Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 17
Aöstaöa til iðkunar frjálsíþrótta
hérlendis
þessari grein verður reynt að varpa ljósi á aðstöðu eða
Iöllu heldur aðstöðuleysi sem íslenskir frjálsíþróttamenn
búa við saman borið við aðrar íþróttagreinar hérlendis
og við frjálsíþróttaaðstöðu erlendis. Ég hef haft tækifæri
til þess að kynnast æfinga- og keppnisaðstöðu hérlendis
og erlendis á undanfömum árum og því meir sem ég
kynnist þessum málum þeim mun betur er mér ljóst að
við Islendingar drögumst æ meir aftur úr.
Nokkrir af okkar bestu afreksmönnum stunda íþrótt
sem varla er nokkur aðstaða hérlendis fyrir, svo vel sé. Einar
Vilhjálmsson, Sigurður Einarsson og Vésteinn Hafsteinsson
eiga fleira sameiginlegt en að stunda frjálsíþróttir og vera í
fremstu röð í heiminum sínum greinum. Þeir æfa allir
erlendis.
Þar til í haust sem leið, að Mosfellingar tóku nýjan
frjálsíþróttavöll í notkun, þá hafði ekki verið til löglegur
frjálsíþróttavöllur hérlendis í nokkum tíma. Aðstaða til
æfinga frjálsíþrótta innan húss er heldur ekki merkileg. Þau
íþróttahús sem fyrir hendi eru og notuð eru aðallega hönnuð
fyrir handbolta o.fl. íþróttagreinar. Baldurshagi, 50 m
hlaupabraut undir stúku Laugardalsvallar, er eina sérhæfða
frjálsíþróttaaðstaðan hérlendis innanhúss. Þar geta u.þ.b. 20
manns æft á sama tíma. Þar sem fjögur frjálsíþróttafélög eru
í Reykjavík og nýta öll þetta húsnæði má segja að
hámarksiðkendafjöldi frjálsíþrótta í borginni sé um 80 til 100
manns. Hæpið er að íþróttamenn í öðmm greinum myndu
sætta sig við slíkar fjöldatakmarkanir.
Um aðra sérhæfða aðstöðu til iðkunar frjálsíþrótta
hérlendis er varla að ræða. Sú aðstaða sem hvað mest er notuð
og þá aðallega af langhlaupurum em götur borgarinnar. Þær
eru til í nægu upplagi, en galli er á gjöf Njarðar að oft er hætta
á slysum vegna þess að ekki er gert ráð fyrir hlaupurum
meðfram götunum. A það sérstaklega við á vetuma þegar
snjór liggur yfir og einu auðu svæðin sem hægt er að hlaupa
á eru akbrautimar.
Ekki er heldur gert ráð fyrir að hægt sé að kenna
frjálsíþróttir í grunnskólum landsins. Iþróttahús eru yfirleitt
af allra einföldustu gerð. Steinkassi með strikuðu gólfi,
rimlum, körfuhringjum og handboltamörkum. Án þess að
sakast sé við aðrar íþróttagreinar þá skal bent á að
iðkendafjöldi í frjálsíþróttum og handknattleik er mjög
svipaður, um lOþús.mannsáöllulandinu. Næröll íþróttahús
hérlendis er hönnuð fyrir handknattleik en ekkert fyrir
frjálsíþróttir.
Þegar íþróttahús er byggt þarf að uppfylla ýmsar
kröfur og staðla. Algengasti stærðarstuðull sem notaður er á
gólffleti er löglegur keppnisvöllur fyrir handbolta. Síðan er
völlurinn strikaður út og gert ráð fyrir allmörgum öðrum
íþróttagreinum, s.s. körfubolta, blaki, hnito.fl. Sjaldan ergert
ráð fyrir að keppni í frjálsíþróttum fari fram í húsunum. Bæði
vantar til þess áhöld og útbúnað allan. Ef einhver búnaður er
í íþróttahúsum sem tengist frjálsíþróttum þá er það
hástökksuppistöður.
Nú er svo komið að ekki er hægt að æfa neinar
kastgreinar í Reykjavík eða annars staðar á landinu innanhúss.
Ekki er heldur fyrir að fara geymsluaðstöðu fyrir kastáhöld.
Okkar mesta afreksfólk verður að flýja land til þess að geta
stundað sína íþrótt. Þar til í vor sem leið var sérstakt kastnet
í Baldurshaga þar sem íþróttamenn gátu kastað kúlum,
kringlum og spjótkastboltum. Þetta net hefur nú verið tekið
niður enda er frekar lágt til lofts í Baldurshaga og því lentu
áhöld oft í veggjum og lofti salarins og ollu skemmdum.
AÐGERÐIR
Það er ekki aðeins að lítið er um aðstöðu því að
heildarskipulag vantar í uppbyggingu íþróttamannvirkja. Það
er ekki nóg að Mosfellsbær ákveði að leggja gerviefni á
frjálsíþróttavöllinn við Varmá, en ráðist var í þá framkvæmd
í tilefni Landsmóts UMFÍ sem haldið verður þar í sumar.
Spumingin er hvað önnur sveitarfélög gera. Mjög líklegt
verður að teljast að í Reykjavík verði ráðist í lagningu átta
brauta vallar í Laugardal. En hvað gera Hafnfirðingar,
Kópavogsbúar, Garðbæingar, Akureyringar o.s.frv.? Leggja
þessi sveitarfélög út í framkvæmdir af þessu tagi eða láta þau
sér nægja að frjálsíþróttir séu stundaðar á mölinni eða af
Reykvíkingum og Mosfellingum? Öll erum við sammála um
að íþróttahús þurfi að vera og þar þurfi að vera hægt að leika
handbolta o.fl. greinar, en frjálsíþróttir eru aftur á móti annað
mál.
Þar næsta landsmót ungmennafélaganna verður á
Laugarvatni árið 1993. Gert erráðfyriraðgerviefni verðilagt
þar á frjálsíþróttavöllinn fyrir landsmótið og verða þær
framkvæmdir liður í uppbyggingu íþróttamiðstöðvar íslands.
Þá verður komin talsvert sterk hefð fyrir því að
frjálsíþróttakeppni fari fram á gerviefni á landsmóti.
Spumingin er hvort þessu verði fylgt eftir á landsmótinu 1996
en líklegt er að keppendur á jafnstóru móti komi ekki til með
að sætta sig við annað en gerviefni.
AÐGERÐA ER ÞÖRF
Fyrir þá sem hafa komið nálægt íþróttastarfsemi er
augljóst gildi þess fyrir unga og upprennandi íþróttamenn að
hafaafreksmenntilhvatningar. Uppúr 1980fórum 15 manna
hópur afreksfrjálsíþróttamanna til Bandaríkjanna í nám og til
æfinga við aðstæður sem þarf til að ná árangri. Þessir
einstaklingar sýndu hvaða mun aðstæðumargeta gert. Margir
15