Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 85

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 85
ancli ríkisstjórnar, þá er jtað útilokað nema grípa til beinna ríkisafskipta og hafta þann- ig að sé eitthvað að baki þeim fullyrðingum Framsóknarmanna, að á þessu sviði þurfi nýja stefnu, þá hljóta þeir að eiga við fjárfesting- arhöft með öllu því fargani, sem af þeim leiddi á sínum tíma, spillingu og margvíslegri rangsleitni. Höft, sem fullyrða má, miðað við fengna reynslu, að muni leiða af sér meira tjón en gagn fyrir þjóðfélagið. Framkvæmdaáætlanir. fyrir einstaka landshluta. Til viðbótar þessari almennu áætlanagerð um framkvæmdir í landinu hefur ríkisstjórn- in hafizt handa um að láta gera sérstakar framkvæmdaáætlanir fyrir einstaka lands- hluta með það í huga að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Hafa byggðajafnvægismálin fyrst í tíð þessarar ríkisstjórnar verið tekin föstum tökum, um leið og reynt hefur verið að leggja grundvöll að skipulags- bundnum vinnubrögðum á þessu sviði. Reynsl- an undanfarin ár hefur ótvírætt leitt í ljós, að það er alls ekki nóg að stuðla að nægri atvinnu fyrir fólkið víðs vegar um land- ið, því að bætt efnahagsafkoma leiðir beinlínis af sér auknar kröfur um aukin þægindi á öðr- um sviðum, bæði félagslega og menningarlega. Varðandi atvinnuuppbyggingu viðs vegar um landið, hafa samgöngurnar einnig grundvall- arþýðingu, þannig að hér er um fjölþætt vanda- mál að ræða. Fyrsta áætlunin á þessu sviði, sem hrundið hefur verið í framkvæmd, er sam- gönguáætlun Vestfjarða, sem þegar hefur skil- að miklum árangri. Og rammaáætlun hefur einnig verið gerð um atvinnuuppbyggingu þess landshluta. Vegna langvinns aflabrests fyrir Norðurlandi hefur verið við verulega at- vinnuörðugleika að stríða þar á ýmsum stöðum síðustu árin, og í sambandi við kjarasamn- inga við verkalýðsfélögin á Noi'ðurlandi og Austurlandi 1965 var ákveðið að hefjast handa um gerð framkvæmdaáætlunar fyrir Norður- land og hefur af fullum krafti verið unnið að þeirri áætlun síðan. Jafnóðum og einstakir þættir hennar hafa verið tilbúnir, hefur At- vinnujöfnunarsjóður fengið þá til hliðsjónar við ákvörðun lánveitinga á því svæði. Vitan- lega er slík áætlanagerð mikið verk og skiptir miklu máli, að það sé vandlega unnið. Mun því enn taka nokkurn tima að ljúka heildaráætlun fyrir Norðurland, en það er fyrsta byggða- jafnvægisáætlun hér á landi, sem algjörlega er unnin af íslenzkum sérfræðingum. Hygg ég að ótvírætt megi fullyrða, að þeir séu vel til þess færir og Efnahagsstofnunin hafi bæði á þessu sviði og mörgum öðrum sannað tilverurétt sinn og hæfileika þeirra manna, sem þar vinna. Með tilkomu Atvinnujöfnunarsjóðs hefur reynzt auðið að stuðla að byggðajafnvægis- framkvæmdum í miklu stærri stíl en áður, og verður unnið að því að breikka þann grund- völl, eftir því sem framkvæmdaáætlanir liggja fyrir. Atvinnujöfnunarsjóði hefur til frambúð- ar verið tryggður öruggur tekjustofn, þar sem eru skattgreiðslur álbræðslunnar og auk þess hefur sjóðurinn víðtækar lántökuheimild- ir. Má ætla að auðið reynist að afla fjár til ýmissa þátta í framkvæmdaáætlunum þessum, svo sem varð með samgönguáætlun Vestfjarða. Tilkoma Atvinnujöfnunarsjóðs og gerð fram- kvæmdaáætlana fyrir hina ýmsu landshluta er enn ein staðfesting á því, hversu haldlausar eru þær ásakanir, að allar framkvæmdir hér á landi hafi verið látnar þróast skipulags- og kerfislaust. Efling stofnlánasjóðanna. I sambandi við efnahagsþróunina og upp- byggingu atvinnulífs er að sjálfsögðu nauðsynlegt að treysta sem bezt stofnfjárlána- sjóði atvinnuveganna og í þeim efnum hafa stórátök verið gerð á síðustu árum. Munu flestir einna helzt harma það nú, að slík átök skuli ekki hafa verið gerð fyrir löngu. Fyrsta mikilvæga framkvæmdin á þessu sviði var end- urskipulagning stofnlánasjóða landbúnaðarins, sem síðustu árin hefur lagt grundvöll að fjár- festingalánveitingum til landbúnaðarins, sem gersamlega hefðu verið óhugsandi að óbreyttu kerfi. Hefðu þeir menn, sem lengst af hafa viljað láta telja sig sérstaka vini landbúnaðar- ins, haft frumkvæði um slika endurskipulagn- ingu þessara lánastofnana, meðan þeir réðu þeim málum, þá hefði verið auðið að veita nú enn hærri lán til fjárfestingar í sveitum. Fiskveiðasjóður íslands hefur verið byggður upp af sjávarútveginum sjálfum, en útvegs- menn hafa jafnan haft skilning á því, að það þjónaði þeirra hagsmunum að leggja fé til þess sjóðs. Ríkissjóður leggur nú verulegt framlag til Fiskveiðasjóðs árlega á móti fram- lagi sjávarútvegsins, og á síðastliðnu ári var 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.