Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 81

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 81
» löndum. En hins vegar, og það skiptir höfuð- máli, þá leiðir tollastefna Efnahagsbandalags- ins og Fríverzlunarbandalagsins til þess, að við verðum með einhverjum hætti að ná samn- ingum við þessi bandalög um veruleg tollfríð- indi fyrir útflutningsframleiðslu okkar, ef við eigum að geta reynzt samkeppnisfærir í þess- um löndum, án þess að neyðast til að lækka verulega verð útflutningsframleiðslunnar, sem hlyti að leiða til beinnar kjaraskerðingar fyr- ir alla þjóðina. Slíkum samningum er vitan- lega útilokað að ná nema veita þjóðum þessum gagnkvæm fríðindi varðandi framleiðslu þeirra, sem fyrst og fremst er iðnaðarvarning- ur. Þetta er mál, sem ríkisstj órnin hefur haft í rækilegri athugun síðustu árin, lagt ríka á- herzlu á að kynna málstað okkar, bæði Efna- hagsbandalagslöndunum og EFTA-löndunum og gerzt aðili að alþjóðatollamálastofnuninni til þess að geta betur komið sjónarmiðum okk- ar á framfæri. Er hér um að ræða eitt mesta vandamál á efnahagssviðinu, sem við stöndum nú andspænis. Kerfisbundnari aðgerðir hafa verið gerðar nú síðustu árin en áður, til þess að uppræta ólöglegan innflutning. Engar ákveðnar reglur höfðu verið til um tollfrjálsan innflutning ferðamanna og farmanna, þannig að í reynd var sérhver slíkur innflutningur löglaus, en hafði þó þróazt um langt skeið meira og minna kerfislaust. Var því leitað lagaheimildar hjá Alþingi til þess að heimila slíkan innflutning í samræmi við alþjóðareglur, og síðan sett reglugerð, sem þó er í ýmsum greinum rýmri en annars staðar, til þess að ekki þyrfti um of að skerða þau fríðindi, sem áður höfðu verið látin viðgangast hjá ýmsum aðilum í þessu sambandi. Þvi er ekki að leyna, að reglur þess- ar ollu vissri óánægju, en ég vona þó, að við nánari ihugun geri allir sér grein fyrir þvi, að útilokað var með öllu að láta slíkan inn- flutning þróast með þeim hætti, sem gerzt hafði og setja varð samræmdar reglur, sem ekki verða séð nein skynsamleg rök fyrir að ætlast til að séu miklum mun rýmri en tíðkast hjá öðrum þjóðum. Stóraukin sala Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins síðastliðið ár þyk- ir ótvirætt benda í þá átt, að við tilkomu reglu- gerðar þessarar hafi verulega dregið úr ólög- legum innflutningi á áfengi og tóbaki. Lögð hefur verið mikil óherzla á það, að styrkja og efla tollgæzluna og koma betri skipan á inn- heimtu tolla, sem því miður hafði verið í nokkr- um ólestri sums staðar á landinu. Traustur hagur ríkissjóðs. Þegar litið er á tímabilið frá 1959 í heild, má segja, að fjárhagur ríkissjóðs hafi verið traustur allt þetta tímabil, þótt á því séu nokkrar sveiflur frá ári til árs, svo sem óhjá- kvæmilegt er. Stjórnarandstæðingar hafa mjög haldið á lofti mikilli hækkun fjárlaga þessi ár. Er það að vísu rétt, að krónulega hafa fjárlög aldrei hækkað jafn mikið, en hlutfalls- lega er þó ekki um meiri hækkun að ræða frá ári til árs en oft áður, heldur hefur hækkun- in oft verið mun meiri. Þróunin í verðlags- og kaupgjaldsmálum hefur leitt af sér stór- felldan útgjaldaauka fyrir ríkissjóð, sem óum- flýjanlegt hefur verið að mæta. Ymis fram- faralöggjöf á þessu tímabili hefur leitt til nýrra útgjalda, en einna mestar hækkanir hafa þó orðið á þeim greinum fjárlaga, þar sem um er að ræða fé, sem veitt er aftur út til þjóðfélagsborgaranna, en gengur ekki til þarfa ríkisins í þrengri merkingu, en það eru annars vegar greiðslur vegna félagsmála og almanna- trygginga og hins vegar vegna niðurgreiðslna á vöruverði og útflutningsbóta, Ef það skal meta, hvort um óeðlilega hækkun hafi verið að ræða á útgjöldum ríkisins, sem að sjálfsögðu er veiga- mikið að gera sér grein fyrir, þá verður fyrst og fremst að gera sér grein fyrir því, hvort álög- urnar á þjóðfélagsborgarana hafa hlutfalls- lega þyngzt miðað við þjóðartekjur og greiðslugetu þeirra. Kemur þá ótvírætt í Ijós, að svo er ekki. Eg hefi áður á það minnt, að þungi beinna skatta hefur beinlínis minnkað. Söluskattur hefur hins vegar komið til skjal- anna í vaxandi mæli, en þannig er þó ástatt í dag, að söluskattur er lægstur á Islandi af öllum Norðurlöndunum, og þótt víðar sé leitað. Tolltekjur hafa vaxið, en það er fyrst og fremst vegna stóraukinna viðskipta og inn- flutnings, en ekki vegna hækkunar tolla, held- ur hafa tollar á fjölmörgum vörutegundum beinlínis verið lækkaðir. Ríkisbáknið, en svo nefna menn gjarnan stjórnsýslu rikisins og starfsmannahald, hefur síður en svo aukizt óeðlilega, og margvíslegar ráðstafanir hafa beinlínis verið gerðar til þess að spyrna fót- um við allri útþenslu þess, sem nokkur leið er að komast hjá. Hins vegar verður ríkið 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.