Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 79

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 79
hafi haft mismunandi aðstöðu til þess að koma þeim sjónarmiðum fram, jafnvel þótt hann hafi átt aðild að ríkisstjórn. Til þess að ná því grundvallarstefnumiði að tryggja efnahagslegt öryggi og sjálfstæði allra þjóðfélagsborgara hefur flokkurinn viljað marka efnahagsmála- stefnu, er stuðlaði að festu og jafnvægi, sem forsenda frjálsra viðskipta, og eðlilegum vaxt- ar- og starfsskilyrðum heilbrigðs atvinnu- rekstrar í þjóðfélaginu og fylgja þeirri stefnu í fjármálum ríkis- og sveitarfélaga, að borgur- unum og atvinnufyrirtækjum þeirra væri ekki ofþyngt í opinberum gjöldum, en jafnframt séð fyrir því, að ríki og sveitarfélög gætu haldið uppi nauðsynlegri þjónustu við þjóðfélags- borgarana, svo sem nútima menningarþjóðfélag krefst, stuðlað að menningu og verklegum framförum og síðast en ekki sízt tryggt efna- hagslega afkomu þeirra, sem ekki hafa sjálfir aðstöðu til að sjá sér farborða. Allt frá því Sjálfstæðisflokkurinn var kvadd- ur til þess að eiga aðild að ríkisstjórn árið 1939, hefur hann haft forustu um eða tekið jákvæða afstöðu til sérhverrar viðleitni í þá átt að tryggja heilbrigða þróun efnahags- og fjármála þjóðarinnar. Því miður hefur ár- angur ekki ætíð orðið, eins og að var stefnt, og sumar hinar fjármálalegu aðgerðir ekki verið með þeim hætti, sem flokkurinn hefði tal- ið æskilegt, en þrotlaust hefur þó verið að því unnið að skapa þjóðinni sem víðtækastan skiln- ing á gildi þeirrar grundvallarstefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn telur farsælasta í efna- hags- og fjármálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú samfellt á áttunda ár haft forustu í ríkisstjórn og þar með stjórn fjármála og efnahagsmála. Á þessu tímabili hefur það gerzt, sem er sérstök ástæða til að gleðjast yfir, að efnahagskerfið hefur þróazt mjög í þá átt, sem við höfum ætíð talið happasælast að stefna í, og í annan stað er fengin ótvíræð staðfesting og reynsla fyrir því, að rétt er stefnt í meginefnum. Með hófsam- legri skattheimtu, frelsi í viðskiptum og fram- kvæmdum, samhliða nauðsynlegu aðhaldi í pen- ingamálum til tryggingar viðskiptafrelsinu og trausti þjóðarinnar út á við, hefur þjóðin stig- ið, síðustu árin, stærri skref á framfarabraut sinni en nokkru sinni áður. Mun ég hér á eftir draga fram þær staðreyndir, er höfuðmáli skipta til skýringar á þessari ánægjulegu þró- un. Skattakerfið hvetur til fjármunamyndunar í fyrirtækjum. Skattamálin hafa löngum verið í miklum ólestri og í senn virkað lamandi á framtak og framkvæmdir og leitt af sér stórfellda spill- ingu. Yar þegar, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við fjármálastjórninni 1959, hafizt handa um víðtækar endurbætur á skattakerfinu. Hef- ur í áföngum verið unnið að þessum umbótum og er óhætt að fullyrða, að í dag er orðin ger- breyting til batnaðar í þessum efnum, þannig að skattheimta ríkisins fyrst og fremst og raunar einnig sveitarfélaganna er miklum mun hófsamlegri en áður. Skattakerfið allt hefur verið gert stórum einfaldara, gerbreyt- ing hefur orðið á stjórn og skipulagi skatt- heimtunnar, semtryggir aukið samræmi og rétt- læti og markvisst hefur verið unnið að því síðustu árin að útrýma skattsvikaspillingunni. Forsenda þess, að auðið væri með virkum hætti og almennum skilningi borgaranna að hefja kerfisbundnar aðgerðir gegn skattsvikum, var breyting skattheimtunnar í hófsamlegra horf, því að áður átti þjóðfélagið sjálft með óhóf- legri og ósanngjarnri skattheimtu beinlínis ríkan þátt í því að neyða marga þjóðfélags- borgara til skattsvika, ekki sizt, þegar um ein- hvern atvinnurekstur var að ræða. Nú eru skattaálögur með þeim hætti, að engin afsökun er lengur fyrir því að tíunda ekki rétt til skatts, og hafa skattabreytingar síðustu árin ekki hvað sízt haft í för með sér stórfelldar hagsbætur fyrir atvinnureksturinn og skatta- kerfið beinlínis hvetur til fjármunamyndunar í fyrirtækjum, sem er hin brýnasta nauðsyn. Skattlagning einstaklinga er einnig það hóf- samleg nú, að hún á ekki að draga úr vinnu- áhuga manna, eins og áður var, og mikilvægar umbætur hafa orðið i sambandi við skatt- greiðslur hjóna og á mörgum öðrum sviðum. Þótt þess sé víst aldrei að vænta, að menn séu ánægðir með að greiða skatta, þá hygg ég mega ótvirætt fullyrða, að núgildandi skatta- löggjöf stefni öll í jákvæða átt, stuðli að auknu framtaki og vinnusemi og sá dagur nálgist einnig óðum, að spilling skattsvikanna sé úr sögunni og þar með þau rangindi, sem þe:m hljóta ætíð að fylgja fyrir aðra skattborgara. Beinir skattar hér á landi, miðað við þjóðar- framleiðslu, eru nú mildum mun lægri en hjá flestum eða öllum hinum svokölluðu háþróuðu iðnaðarlöndum. 77

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.