Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Síða 43

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Síða 43
Suðurbcejarlaug í Hafnarfirði umarið 1982 ákvað bæjarstjóm Hafnarfjarðar að byggja sundlaug í Hvömmum, nýbyggðu hverfi, sunnarlega í bænum. Skipuð var byggingamefnd til að sjá um verkið og arkitekt ráðinn til að teikna. Aðalteikningum var lokið snemma árs 1983. f Hafnarfirði var þá einn opinber baðstaður vestast í byggðinni, Sundhöll Hafnarfjarðar, með 25 x 8,4 metra innilaug og lítilli útiaðstöðu. Sundhöllin, teiknuðárið 1942afBárðiísleifssyni arkitekt hjá Húsameistaraembættinu hefur gagnast Hafnfirðingum vel og gerir enn, en hún annaði ekki lengur þjónustu við almenning og var ofsetin til sundkennslu. Þama voru strax gefnar meginforsendur þess hvað nýr baðstaður til viðbótar við þann sem fyrir er þyrfti að bjóða. Lögð var áhersla á að sundlaug í suðurbæ skyldi verða útivistarstaður með fjölbreyttum vatnsböðum og viðeigandi sólbaðsaðstöðu. Þar skyldi einnig vera auðvelt að kenna sund. Mikil rækt var lögð við mótun umhverfisins og var Þráinn Hauksson landslagsarkitekt ráðinn til að annast það verk. í Suðurbæjarlaug er keppnislaug, kennslulaug, bamalaug, buslpollur, þrír heitir pottar og gufuböð. Stærsta laugin er úti, 25 metra löng og 12,5 metra breið. í lauginni eru markaðar sex brautir og uppfyllir hún alþjóðlega staðla um keppnislaugar. Innilaug er í álmu út frá búningsklefahúsi. Þessi laug er grunn og er fyrst og fremst ætluð til kennslu, en einnig fyrir ósynt fólk. Renna liggur milli innilaugar og útilauganna þannig að hægt er að synda eða fara í vatni milli þeirra sem er nýmæli hér á landi. Á útisvæðunum eru grasflatir, runnar og lautir þar sem stunda má sólböð. Áhorfendapallar við keppnislaug henta einnig til sólbaða. Smágolf er í garðinum og um hann liggur upphituð skokkbraut. Útibúningsklefar með sturtum eru í tengslum við útibaðsvæði og garð. Á laugarbakkanum er vatnsrennibraut og hjálmur með vatnsrennsli fram af brúnum, svokallaður vatnssveppur stendur í sérstökum buslpolli. Meginhugsun í heildarmynd Suðurbæjarlaugar er beinn og jafnbreiður vegur frá aðalinngangi inn á laugasvæðin í garðinum. Út frá veginum til beggja handa og í órofa tengslum við hann eru öll leik- og starfsvæði húss og garðs. Anddyrið er miðlægt rými í aðalbyggingu þar sem er afgreiðsla, veitingasala, aðgangur að böðum, búningsher- bergjum og gufuböðum. Rík áhersla var lögð á að ná sem bestri sjónrænni opnun frá aðalanddyri inn á baðsvæðin. Vegna legu aðalinngangs fyrir miðju verður aðkomuhlið hússins samhverf og róleg. Samhverfan er hins vegar brotin með valma á þakinu sunnan megin. Þannig er leitast við að fella húsið að heildarmynd landslagsins en byggingin stendur neðst í slakka sem rís upp frá svæðinu til norðausturs. Lögun skjólþaka yfir útibúningsklefum brekkumegin í byggingunni skýrist á sama hátt. Meðfram útveggjum búningshúss báðum megin liggja gangar, annars vegar út frá fremra anddyri, hins vegar að innra anddyri. Milli ganganna er komið fyrir búningsklefum, böðum og „saunum“ og geta þau með þessu fyrirkomulagi öll haft aðgang bæði að fremra anddyri og baðsvæðum úti. Gert er ráð fyrir að lengja megi húsið til beggja enda án þess að umferðarkerfi þess raskist. Til þess að yfirbragð hússins væri þægilegt og aðlaðandi, var ákveðið að nota mikið timbur. Veggir eru úr Attit t* suð-uesturs sneiding b-b - búningshlefar, útiláug r 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.