðnisjóður og Jarðeignasjóður. Á s.l. vetri voru samþykkt lög um Fram- leiðnísjóð Íandbúnaðarins, sem hafa í sér ný- mæli. Sjóðnum er ætlað það hlutverk að auka framleiðni og samkeppnisaðstöðu landbúnaðar- ins. Standa vonir til, að þessi löggjöf megi verða þjóðinni allri til heilla. Jarðeignasjóður landbúnaðarins var stofnaður með lögum rétt fyrir þinglokin. Hlutverk Jarðeignasjóðs er að kaupa upp jarðir, sem illa eru í sveit settar og ekki hafa góð skilyrði til búrekstrar. Það er vitanlegt að ýmsar jarðir eru þannig að ekki er mögulegt fyrir ábúandann að búa sér sæmi- leg lífskjör við þá aðstöðu, sem jörðin getur veitt. Slíkar jarðir eiga að fara í eyði og leggj- ast undir önnur býli. Lög um landgræðslu og gróðurvernd eru svo ný af nálinni. Með þeim lögum er ekki síður lögð áherzla á gróðurvernd til uppgræðslu. Fjármagn til landgræðslunnar hefur verið margfaldað og standa vonir til að árangurinn verði í samræmi við það. Það er nauðsynlegt að hefta uppblástur og vernda gróður landsins. Um það eru allir sammála þótt fjármagn til þessara mála hafi ávallt ver- ið lítið fram á seinni ár. Skógræktin hefur einnig fengið aukin f járráð og er stöðugt unn- ið að skógræktarmálum undir stjórn skóg- ræktarstjóra. Lög um skjólbelti voru afgreidd á síðasta þingi, og gera ýmsir sér vonir um, að gott muni leiða af þeirri lagasetningu. Mikilvæg framtíðaratvinnugrein. Mikið er nú talað um fiskirækt og þá sér- staklega lax og sjóbirting. Veiðimálastofnun og veiðimálastjóri hafa verið starfandi hér á landi í meir en 20 ár og áreiðanlega hefur margt gott af því leitt. En fjárskortur hefur hamlað æskilegri starfsemi og má geta þess, að 1958 veittu Framsóknarmenn aðeins 300 þús. kr. til veiðimála úr ríkissjóði. Á núverandi fjárlögum eru 2,6 millj. króna ætlaðar til þess- arar starfsemi. En auk þess er rífleg fjárveit- ing til fiskeldisstöðvarinnar í Kollafirði. í byggingu þeirrar stöðvar var ráðizt 1963, og hefur kostnaður við hana orðið um 20 millj. króna. Eru miklar vonir tengdar við fiski- ræktarstöðina. Hún er rekin sem tilraunastöð og leiðbeiningastöð fyrir allt landið. Til- koma stöðvarinnar í Kollafirði hefur vakið almennan áhuga um fiskirækt. Islenzkar ár og stöðuvötn eru vel fallin til fiskiræktar. Lax- og silungseldi verður mikilvægur fram- tíðaratvinnuvegur í landinu. 71

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.