Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Qupperneq 19

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Qupperneq 19
Erindi Sigurðar Guðmundssonar, áætlana- fræðings: Stjórnun landnotkunar. í hu'gum margra fjallar skipu- lag bæja um hvar vera skuli götur og hvar hús. Þetta er að sjálfsögðu rétt og víða gildir jafnframt að slík verklýsing er sú sem næst því kemst að vera hin rétta. Skipulag þarf þó að fjalla um ýmislegt fleira og það er um hluta af því sem hér verður reynt að fjalla um í stuttu máli. Því má lýsa út frá verklíkaninu, sem fyrst var sett fram um götur og hús: því til við- bótar getur verið gagnlegt að fjalla um það hvað fram fer í hús- unum. Það er oft á tíðum ekki einasta gagnlegt til að stuðla að betra bæjarlífi, heldur einnig nauðsynlegt, eins og að mun vikið hér áeftir. Það sem fram fer á landi kallað landnotkun, eins og nánar verður skilgreint hér á eftir. Hér skal fjallað um skipulaglandnotkunar og stjórnun hennar. Slíkt skipu- lag og stjórnun á sér ekki sterkar rætur í hérlendri vinnuhefð. Is- lenzk skipulagslög fjalla nær ekk- ert um skipulag landnotkunar. Þetta er ekkert undarlegt og ekki við neinn að sakast. Þéttbýlisþró- un undanfarinna áratuga hefur einkennzt af nýbyggingum úr varanlegum efnum á tiltölulega lítt takmörkuðu landrými. Nauð- syn á skipulagi og stjórnun land- notkunar kemur ekki að fullu í ljós fyrr en fullbyggð hverfi taka að breytast verulega í tímans rás, þegar byggingar fara að úreldast og er breytt, eða þær rifnar og aðrar byggðar í þeirra stað. Þá verða nýjar vinnuaðferðir einnig nauðsynlegar þegar þéttbýlis-. staðir taka að vaxa saman eins og átt hefur sér stað hér á höfuð- borgarsvæðinu. Hér mun verða reynt að gera grein fyrir skoðun minni á því hvernig að slíkri stjórnun og skipulagi landnotkunar eigi að standa. Til þess að hægt sé að ræða af skynsemi um þetta efni þarf að fjalla um nokkur grundvallar- atriði er varða tilgang, markmið og hlutverk þessarar tegundar íh- lutunar í frjálsa ákvarðanatöku einstaklinga um byggingar sínar og lóðir og þau not, sem þeir hafa af þeim. Setja má fram þrjár spurningar og sjá hvert komizt verður þegar þeim hefur verið svarað. 1. Hvað er það sem stjórna á? 2. í hvaða augnamiði á að stjórna? 3. Hvernigáaðstjórna? I hinni fræðilegu umfjöllun sem hér fylgir er mjög byggt á verkum F. Stuart Chapin. Ef reynt er að leita svara við fyrstu spurningunni er bezt að líta á borgina í þrennu lagi og sjá hvernig hver þriggja þátta hefur áhrif á landnotkun. 1. Athafnaaðilar (activity ag- ents) — einstaklingar og fjöl- skyldur við athafnir s.s. heimilisstörf, í verzlunar- ferðum, heimsóknum til vina, í tómstundum o.s.frv. — fyrirtæki: við vörufram- leiðslu, þjónustu. — stofnanir: við menntun, aðhlynningar sjúkra, götu- hreinsun 2. Framkvæmdaaðilar (devel- opmentagents) — byggingarfyrirtæki — einstaklingar — eigendur fasteigna og lands 3. Náttúrufarsþættir (envir- onmental agents). — lífrænar breytingar: vöxtur plantna. — ólífrænar breytingar: vatnsrof, vindrof, o.s.frv. Allir þessir aðilar eru þátttak- endur í hinu síbreytilega kerfi, sem myndar eina borgarheild. Það eru athafnir hinna fyrst- nefndu athafnaaðila, sem á hverj- um tíma skapa þá landnotkun, sem fram fer á hverjum bletti borgarinnar. Hinir síðarnefndu eru áhrifameiri varðandi breytingar á borgarumhverfinu. Mestur hluti borgarinnar er mótaður af manna höndum, til þess að þjóna þeim athöfnum, sem borgarbúar vilja framkvæma. Eins og mál eru sett hér fram er land- notkun skilgreind þannig að ef sama eða lík athöfn er stunduð á sama svæði oft og af mörgum, þá landnotkun erþað viðkomandi landspildu. Á landnotkun eru ýmsar myndir. Sumar athafnir krefjast sérhæfingar í aðbúnaði eins og t.d. sund eða verksmiðjufram- leiðsla. Aðrar tegundir athafna krefjast einungis ákveðinna grundvallarskilyrða, eins og t.d. fótboltaleikur. Sumsstaðar fara tvær eða fleiri tegundir landnot- kunar fram á sama svæði t.d. á Lækjartorgi. Sérhæfmg getur verið fólgin í innri eða ytri gerð þeirrar byggingar eða landsvæðis þar sem landnotkun fer fram. Sérhæfingin getur líka verið fólg- in í afstöðu eða staðsetningu: gagnvart viðskiptavinum, um- ferðaræðum, öðrum tegundum athafna, og jafnvel öðrum stöð- um þar sem samskonar athafnir eiga sérstað. Sérhver tegund landnotkunar hefur ákveðin og mismunandi skynjanleg einkenni. Þessi einkenni eru þungamiðjan í skynsamlegri stjórnun landnot- kunar. Til þess að stjórna og fylgj- ast með landnotkun þarf að fylgj- ast með skynjanlegum einkenn- um athafna, hvort sem þau einkenni koma fram á staðnum þar sem athöfnin fer fram, eða annars staðar. Hér er ekki mögulegt að fjalla í neinum nákvæmnisatriðum um hin skynjanlegu einkenni land- notkunar og mikilvægi þeirra hvers um sig við skipulag land- notkunar og stjórnun hennar. Eftirtalin einkenni teljast mikil- vægust fyrir hverja tegund land- notkunar og þann stað, sem hún fer framá: 1. Starfsfólkogviðskiptavinir: — fjöldi viðskiptavina, há- marksljöldi. — opnunartími. — vöruflutningar á vegum viðskiptavina. — fjöldi starfsmanna, heim- ili, ferðamáti. 2. Starfsemi: — flutningur hráefnis (hvað, hversu oft, hvernig). — geymsla efna á staðnum (úti, inni). — flutningur fullunninnar vöru. 3. Þjónustukerfi: — rafmagnsnotkun. — vatnsnotkun. — hitaveitunotkun.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.