Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Síða 86

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Síða 86
gerð grundvallarbreyting á stofnlánakerf i sjávarútvegsins með sameiningu Stofnlána- deildar og Fiskveiðasjóðs. Þá hefur og síðustu árin orðið gerbylting í starfsemi Iðnlánasjóðs og fjáröflun til hans bæði með hækkun ríkis- framlags og framlags frá iðnaðinum sjáflum. Ennfremur hefur verið settur á laggirnar sérstakur lánasjóður sveitarfélaga, ferðamála- sjóður og síðast Stofnlánadeild verzlunarfyr- irtækja, en til uppbyggingar og fjárfestingar í verzlun hefur hingað til enginn sjóður lánað neitt. Með löggjöfinni um framkvæmdasjóð, hefur síðan endahnúturinn verið bundinn á kerfisbundna uppbyggingu lánasjóða atvinnu- veganna, en framkvæmdasjóðurinn á að ann- ast milligöngu um fjáröflun vegna fram- kvæmdaáætlunar ríkisins ár hvert, þ. á m. til umræddra stofnlánasjóða, og gæta þess, að fjárfestingarféð, sem til ráðstöfunar er á hverjum tíma sé sem hagkvæmast notað fyrir þjóðfélagið. Þessar ráðstafanir allar hafa grundvallarþýðingu fyrir efnahags- og fjár- málakerfi þjóðarinnar. Góð afkoma ríkissjóðs forsenda verðstöðvunar. Á árinu 1963 var verulegur greiðsluafgang- ur hjá ríkissjóði og var þá ákeðið að leggja til hliðar 100 millj. kr. til þess að mæta væntan- legum áföllum. Skjótt kom í ljós, að þessi ráð- stöfun hafði verið skynsamleg, því að þegar á árinu 1965 varð mikill greiðsluhalli hjá ríkis- sjóði eða um 250 millj. kr., og þrátt fyrir ýmsar ráðstafanir, sem þegar voru gerðar á því ári, til þess að bæta afkomu ríkissjóðs, varð enn greiðsluhalli á árinu 1965, sem nam rúmum 90 millj. kr. Árið 1966 hefur afkoma ríkissjóðs hins vegar orðið betri en nokkru sinni áður og gireiðsluafgangur ríkissjóðs orðið 474 millj. kr. Þessi mjög hagstæða af- koma ríkissjóðs hefur gert mögulegt að greiða að fullu rekstrarhalla áranna 1964 og 1965, ef notaðar eru einnig þær 100 millj. kr., sem geymdar voru frá árinu 1963. Er því aftur komið jafnvægi á í viðskiptum ríkissjóðs og Seðlabankans, en það er hin brýnasta nauð- syn á þenslutímum, að ekki sé um greiðslu- halla að ræða hjá ríkissjóði. Til þess að menn gerisér enn gleggri grein fyrir því, hversumik- ilvæga þýðingu góð afkoma ríkissjóðs hefur fyrir efnahagskerfið í heild og fyrir atvinnu- vegina, má á það benda, að á sl. ári námu lánveitíngar bankanna, þrátt fyrir aÍÍar kvart- anir um ófullkomin lán, yfir 200 millj. kr. hærri upphæð en öll aukning innlána var á sama tíma. Þessi óeðlilega útlánaaukning bank- anna hefði getað haft mjög alvarleg áhrif í efnahagskerfinu, ef ekki hefði komið til mót- vægis hin mjög góða afkoma ríkissjóðs. Hin góða afkoma ríkissjóðs á sl. ári hefur því beinlínis valdið því, að bankakerfinu reyndist auðið það ár að verja til atvinnuveganna mun meira fé en ella hefði verið auðið að gera. Má því ekki vanmeta þýðingu þess, að góð af- koma sé hjá ríkissjóði. Ekki síður er það þó mikilvægt, að þessi góða afkoma ríkissjóðs á síðastliðnu ári er blátt áfram forsenda þeirr- ar verðstöðvunarstefnu, sem ríkisstjórnin nú hefur markað og á áreiðanlega almennings- hylli, samhliða því, að orðið hefur að hækka niðurgreiðslur um hundruð milljóna til þess að halda verðlagi í skefjum. Þá hefur verðfall útflutningsframleiðslunnar valdið því, að til viðbótar hefur ríkið orðið að leggja fram álíka fjárhæð til stuðnings sj ávarútveginum. Hefði einhvern tíma þótt í frásögu færandi, ef auðið hefði verið að gera slíkar tvíhliða ráð- stafanir, er námu svo stórkostlegum fjárhæð- um, án þess að þurfa að grípa til neinnar nýrrar skattálagningar. Aukið athafnafrelsi og frjáls verzlun. Aukið athafnafrelsi og frjáls verzlun hefur verið eitt höfuðeinkenni viðreisnartímabilsins, og hefur hvort tveggja átt sinn stóra þátt í að bæta lífskjör þjóðarinnar. En grundvöllur þessara mikilvægu framfara er ákveðin stefna í peningamálum, fjármálum ríkisins og efna- hagsmálum almennt. Er nauðsynlegt að leggja á þetta ríka áherzlu vegna þess einmitt, að á þessu sviði er mjög reynt að villa um fyrir mönnum. Frelsi í athöfnum og viðskiptum koma ekki af sjálfu sér, það þekkjum við af langri reynslu hafta og vandræða. Þegar nú- verandi stjórnarstefna var mörkuð, þá var traust þjóðarinnar erlendis þrotið og lán með eðlilegum hætti var hvergi auðið að fá. Vegna skynsamlegra efnahagsráðstafana 1960 tókst að fá stuðning alþjóðlegra fjármálastofnana til þess að koma á frjálsum viðskiptum í land- inu og auknu athafnafrelsi. Árangur þessarar stefnu varð sem menn höfðu vonað, þannig að á skömmum tíma tókst að endurgreiða öll þau gjaldeyrislán, sem fengin voru í sambandi við 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.