Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 21

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Side 21
snjór og fær ekki tíma til að hlýna. Þar á ofan er það sjaldgæft að fá svo hentugt síki eða hyl undir árbakka, að þess konar sundstæði megi kalla hættulaust. Verði því við komið, á sundstæðinu að vera svo háttað, að menn nái sumstaðar niðri í því, en aftur á öðrum stöðum dýpra en svo, að þar sé stætt, og helst ekki grynnra en 2 faðmar, þar semþaðerdýpst. Garðuráað vera að því á einh vem veginn, eða þá þverhníptur bakki, og ekki mikið hærri en vatnið sjálft, en svo aðdjúpt, að óhætt sé að steypa sér á kaf. Best af öllu er samt að hafa sundfleka, búinn til úr borðum og trjám, og láta hann fljóta á vatninu. Þar stendurkennslumaðurá, með þá sem hann er að segja til í hvert skipti, lætur hann þá steypa sér út af flekanum, og leiðir þá í sundgjörðinni hringinn í kringum hann, eða þá á þrjá vegu, ef flekinn er landfastureinumegin. Sund- flekinn er ómissandi, þar sem margir piltar eiga að læra, og þarf ekki heldur að kosta mikið, sé viðurinn til á annað borð, því hann verður ekkert verri fyrir það, þó hann fljóti á vatninu nokkra stund.“ A ferðum mínum um landið sem íþróttafulltrúi hefi ég rekist á slík sundstæði. Meira að segja fór fram sundkennsla í einu þeirra í Suðursveit eftir að framkvæmd sundskyldu hófst. Sundfleka sá ég í notkun og sundgjörðin var við lýði fram undir 1970. Þar kom í þróunarsögu sund- stæðanna að við eitt þeirra var 1874 reist sundskýli (Syðra- Laugarland). Það sundstæði, sem eftir að það var stíflað í gili á Akureyri 1907 og nefnt „sundpollurinn“, hefur þróast í einn fullkomnasta sundstað hérlendis. Enn eigum við og nýtum eina tegund íslenskra sundstæða, sem voru moldar- gryfjur. Þetta er Vinnu- hjúalaugin fremst í Hjaltadal í landi Reykja. Sömu gerðar voru Lauganeslaugar í 19

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.