Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1982, Side 23
hér hefur verið sagt er á sama hátt
og nýtt Aðalskipulag Reykjavíkur
miðað við að um fyrirsjáanlegt
árabil verði ekki gerður nýr ílug-
völlur sunnan við Reykjavík. Bent
er á 3 aðra staði fyrir flugvöll,
Alftanes, Garðahrepp og
Kapelluhraun. Niðurstaða hug-
leiðinga um það atriði er sú, að á
Alftnesi og Garðahreppi myndi
flugvöllur takmarka byggingar-
möguleika og valda hávaða og
óþægindum í hverfum, sem síðar
rísa. Flugvöllur í Kapelluhrauni
myndi ekki valda teljandi óþæg-
indum í þeirri byggð, sem nú er”.
Hér hefur verið drepið á nokk-
ur atriði sem voru ríkjandi og
réðu mótun þeirrar svæðisskipu-
lagstillögu, sem sett var fram og
samþykkt af hlutaðeigandi
sveitarfélögum árið 1965. Svæðis-
skipulagið sem hér hefur verið
drepið á og Aðalskipulag Reykja-
víkur frá 1967 eru í samræmi
hvort við annað.
En víkjum nú að sjálfu Aðal-
skipulagi Reykjavíkur 1962 - ’83.
Þar er tekið þannig á málum, að
gert er ráð fyrir byggingu stórra
íbúðarsvæða í Fossvogi, í
Breiðholti, við Árbæ og í Selási.
Iðnaðar- og athafnasvæðum er
komið fyrir meðfram ströndinni
og í Borgarmýri, Ártúnshöfða og
svæðinu norðan Grafarvogs.
Höfn er ráðgerð meðfram
strandlengjunni frá Laugarnesi
og inn að Gufuneshöfða. Sú höfn
átti að ganga alllangt inn í Graf-
arvoginn.
Gert er ráð fyrir tveim aðalum-
ferðaræðum vestur nesið þ.e.
Vesturlandsvegi/Miklubraut og
Suðurlandsvegi/Fossvogsbraut. I
suðurátt stefna svo Kringlumýr-
arbraut og Reykjanesbraut.
I ár ’67 og þeirri svæðisskipu-
lagstillögu sem fyrr var getið, var
gengið út frá víðtækum að-
skilnaði einstakra landnotkunar-
þátta (íbúðarhverfin sér, atvinn-
usvæði sér o.s.frv.).
I þeim tillögum sem síðar hafa
komið fram að aðalskipulagi
Reykjavíkur bæði tillögunni frá
1977 og eins staðfestu aðalskipu-
lagi Austursvæða, hefur verið
söðlað um varðandi að-
greininguna og reynt að tengja
betur saman íbúðar- og atvinnu-
svæði. Einnig hefur í báðum þeim
tillögum verið dregið verulega úr
stærð atvinnusvæða á landinu
norðan Grafarvogs.
Náttúruverndar- og umhverf-
issjónarmið koma einnig skýrt
inn í aðalskipulag Austursvæða,
bæði hvað snertir strandlengjuna
og Grafarvoginn, svo eitthvað sé
nefnt.
I greinargerð með staðfestu að-
alskipulagi Austursvæða er lögð
áhersla á þau sjónarmið sem fram
koma í svæðisskipulaginu frá ’65,
að tengja byggðina saman svo
sem frekast er kostur og má enn
færa sömu rök fyrir því og þá var
gert. Ennfremur er þess getið að
hæg íbúafjölgun geri þetta atriði
enn mikilvægara. Þegar unnið
var að gerð aðalskipulags Austur-
svæðis, lagði Borgarskipulag
fram 4 valkosti um útfærslu
byggðar. Auk þess sem drepið var
á þann möguleika að flytja flug-
vallarstarfsemi frá Reykjavík og
taka flugvallarsvæðið undir bygg-
ingár. Állir áttu þeir það sam-
eiginlegt að gera ráð fyrir bygg-
ingarsvæði í Ártúnsholti og Sel-
ási/Norðlingaholti. Sá kostur sem
varð fyrir valinu var byggð við
Rauðavatn, og áhersla lögð á gerð
Ofanbyggðarvegar til að tengja
byggðina Breiðholtsbyggð.
