Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1984, Page 30
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
ákvörðun um framtíðaruppbygg-
ingu vísinda- og tækniiðnaðarhverf-
is, þegar allar forsendur þess máls
liggja fyrir svo og vilyrði um fjár-
veitingar til framkvæmda.
Svo virðist samt ef stefna skal að
hraðri uppbyggingu háþróaðs iðn-
aðar á höfuðborgarsvæðinu og efla
á samskipti mismunandi rann-
sókna- og menntastofnana svo og
iðnaðarfyrirtækja, þá þurfi að
stefna að hraðri uppbyggingu vís-
inda- og tækniiðnaðarhverfis á
Keldnasvæðinu.
Verður því einkum fjallað um
þennan möguleika í þessari grein.
5. MENNTASTOFNANIR
Þær menntastofnanir, sem helst
kemur til álita að flytja upp á
Keldnasvæðið eru:
Háskóli íslands,
verkfræði- og raunvísindadeild,
tölvunarfræði og líffræðideild.
Allar þessar deildir eru núna í hús-
næðisvandræðum vegna aukinnar
aðsóknar að skólanum.
Tœkniskóli lslands.
En þar er núna verið að kanna
möguieika á nýju húsnæði vegna
aukinnar aðsóknar að skólanum.
Jðnskóli Islands.
Tæknideildirnar: rafmagns-, raf-
einda-, málmsmíði, húsgagna- og
byggingardeildir.
Jafnvel mætti hugsa sér að flytja
Vélskólann og Sjómannaskólann
þangað með tilliti til kennslu við
Háskólann í útvegsfræðum. Að-
sókn að Háskóla íslands hefur
aukist verulega eins og meðfylgj-
andi línurit sýna. Og fer kennsla nú
fram í húsnæði víðs vegar um borg-
ina. Ef sú ákvörðun yrði tekin fljót-
lega að flytja ofangreindar Há-
skóladeildir upp á Keldnasvæðið
ásamt tilheyrandi rannsóknastofn-
unum Háskólans, þá ætti að
skapast grundvöllur fyrir því að sú
kennsla sem einkum fer fram í
leiguhúsnæði víðs vegar um borgina
gæti farið fram í því kenr.sluhús-
næði Háskólans á Melunum sem
losnaði.
Tækniskóli íslands, Verkfræðideild
Háskólans, Verkfræðistofnun Há-
skólans og Iðntæknistofnun ættu að
geta sameinast um afnot af ýmsum
tækjabúnaði til kennslu og rann-
sókna, jafnframt myndu aukast
tengsl milli kennara og tækniliðs á
stofnunum.
í sambandi við þá ákvörðun að
stefna að uppbyggingu vísinda- og
tækniiðnaðarborgar á Keldnasvæð-
inu, þá ætti að athuga vandlega þá
möguleika að efla samband milli
þessara skóla, og jafnvel endur-
skoða uppbyggingu æðri tækni-
menntunar hérlendis, án tillits til
hvernig henni er háttað erlendis
vegna okkar eigin aðstæðna, at-
vinnulífs og þjónustugreina.
6. RANNSÓKNASTOFNANIR
Á Keldnasvæðinu eru núna:
Tilraunastöð
Háskólans að Keldum;
Rannsóknastofnun
byggingaiðnaðarins;
Iðntæknistofnun;
Straumfræðistöð Orkustofnunar;
Rannsóknastofnun
Landbúnaðarins.
Iðntæknistofnun hefur undanfarið
verið til húsa á þremur stöðum, í
Kópavogi, í Skipholti 37 og á
Keldnaholti. Verið er að ljúka nýj-
um byggingaráfanga við stofnunina
á Keldnaholti þannig að starfsemin
verður undir einu þaki þar. Mun
það án efa verða til að bæta starfs-
aðstöðu, samskipti milli starfs-
manna og alla stjórnun.
Aðrar rannsóknastofnanir sem
gætu komið til greina að hefðu að-
setur á Keldnasvæðinu:
Raunvísindastofnun Háskólans;
Verkfræðistofnun Háskólans;
Reiknistofnun Háskólans
(sem myndi þá geta þjónað rann-
sóknastofnunum á svæðinu);
Líffræðistofnun Háskólans
(líftæknigreinar);
Orkustofnun;
Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins;
Hafrannsóknastofnun;
Tæknideild Fiskifélagsins;
V eiðimálastof nun;
Náttúrufræðistofnun;
Upplýsingaþjónusta
Rannsóknarráðs;
Rannsóknarráð Ríkisins;
Rafmagnseftirlit Ríkisins;
Löggildingastofnun;
Vinnueftirlit Ríkisins;
Skrifstofa rannsóknastofnanna
atvinnuveganna;
Fyrirhugaður Dýralækningahá-
skóli.
Að sjálfsögðu þarf að kanna nánar
áhuga og möguleika á að flytja
starfsemi þessara rannsóknastofn-
ana upp á Keldnasvæði og hvaða
jákvæð og neikvæð áhrif það gæti
haft.
Þar sem flestar þessara stofnana
eru núna í húsrými sem er orðið of
lítið vegna aukinnar starfsemi þá er
tímabært að íhuga þau vandamál í
ljósi hugsanlegra möguleika á ný-
byggingum á Keldnasvæðinu, og
flytja úr og selja núverandi húsnæði
sem er staðsett á víð og dreif um
miðborgina. Sé reiknað með öllum
þessum möguleikum er jafnvel
hugsanlegt að hagkvæmara sé fyrir
hið opinbera að hraða uppbyggingu
vandaðs, en hagkvæms húsnæðis á
Keldnasvæðinu og þannig búið í
haginn fyrir framtíðina.
Telja má víst, að aukin gagnkvæm
samskipti þessara vísindastofnana
geti leitt til vænlegs árangurs við
þróun nýrra aðferða, framleiðslu-
vara tækjabúnaðar og tölvukerfa.
Mikilvægt er þess vegna, að hús-
næði þessara stofnana sé sambyggt,
eftir því sem möguleikar leyfa.
7. IÐNAÐARFYRIRTÆKI
Telja má líklegt, að fyrirtæki á sviði
háþróaðs iðnaðar hefðu áhuga á að
flytja inn í sérstaka tækniiðngarða í
tengslum við framangreindar
mennta- og rannsóknastofnanir, og
þannig haft greiðari aðgang að fjöl-
mörgum sérfræðingum og afnot af
vönduðum tækjabúnaði til rann-
sókna- og þróunarstarfsemi. Pá ætti
slíkt starfsumhverfi að orka örvandi
á starfsmenn fyrirtækjanna.
Fyrir minni fyrirtæki sem eru að
vinna að þróunarhugmyndum, ætti
slík starfsaðstaða í sérstökum
tækniiðngarði að vera mjög ákjós-
anleg. Það ætti að auka áhuga sér-
fræðinga á rannsóknastofnunum til
starfa að hafa einnig möguleika á
að vinna að hluta til í fyrirtæki og
jafnvei koma á stað eigin fyrirtækj-
um í tengslum eða skjóli við rann-
sóknastofnanirnar.
Þessar hugmyndir ættu að geta vak-
ið áhuga og umræðu um fyrirhugað
þróunarfyrirtæki Háskóla íslands.