Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 13

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Blaðsíða 13
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSYÆÐISINS 13 tekjur. Svo við hverfum aftur til íslands þá eru að sjálfsögðu í gangi fjölmörg rannsóknarverkefni og þarf ekki annað en líta á Árbók Háskóla ís- lands og ársskýrslur stofnana hans til að sannfærast um það. Tekjur af útseldri þjónustu eru mestar af Reiknistofnun háskólans en um helmingur tekna hennar er frá utan- skólaaðilum en síðan frá stofnunum í verkfræði- og raunvísindadeild og læknadeild. Raunvísindastofnun háskólans hefur sérstakan fjárhag og þar eru rannsóknir á tæknisvið- inu lengra komnar og fjölþættari en í hinni ungu Verkfræðistofnun. Rétt er að vekja hér athygli á því hvernig fjárveitingum til rannsókna á íslandi er háttað. Árið 1981 er talið að 76.3% af fénu hafi komið frá opinberum aðilum, 19,4% frá einkafyrirtækjum og 4,3% frá er- lendum aðilum. Jafnframt er talið að það ár hafi 86,8% af rannsókn- um verið framkvæmt af opinberum stofnunum (þar með töldum æðri menntastofnunum). Hlutur hins opinbera er því miklu meiri hér á landi en annars staðar. Er því ekki óeðlilegt að leitað sé leiða til þess að virkja fyrirtækin meira en áður til beinnar þátttöku í rannsóknar- starfi og þróun tækninýjunga. Nokkur dæmi um hvað er að gera annars staðar Aðstæður eru á einhvern hátt sér- stæðar í hverju landi jafnvel við hvern einstakan háskóla og því hafa verið farnar margar mismunandi leiðir til að efla rannsóknir og at- vinnulíf. M.a. er væntanleg skýrsla frá OECD þar sem dæmi um mis- munandi samvinnu eru rakin. Það er ekki unnt að gefa einhverja ákveðna formúlu fyrir því hvernig á að stofna vel heppnuð fyrirtæki og græða á nýjungum. Það virðist þó að saman verði að fara nálægð við góðan háskóla á tæknisviðinu, verkkunnátta, markaðsþekking, dirfska og áhættufé. Þekktustu dæmin - sem nú jafnvel eru orðin klassísk - eru frá Silicon Valley kringum Standford-háskólann í San Fransiscosvæðinu og “Vegur 128“ nálægt Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Boston og Cambridge á Nýja Englandi í Bandaríkjunum. I Evrópu má einn- ig nefna Cambridge í Englandi, Kista nálægt Tækniháskólanum í Stokhólmi, fyrirtæki í kringum Chalmers tækniháskóla í Gauta- borg, Uleaborg í Norður-Finn- landi. Að því er varðar samstarf milli háskóla og sveitarfélaga eru mér efst í huga vísindagarðar í Bret- landi og það samstarf milli háskóla og sveitarfélaga sem nú er í gangi á Norðurlöndum og er það einna ný- jast Idéon í Lundi þar sem ýmis stór fyrirtæki hafa ákveðið að reisa byggingar og verja fé til rann- sóknarstarfsemi. Rétt er að greina þetta frá því sem ég vildi nefna þróunarmiðstöðvar við háskólana sjálfa eins og SINT- EF í Þrándheimi sem er eins konar þróunarfyrirtæki í eigu háskóla, iðnaðarsamtaka og ríkisins. Samanburður á Massachusetts og Svíþjóð Svo vill til að nýlega var gerður samanburður á þróun hátækniiðn- aðar í Massachusetts í Bandaríkjun-

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.