Við stjórnarskipti nú í vor var
tekin ákvörðun um að breyta
þessari ákvörðun og taka til
útfærslu þróunarmöguleika til
norðurs, eftir að land þryti í Ár-
túnsholti og Selási. Áhersla er
lögð á veg yfir Grafarvog, þannig
að svæðið tengist atvinnusvæðum
í Ártúnshöfða og öðrum bæjar-
hlutum. Það má því ganga út frá
því að byggð í Reykjavík á næstu
árum muni þróasl norður á bóg-
inn í átt að Mosfellssveit.
Hin öra uppbygging úthverfa
Reykjavíkur á síðustu 15 árum
hefur dregið mjög þróttinn úr
gömlu borgarhverfunum, og
þeim hefur ekki verið sinnt sem
skyldi. Á Borgarskipulagi hefur
þó staðið yfir í nokkurn tíma
vinna við endurskoðun á skipu-
lagi gamla bæjarins. I þessari
endurskoðun er að sjálfsögðu
stuðst við fyrri athuganir, en
endurskoðunin tekur til land-
notkunar og nýtingaráætlana og
umferðar, bæði bíla, stræt-
isvagna, hjólandi og gangandi
umferðar. Fyrsta skýrslan um á-
standskannanir á svæðinu er
komin út og önnur á næsta leiti.
Við sem að þessu máli vinnum
teljum þetta al-mikilvægasta þátt-
inn í skipulagsmálum Reykjavík-
ur svo og framtíð Flugvallarsvæð-
isins. Hér er hins vegar um
verkefni að ræða sem er af nokk-
uð öðrum toga en skipulag og
útfærsla nýrra byggingarsvæða,
þar sem sveitarfélagið hefur yfir-
leitt átt landið og engin teljandi
byggð hefur verið fyrir. Hér
reynir á allt aðra þætti og þá ekki
síst skilning og áhuga stjórnvalda
og traust á sínum embættis-
mönnum og þeim sem að
vinnunni standa. Ekki má við úr-
lausn slíkra verkefna, búast við að
sveitarfélagið komist hjá að láta
eitthvað af mörkum, ef hægt á að
vera að fá fram frambærilegar
lausnir. Þetta er verk sem ekki
má mistakast. í þessu sambandi
er stýring á landnotkun og bygg-
ingarmagni mjög mikilvægur
þáttur.
Eg hef nú lítillega gert grein
fyrir nokkrum atriðum sem varða
Áðalskipulag Reykjavíkur og
þeirri byggðaþróun, sem ráð er
f'yrir gert í því sveitarfélagi á
næstu árum. Onnur sveitarfélög
á þessu svæði hafa einnig sína
mvnd af því hvert og þá með
hvaða hætti áætlað er að byggð
eigi að þróast innan sveitarfélags-
ins.
Endurskoðað svæðisskipulag
fyrir höfuðborgarsvæðið myndi
að öllum líkindum þurfa að taka
verulegt mið af þeim áætlunum
sem fyrir liggja í einstökum
sveitarfélögum.
Onnur leið í því máli væri sú að
gera svæðisskipulag, þar sem
höfuðborgarsvæðið yrði skoðað
sem ein heild, og þá án tillits til
marka sveitarfélaga og án sér-
staks tillits til þeirra áætlana, sem
fyrir liggja í hverju sveitarfélagi
um sig. Vísir að slíku var tillaga sú
sem Hrafnkell Thorlacíus og
Gylfi Isaksson gerðu fyrir nokkr-
um árum á vegum samvinnu-
nefndar um skipulagsmál á
höfuðborgarsvæðinu. Sú var
niðurstaða þeirra, að út frá
heildarhagsmunum væri Fífu-
hvammslandið álitlegasta bygg-
ingarsvæðið á næstu árum vegna
nálægðar við þá byggð, sem fyrir
var.
Núgildandi skipulagslöggjöf
veitir all víðtæka heimild til að
koma á heildarstjórn varðandi
gerð aðalskipulags fyrir höfuð-
borgarsvæðið í heild. Sú heimild
hefur aðeins verið notuð að tak-
mörkuðu leyti. Ástæða er að sjálf-