Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Side 9
Myndl.
Hlutfallsleg fólksfjölgun eftir landsvceðum milli áranna 1970 og 1975.
Landsmeðaltalið er 7% ogskyggðu fletirnir sýna landsvæði, þarsemfólksfjölg-
un er undir landsmeðaltali.
Hlutfallsleg fólksfjölgun eftir landsvæðum milli áranna 1975 og 1980.
Landsmeðaltalið er 4,6% og skyggðu fletirnir sýna landsvæði, þar sem fólks-
fjölgun er undir landsmeðaltali.
skipta líka miklu máli
aðgerðir hins opinbera, staðarval
fyrirtækjao.fl.
Með sömu rökum er hægt að
halda áfram og segja, að ef gert er
skipulag fyrir alla landshluta án
samræmingar, gæti útkoman orð-
ið sú, að landsmönnum þyrfti að
ljölga um 4-6% á ári í stað rúm-
lega 1%, ef allar spár eiga að ræt-
ast.
M.a. til að reyna að koma í veg
fyrir þetta, er í mörgum ná-
grannalöndum okkar unnið
landsskipulag, sem í vestrænum
löndum er reyndar ekki skipulag
í þeim skilningi, að þar sé sagt
fyrir um hvernig hlutirnir eiga að
verða, heldur fyrst og fremst
samantekt á áætlunum, sem unn-
ar eru í ráðuneytum og ríkisstofn-
unum. Hlutverk landsskipulags-
ins verður þannig að raða þessum
áætlunum saman í eina heildar-
mynd, sem yrði um leið rammi
fyrir skipulagsvinnu á næstu stig-
um þ.e. landshluta- og aðalskipu-
lags.
Nú þegar eru unnar hér á landi
margs konar áætlanir, sem ná til
landsins alls. Þannig er nú farið
að gera vegaáætlun til 12 ára,
hafna- og flugvallaáætlanir eru til
fjögurra ára og orkuöflunaráætl-
un 20 ár fram í tímann svo eitt-
hvað sé nefnt.
Þá er væntanleg áfangaskýrsla
nefndar um staðaval stóriðju og
unnið að áætlun um upp-
byggingu heilbrigðisþjónustu..
Gera á nýja landgræðsluáætlun,
unnar hafa verið atvinnuvegaá-
ætlanir og spáð er um mann-
fjölda- og mannaflaþróun til
aldamóta.
Af nógu virðist því vera að taka
og álit margra að nóg sé að gert,
þó ekki sé verið að auka pappírs-
flóðið með því að bæta við lands-
skipulagi.
Hitt held ég hins vegar, að sé
reynsla flestra þeirra, sem vinna
að skipulagsmálum, að þó svo að
vitað sé um tilvist hinna margvís-
legustu upplýsinga, sem nauð-
synlegar eru við gerð skipulags,
þá er ekki hlaupið að því að nálg-
ast þær og fer oft uppundir 80%
tímans í að safna þeim saman og
vinna úr þeim áður en hægt er að
nota þær.
Það yrði því mikill sparnaður
fólginn í því, að komið yrði á fót
stofnun, sem hefði það verkefni
að vera upplýsingabanki þeirra
sem vinna að áætlanagerð og um
leið samræmingaraðili á niður-
stöður þeirra. I núverandi kerfi
ætti slík stofnun heima einhvers
staðar mitt á milli Skipulags ríkis-
ins og Framkvæmdastofnunar. í
því sambandi er einmitt hægt að
benda á dæmi þess að á vegum
skipulagsstjórnar ríkisins sé verið
að vinna að aðalskipulagi fyrir á-
kveðinn þéttbýlisstað og að hjá
Framkvæmdastofnun sé um leið
verið að gera byggðaþróunar-
áætlun fyrir sama stað án þess að
teljandi samband sé haft þar á
milli. Þar er því verið að vinna
sömu hlutina í tvígang. Þess
vegna er nauðsynlegt, að sett
verði í skipulagslög nánari ákvæði
um framkvæmd héraða- og
landshlutaskipulags og bætt inn
lögum um landsskipulag, þar sem
m.a. verði kveðið á um nauðsyn-
lega samtvinnun á eðlisrænu
skipulagi og hagrænni áætlana-
gerð.