Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Síða 30

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Síða 30
SUNDLAUGAR Baðlaugamar lmennur áhugi á sundi hefur löngum verið hérlendis. f fomritum okkar er víða greint frá sundiðkun og baðlífi. í Reykholti og Vígðalaug á bökkum Laugarvatns eru þekktar, á Baðsheiði í Landsveit eru rústir af i ->; fomu jarðbaði og sagnir frá miðöldum er til um lágreistar baðstofurutan- húss á Hólum í Hjaltadal og í Munka- þverárklaustri í Eyjafirði. Jarðbað var hlaðið strýtulaga byrgi yfir jarðsprungu , þar sem upp steig heitur eimur. Á gólfið var dreift sandi og lágu baðendur í heitum sandinum. Byrgið var þétt með torfi að utan og nautshúð sett yfir inngangsop. Margar sundlaugar hafa verið byggðar á þessari öld og ör þróun hefur verið í hreinsun sundlaugarvatns og al- lur aðbúnaður við laugamar hefur stórum batnað. Fróðlegt er að rekja sögu sund- lauga í Laugardal, enda er það gott dæmi um þróun sundlauga. Margt bendir til þess að laugar hafi verið í Laugardal frá því á Söguöld. Á fyrri hluta 19. aldar eru til heimildir um torflaug og 1824 kenndi Jón Þorláksson Kæmested þar sund. Vatnið í laugina var tekið úr uppistöðu, sem gerð var við heita lækinn, sem rann frá Þvottalaug- unum. Árið 1886 var reist timburskýli fyrir búningsklefa á steinstólpum úti í miðri laug og bryggjur settar umhverfis skýlið og brýr „til beggja landa“, stigar lágu frá bryggjunum niður í laugina og einnig mátti komast í laugina um hlera í gólfi skýlisins, en þá leið fóru þeir sem voru vel syndir. Bakkar laugarinnar Jarðbað. voru hlaðnir ti lhöggnu 1908 og steyptur 1910, búningsklefar byggðir norðan innar, en brýrnar halda sér og lauginni í grynnri laug, stærð laugar- 19 x 19 m. Vatni í tréstokki úr gunum. Reisulegt timburhús fyrir búningsklefa og böð var reist vestan við laugina 1935. Hreinsi tæki með sandsíu og klórun fyrir sundlaugarvatn voru sett upp 1946 og þó að ótrúlegt megi virðast urðu talsverð átök í bæjarstjórn um þetta mál, þar sem þeir sem andvígir voru hreinsuninni töldu hana draga úr heilsumætti vatnsins og vildu engu breyta. Árið 1966 var lokið byggingu nýrrar laugar, nokkru sunnan við gömlu laugarnar, handan Sund- með grjóti botninn n ý i r v o r u augar- \oru látnar skiptu þær og dýpri kersins var varnú veitt þvottalau- laugavegar og var þá gamla laugin lögð niður. I nýju lauginni er 20x50 m stein- steypt laugaker í tengslum við stóra bar- nalaug, áhorfendapallar með skyggni voru reistir norðan við laugina og undir þeim var komið fyrir til bráðabirgða búningsherbergjum, böðum og baðstofu, en á sundlaugarstéttum voru heitar baðlaugar. Baðlaugamar, sem nú ganga oftast undir nafninu heitir pottar, urðu .fljótt mjög vinsælar en fyrsta baðlaugin, byggð á fomri hefð, var reist við Sundlaug Vesturbæjar 1961. Endanleg búningsherbergi og böð ásamt anddyri og skála voru ekki tekin í notkun fyrren 1986. Stór baðlaug með nuddi fylgdi þessum byggingaráfanga. I kjallara undir búningsherbergjum eru æfingasalir fyrir keppnisfólk í sundi og júdó- og karatesalur. Gamla „gufu“-baðið var lagt niður þegar nýju búningsherbergin voru tekin í notkun. Fyrirhugað var að koma fyrir baðstofum í rými gömlu búningsherbergjanna undir stúkunni, en nú þykir ljóst að þar verði of þröngt um þær, svo að dregist hefur að taka ákvörðun um stærð þeirra og staðsetningu. Greinarhöfundur hefur gert lauslega tillögu af baðhúsi með þurrum baðstofum (sauna), hverabaði og jarðböðum á bakka bamalaugar, sunnan nýju búningsherbergjanna. Það væri verðugt verkefni að „endurreisa" hin fomu jarðböð með heitum sandi við Laugardalslaug. Tenging sundlaugar og íþróttahúss er mjög áhugavert verkefni. Hér fylgja teikningar af íþróttahúsi og sundlaug í Bolungarvík, sem byggð voru á ámnum 1971 - 1984, en hluti íþróttahússins er enn óbyggður. Við 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.