Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Síða 59

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Síða 59
ALVERKTAKA af hverju? ALVERKTAKA er heiti á ákveðnu samningsformi við verklegar framkvæmdir. Hin síðari ár hefur skipuleg notkun þessa forms farið vaxandi. Lítil hefð eða festa hefur náð að myndast í þessu efni enn sem komið er og má því umræða um það teljast æskileg. Undirritaður hefur sem starfsmaður verk- takafélagsins Istaks hf. haft umsjón með allmörgum „alverkum" og fjallar hér á eftir um þetta form út frá sinni reynslu. . HVAÐ ER ALVERKTAKA? Orðið alverktaki er nýyrði, sem er ætlað að koma í stað enska orðsins „turnkey contractor“. Tengt því er síðan talað um alverk, alverktöku og alútboð. Þessi orð eru notuð, þegar einum aðila, alverk- takanum, er falin hönnun, stjómun og framkvæmd ákveðins verks, skv. fyrirmælum eða „forsögn“ verkkaupa. HVAÐ ER NÝTT í ALVERKTÖKU? Segja má að alverktaka sé ævafomt fyrirkomulag við framkvæmdir, jafnvel elsta og algengasta aðferð sem þekk- ist í heiminum. Hvað er þá nýtt í alverktöku? Til þess að svara þeirri spumingu þarf að horfa um öxl. I upphafi aldar- innar tíðkaðist að verkkaupi, er hugðist byggja hús eða annað mannvirki, gerði samning við einn byggingarmeistara um allt verkið; hönnun og framkvæmd. A þessum tíma voru byggingar yfirleitt minni og einfaldari en nú. Mikill fjöldi tæknimanna eins og starfar að þessum málum í dag var þá ekki fyrir hendi, né heldur frumskógur opinberra stjómvaldsfyrirmæla þar sem oft getur reynst erfitt að rata. Þegar líða tekur á tuttugustu öldina, helst í hendur hraðfara tækniþróun í byggingariðnaði og fjölgun sérmenntaðra manna í ýmsum greinum iðnaðarins. Jafnframt verður sú breyting á stöðu verkkaupa, að hann þarf að leita til vaxandi fjölda hönnuða og iðnmeistara. II. HEFÐBUNDIN AÐFERÐ Síðustu áratugi hefur algeng aðferð við stærri framkvæmdir opinberra aðila verið sú að bjóða verk út í opnum útboðum til verktaka. Gangur mála er þá oft þessi: 1) Verkkaupi skipar byggingarnefnd, fulltrúum stjórnmála- flokka og/eða annarra hagsmunaaðila. 2) Byggingamefnd ræður arkitekt og felur honum að gera teikningar. 3) Fljótlega eftir að arkitektinn er byrjaður að teikna þarf að ráða burðarþolshönnuð til þess að leiðbeina um hæð á bitum, þykkt súlna og annað þess háttar. Þegar arkitektinn er að mestu búinn að skila sínu verki, tekur burðarþolshönnuðurinn til óspilltra málanna og teiknar jám í steypuna og önnur burðarvirki. Á þessu stigi eða fyrr ræður verkkaupi einnig aðra hönnuði; sérstakan hönnuð til þess að teikna frárennslis- og vatnslagnir, annan til þess að teikna loftræsilagnir og hinn þriðja til þess að teikna raflagnir. Stundum hittist svo á að sami hönnuður getur sinnt fleiri en einum þessara þátta. 4) Hönnuðir ljúka störfum sínum á því að gera útboðsgögn, sem svo eru nefnd, en til þeirra teljast teikningar, verklýsingar og samningsskilmálar. Þegar þessi gögn eru fullgerð og frágengin í samráði við byggingamefndina er síðan auglýst útboð. Útboð og framkvæmd verks eru oftast unnin í nokkrum áföngum. Áfangaskipting getur verið með ýmsum hætti, til dæmis þannig að grunnvinna er einn áfangi, uppsteypa annar og innréttingar þriðji áfanginn. Einnig er oft boðið út eftir faggreinum og verða þá oft mörg útboð. KOSTIR OG GALLAR HEFÐBUNDINNAR AÐFERÐAR Sem kosti og galla við hina hefðbundnu aðferð má nefna eftirtalið. Meginkosturinn er sá að aðferðin er hefðbundin, þ.e.a.s. hún er vel þekkt af aðilum markaðarins. E.t.v. má einnig nefna það sem kost við þessa aðferð, að unnið er í mörgum smáum þrepum, en það gefur verkkaupa möguleika á því að fylgjast vel með öllu ferlinu. Helstu gallar aðferðarinnar eru hins vegar þeir að framkvæmdatími verður langur og kostnaðarstýring oftast ómarkviss. I hinni hefðbundnu aðferð er stjómunarþáttum stundum lítill gaumur gefinn, þótt einstökum tækniþáttum kunni að vera sinnt af kostgæfni. Það nægir ekki, ef fullnægjandi samræmingu þeirra og heildaryfirsýn skortir. III. ALVERKTAKA Nú eru tímar hraðfara tækniþróunar. Örar breytingar verða á þjóðfélaginu og þar á meðal á ytri aðstæðum byggingariðnaðar. Stjórnvaldsfyrirmæli hvers konar, lög 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.