Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Qupperneq 21

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Qupperneq 21
— sorpmagn ofl. 4. Aukaverkanir: — föst úrgangsefni, sem ekki er hægt að setja í sorp. '— fljótandi úrgangsefni, sem ekki er hægt að setja í skolp. — lofttegundur, ryk, reykur, ólykt. — hávaði. — annað skynjanlegt t.d. titringur. 5. Utlit bygginga og sýnileg einkenni: — veggir. — inngangur. — þak. skvggavarp, skjól. — gluggar. — skilti. Sum þessara atriða eiga að sjálfsögðu ekki við nema um hluta af hinum mismunandi teg- undum landnotkunar sem finn- ast í hverri horg. Hluti ein- kctinana er eins fvrir öll dæmi af sama flokki landnotkunar en önnur eru einstök: eiga einungis | við á einum stað. Hér er ekki \ mögulegt að ræða um flokkun landnotkunar eftir þessum eir- kennum eða upplýsingakeríi byggt á slíkri flokkun. Hvoj t tveggja er þó nauðsynlegtn grundvöllur þess að geta tekið upp stjórnun á landnotkun.. Breytingar á landnotkun eru margskonar. Margar þeirra eru til bóta, eða að minnsta kosti eðli- leg aðlögun þátttakenda í borgar- lífinu að breyttum aðstæðum. Hið sama er þó ekki hægt að segja um allar breytingar. Þær geta ver- ið einum aðila til ávinnings, en öðrum til óþæginda og jafnvel fjártjóns. Þær geta haft nei- kvæðar afleiðingar fyrir fast- eignaverð, þær geta valdið annarri starfsem truflun. Breyting á landnotkun getur orð- ið þjónustukerfum borgarinnar (gatnakerfi, vatnsveitu, rafveitu, hitaveitu?) um megn, þær geta valdið of mikilli umferð og þar með slysahættu og óþægindum. Þær geta aukið á bifreiðastæða- þörf umfram það, sem að- liggjandi svæði þolir og þar fram eftir götunum. Við stjórnun breytinga á land- notkun er það oftast markmið að ákveðin einkenni haldist eða þró- ist. I íbúðahverfum er til dæmis ekki æskilegt að staðsettar séu at- hafnir, sem krefjasts mikils að- flutnings efnis eða sem hafa í f«>r með sér hávaða eða rykmyndun. með sér hávaða eða rykmyndun. Þar er hins vegar ef til vill ekki óæskileg landnotkun, sem ekki hefur á sér slík einkenni, en veitir íbúum atvinnu eða þjónustu. Ef leyft er önnur landnotkun en íbúðir í íbúðahverfi þarf að tryggja að þar fari ekki fram starfsemi sem hefur í för með sér skynjanleg einkenni, sem ckki samrýmast staðsetningunni. En livers vegna þarf opinbert eftirlit með þessum málum? Fá breytingar á landnotkun ekki bezt notið sín í friði fyrir af- skiptum? Bezt væri að geta svarað því svo til að svo sé, en þannig er það því miður ekki. Hér er þó kannski ekki eins auðvelt að svara til ogætla mætti við fyrstu sýn. Að baki opinberum afskiptum af notkun lands hlýtur að vera sú sannfæring að það sé í þágu al- manna heillar. Hér er ekki tæki- færi til að fjalla af neinni ná- kvæmni um það hvað telst vera al- manna lieill. Dæmin sanna hins vegar að ef ekki kemur til opin- bert eftirlit hafa menn til- hneigingu til að gæta ekki að öryggi annarra eða þeim óþæg- indurn, sem þeir kunna að valda, ef það er ekki þeinr í hag. Al- manna heill hefur á sér rnargar hliðar þar sem orsakasamhengi er það flókið að það er ekki á færi annarra en þess félags, sem við erum öll aðilar að aðtakast á við vandann. Hér á eftir fcr stutt upptalning og án skýringa á þeim þáttunr, sem teljast lil almanna heillar. Listinn ætti að gefa nokkra ntynd af því hversu marg- þætt hlutverk það er að stefna að almannaheill: 1. Heilsa 2. Öryggi 3. Þægindi 4. Gæði umhverfis 5. Félagslegurjöfnuður 6. Félagslegt valfrelsi 7. Anægja (amenity) Þá er komið að þriðju spurn- ingunni, sem sett var fram í upphafi: hvernig á að stjórna landnotkun? Áður en þeirri spurningu er svarað er rétt að líta aðeins á það fyrirkomulag, sem haft er á þcssum málum hér- lendis í dag. Aður var að því vikið að þéttbýl- isþróun undnfarinna áratuga hefur einkennzt af því að nýtt iand er brotið til þéttbýlisnotkunar. Ymis konar breytingar eru að verða, sem munu valda því að þær breyttu vinnuaðferðir, sem hér eru gerðar að umræðuefni verða nauð- synlegar. Allstór hverfi í eldri þétt- býlisstöðunum eru orðin það göm- ul að endurnýjun mannvirkja er orðin nauðsynleg eða verður það á næstu árum. Þessi hverfi hafa gengið í gegn um breytingar á undanförnum árum. sem hafa alls ekki allar verið í samræmi við al- manna heill. Þegar hús eru bvggð vita yfir- völd yfirleitt gjörla hvers konar starfsem þar á að fara fram. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja af því sem gerist eftir að bygging er risin. Breyttum aðstæðum fyigja breytingar á landnotkun: í þjón- ustuþjóðfélaginu er íbúðarhúsi breytt í skrifstofu, iðnaðarhúsi í verzlun. Ef þessar breytingar eru ekki þannig að ytra útliti húss sé breytt eru þær ekki háðar umsögn eðáeftirliti opinberra aðila, a.m.k. ekki í raun. Ætla má að sá rammi sem breytingum á landnotkun er settur sé skilgreindur í aðalskipulagi hvers sveitarfélags. í Reykjavík er t.d. í gildi aðalskipulag sem sýnir ákveðna landnotkun fyrir hvern byggðan reit í borginni. Þeir flokk- ar landnotkunar, sem þar eru sýndir eiu: íbúðarsvæði, verzlanir, skrifstofur, opinberar stofnanir, iðnaður og vörugeymslur og opin svæði. Fyrir hvern reit er ákveðið hámarksnýtingarhlutfall (fyrir hverja lóð) og nokkur önnur at- riði. Ekki er í greinargerðum skýrt frá því hvernig standa eigi að því að landnotkun verði sú, sem á kortinu stendur. Ef litið er á þær breyting- ar á landnotkun, sem orðið hafa frá því aðalskipulagið tók fyrst gildi, sést að lítið samband er milli þeirra og þeirrar stefnu, sem aðal- skipulagið mótaði. Reistar hafa verið byggingar með öðruvísi notkun en skipulagið gerði ráð fyrir. Sem dæmi um slíkt má nefna að stórbyggingin Austurver stend- ur á svæði sem sýnt er sem íbúð- arsvæði. Einnig hefur landnotkun verið breytt frá því sem var mjög víða í bænum. Stærsta dæmið er e.t.v. í Múlahverfi, sem hefur á sér allt annan svip an ætlunin var. Fleiri tegundir breytinga haf.i orðið en þær sem varða byggingar 21

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.