Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Blaðsíða 74
Vikurglerjungur á keramikmyndverki (Elísabet Haraldsdóttir).
Blómaker og garðborð eru létt og þola vel veðuráhrif.
úr gjallsteypu, sem steypt
var í skriðmótum. Arkitekt
var Gunnlaugur Pálsson,
en Helgi Árnason var
brautryðjandinn í
verkfrœði skriðmóta.
Rannsóknum á gjalli
hefir verið of lítið sinnt, og
pví e.t.v. hefir pað verið
minna nofað en eigin-
leikar pess standa til.
Fordœminguna á
léttsteypuefnum má rekja
til skorts á efnisþekkingu á
peim tíma er pau voru
fyrst reynd. Því fer minna
fyrir peim í byggingar-
sögunni en gera mœtti
ráð fyrir í landi par sem
svo mikið er af frauð-
kenndum fylliefnum.
SÉRSTÖK HLUTVERK
Léttsteypa verður
einkum hagkvœm þegar
spara á stór höf. Þetta var
Gunnlaugi Halldórssyni
Ijóst er hann hannaði
Háskólabíó. Þar eru loft-
bitar 30-33 m langir, en í
þeim fyllir vikursteypa að
stálbendingunni, sem
bœði er hönnuð fyrir tog
og þrýstiþol.
í öðru tilfelli þar sem
vikursteypa gegnir
sérstöku hlutverki hafa
arkitektarnir notað for-
steyptar einingar í lofti
bifreiðageymslu Borgar-
leikhússins. Steypan er
þurrsteypa til hljóðísogs og
eyðingar á hávaða.
Tilraunaskáli
Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins var
vígður að vori 1988. Skáli
þessi er tilvísunarbygging
fyrir margvíslegar útfœrslur
og notkun á vikursteypu.
Um byggingu skálans og
rannsóknir sem að baki
lágu hefir allmikið verið
rcett og ritað, og skýrslur
og Rb-blöð eru á boð-
stólum. Hinsvegar er sjón
sögu ríkari og skálinn er
fúslega sýndur þeim sem
áhuga hafa fyrir út-
fœrslum í honum. Arkitekt
skálans var Ólafur
Sigurðsson.
Smœrri muni svo
sem garðbekki, borð o.fl.
er afar auðvelf að búa til
úr þessari steypu. List-
hönnuðir hafa líka sýnt
efninu mikinn áhuga
sökum þess hversu létt og
auðmótanleg steypan
er. Loks má nefna að
hœgt er að fínmala
vikurgler og nota í glerj-
unga, svo sem einnig
hefir verið gert til
veggskreytinga í tilrauna-
skálanum. ■
HARALDUR ÁSGEIRSSON
72