Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 87

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 87
þessar aðgerðír. Síðan hefur smám saman Ver- ið byggður upp gjaldeyrisvarasjóður, sem nú nemur um 2000 millj. kr. Sumir láta sér að vísu fátt um finnast þennan sjóð og gera jafnvel til- lögur um það, að honum verði skipt niður og eytt í skyndingu til ýmissa framkvæmda í landinu. Er þá væntanlega um leið talið auð- ið að losa bundna féð, sem Seðlabankanum er nauðsynlegt til þess að geta haldið í gjald- eyrisvarasjóðinn, því að stöðugt hefur verið hamrað á því af stjórnarandstöðunni að losa eigi bundna féð og lækka vexti. Hér er um svo dæmalausa glópsku að ræða, að ekki er hægt annað en álita, að greindir menn tali gegn betri vitund, þegar þeir halda fram slíkum kenningum. Gjaldeyrisvarasjóðurinn, en tilvist hans byggist á innlánsbindingunni, er eitt traustasta haldreipi þjóðarinnar og undir- staða þess, að hún geti byggt upp atvinnulíf sitt og notið eðlilegs lánstrausts á erlendum mai-kaði, sem til þess þarf að afla fjár til þeirra margvíslegu framkvæmda, sem við er að fást hverju sinni. An þessa gjaldeyrisvara- sjóðs og þeirrar efnahagsstefnu, sem hefur lagt grundvöll að honum, hefði ekki tekizt að byggja upp þann stóra fiskiskipaflota, sem keyptur hefur verið til landsins síðustu árin og fyrst og fremst er keyptur fyrir erlent láns- fé. Það hefði heldur ekki verið hægt að tryggja þau stórlán erlendis, sem fengin hafa verið til stórvirkjana hér á landi, sem er lífsnauð- syn, ekki aðeins fyrir stóriðju, heldur allt atvinnulíf í landinu. Og einmitt nú, þegar stór- verðfall er á höfuðútflutningsframleiðslu þjóðarinnar, þá sannar gjaldeyrisvarasjóður- inn bezt mikilvægi sitt. Hvar halda menn, að við hefðum staðið, ef slíka verðlækkun hefði að höndum borið fyrir átta eða níu árum síðan? Þá hefði þegar í stað orðið að grípa til enn strangari innflutningshafta til viðbótar þeim, sem þegar voru fyrir, og jafnvel til skömmt- unar. í dag gerir þessi mikilvægi gjaldeyris- varasjóður hins vegar mögulegt að leyfa áfram fullt frelsi í viðskiptum og athafnalífi, þrátt fyrir hið mikla verðfall útflutningsframleiðsl- unnar, og vegna góðrar afkomu rikissjóðs er hægt að mæta þessum mikla vanda inn á við, án þess að grípa þegar í stað til kjaraskerð- ingar, sem ellahefði orðið óhjákvæmileg. Vitan- lega mun frambúðarverðlækkun útflutnings- framleiðslu þjóðarinnar til lengri tima gera kjaraskerðingu óhjákvæmilega í einhverri mynd. En eínmitt efnahags- og fjármálastefn- an undanfarin ár gerir þjóðinni mögulegt að mæta þessum alvarlegu áföllum um skeið án þess að grípa til neinna neyðarráðstafana. Takist, í framhaldi af verðstöðvuninni, að ná skynsamlegu samkomulagi um kjara- og verð- lagsmál og takist jafnframt að ná samkomu- lagi um frambúðarskipulag þess verðjöfnunar- sjóðs, sem nú hefur verið stofnaður til þess að mæta verðsveiflum í sjávarútveginum, og takist að fá áframhaldandi stuðning þjóðar- innar við þá fjármála- og efnahagsmálastefnu, sem fylgt hefur verið undanfarin ár og sem hefur sannað bezt ágæti sitt nú, er ekki ástæða til þess að álíta, að þjóðin þurfi að kvíða framtíð sinni og að ekki takist að halda áfram af fullum krafti því uppbyggingarstarfi, sem unnið hefur verið að síðustu árin. Það er því vissulega mikilvægt fyrir örlög þjóðarinnar, að hún misstígi sig ekki í næstu kosningum. Þokukenndur boðskapur stjórnarandstæðinga. Stjórnandstæðingar fordæma núverandi stjórnarstefnu, en það sem verst er, er, að þeir hafa ekki upp á neitt að bjóða í staðinn. Kommúnistar eru að sjálfsögðu þess ekki um- komnir að marka neina þá stefnu, er samkomu- lag gæti orðið um. Framsóknarflokkurinn for- dæmir allt sem gert hefur verið, og talar um nauðsyn þess að gerbreyta um stefnu, taka upp nýja stefnu, fara nýjar leiðir, hina leið- ina. En eftir að hafa reynt að marka þessa nýju stefnu í átta ára stjórnarandstöðu, þá er hin leiðin í dag nákvæmlega eins þoku- kennt hugtak og þriðja leiðin í síðustu kosningum. Nýjasta skilgreining á þessari stefnu er stefnuræða formanns Framsóknar- flokksins á nýafstöðnu flokksþingi. Mun leit- un að jafnþokukenndum boðskap. Þar var ekki bitastætt á neinu og þótt formaðurinn teldi sig þess umkominn að fordæma allt, sem gert hefði verið síðustu árin, þá voru honum úr- lausn vandamálanna ekki ljósari en svo, að ef flokkurinn fengi völdin, að kosningum lokn- um, þá átti það að verða fyrsta verkið að kveðja til úrvalsmenn af ýmsum sviðum þjóð- lífsins til þess að segja fyrir um það, hvað gera skyldi. Það virðist því nánast svo, að næststærsti flokkur þjóðarinnar geri sér ekki meiri grein fyrir sinni eigin stefnu í þjóð- málum en svo, að hann lifi í þeirri von, að einhver ofurmenni muni geta, ef á þarf að 85

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.