Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Page 84

Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Page 84
Cólumbía. gæði landsins sem byggt var. 3. Þar sem þetta er einkaframtak verður það að skila hagnaði. Jafnframt voru sett ýmis önnur markmið svo sem um byggð í jafnvægi, úrval íbúða hvað stærð og verð snertir og atvinnutækifæri fyrir alla. Strax í upphafi var gert reiknilíkan (Columbia Economic Model) og voru allar ákvarðanir byggðar á niðurstöðum úr því. Það var notað til að samræma markmið um að verkið skilaði hagnaði, vel skipulagðan bæ og að íbúunum yrði veitt góð þjónusta. Framtakið var háð lánsfé og varð því að skila ágóða. Það þurfti því að sýna fram á að bærinn væri „ söluhæf vara“ og finna lánardrottna sem hefðu það mikla trú á framtakinu að þeir væru tilbúnir að bíða í allt að 15 ár eftir ágóða. Líkanið var notað við hagkvæmni- útreikninga vegna kaupa og sölu á landi, til að áætla framkvæmdahraða og áherslur í uppbyggingu og leggja á ráðinummarkaðs- og söluherferð. Það vareinnignotaðtilað velja úr þeim kostum sem settir voru upp og athugað hvaða áhrif hærra eða lægra lóða- og fasteignaverð hefði á markaðinn, hraða uppbyggingarinnar og fjárhagslega niðurstöðu verksins í heild. Þá var það notað til að ákveða hvaða svæði skyldu byggjast hverju sinni. Oft voru mörg svæði í byggingu í einu því ekki var hægt að bjóða upp á alla fjölbreytni í íbúðarhúsnæði á einum stað. Þau svæði voru valin þar sem talið var að sala gengi hratt fyrir sig, hefðu minnst útgjöld í för með sér, en gátu um leið veitt þá þjónustu og það umhverfi sem hafði verið lofað. Minnsta eining bæjarins er þyrping. Nokkrar þyrpingar mynda hverfi og nokkur hverfi mynda þorp. Cólumbía er í raun nokkur „þorp“, auk miðbæjar og iðnaðarsvæða, og búa 6 til 10 þúsund manns í hverju þorpi. Eitt markmiðanna var aðgengileg og fjölbreyttþjónustafyriralla. I hverfismiðstöðerugrunnskóli, dagheimili, lítil verslun, samkomuhús, sundlaug, garðar og leiksvæði. Þessi þjónusta miðast við að þeir sem mest eru heima við eigi stutt að sækja hana. Framhaldsskólar eru í miðhverfi þorpanna og þar er einnig ýmis þjónusta fyrir 10 til 15 þúsund manns. Þessi þjónusta er til staðar þegar fyrstu íbúamir flytja inn. Miðhverfin eru ólík að yfirbragði til þess að hvert þorp hafi sittséreinkenni. Þau eru staðsett þannig að fólk úr öðrum þorpum getur sótt þangað þjónustu og leiðir það til samkeppni um þjónustu við íbúana. Tvö miðhverfi eru vel sett ef þau þjóna um þrjú þúsund fjölskyldum. I öllum miðhverfum eru m.a. stór sundlaug, skautasvell, listamiðstöð og aðstaða til íþróttaæfinga. Miðbær Cólumbíu þjónar aftur á móti mjög stóru svæði, allt að 250 þús. manns. Þar eru framhaldsskóli (college), verslanir, skrifstofur, skemmtistaðir og annað það sem yfirleitt er í miðbæjum. Cólumbía er ekki sjálfstætt bæjarfélag heldur heyrir undir lögsögu Howard- héraðs, sem fyrir daga Cólumbíu var sveitarfélag með um 45 þúsund íbúum. Bænum var heldur ekki ætlað að vera sjálfum sér nógur heldur hluti samfélagsins í héraðinu og í stærra samhengi hluti þéttbýlisins milli Washington og Baltimore. Cólumbía er þar af leiðandi hluti skólakerfis og veitukerfis Howard- héraðs. Einkabíllinn er helsta samgöngutækið en engu að síður er þörf fyrir almenn- ingssamgöngur. Fyrir valinu urðu litlir strætisvagnar, meðal annars vegna sveigjanleika á akstursleiðum. Þær miðast gjaman við þéttbýlustu hverfin, miðbæinn,verslunarkjamana og helstu atvinnusvæðin og hafði það töluverð áhrif á skipulag bæjarins. Um þriðjungur íbúanna á innan við þriggja mínútna gang í næstu biðstöð en 400 m eru að jafnaði á milli stöðva. RESTON Reston er bær í Virginíu-fylki, um 35 kílómetra vestur af Washington, beggja vegna hraðbrautarinnar sem liggur frá höfuðborginni til Dulles-flugvallar. Uppbygging Reston hófst árið 1964 og er framtak athafnamannsins Roberts E. Simons, nafn bæjarins myndað úr fangamarki hans. Upphaflega stofnaði hann fyrirtæki um uppbyggingu Reston en seldi það árið 1967 Gulf Reston Inc„ dótturfyrirtæki Gulf-olíufélagsins. Reston Land Corpor- ation, dótturfyrirtæki Móbíl-olíufélagsins, keypti síðan það sem enn var óbyggt af landi Reston árið 1978. Samskonar Móbfl-fyrirtæki starfa nú á um 20 stöðum í suður- og vestur- ríkjum Bandaríkjanna. Ráðgjafar Simons fengu í veganesti hugmyndir hans um bæinn í sjö liðum: 1. Að bjóða upp á fjölbreytta möguleika til útivistar og menningarstarfs. 2. Að gera öllum þeim sem vilja kleift að búa í sama bæjarhluta alla ævi með fjölbreyttu framboði á íbúðarhúsnæði. 3. Að mikilvægi og reisn hvers einstaklings skuli í skipulagi tekið fram yfir yfirgripsmiklar hugmyndir. 4. Að fólk geti bæði búið og unnið í sama bæjarfélagi. 5. Að verslanir, þjónusta og aðstaða til tómstunda verði til staðar strax í byrjun en komi ekki einhvem tímann seinna. 6. Fegurð - bæði náttúrufegurð og í mannanna verkum er nauðsynleg góðu lífi og skuli því höfð að leiðarljósi. 7. Þar sem Reston er einkaframtak, verður það að bera sig fjárhagslega svo að hægt sé að ljúka því svo sem lofað var. Bæjarlandið er um 3000 hektarar og eru tæplega 40% þess til útivistar. Bærinn erfimm hverfi sem hvertum sig hefur sitt miðhverfi. Strax í upphafi var byrjað að byggja miðbæ Reston og er það í samræmi við 5. lið markmiðanna. Eigendur Reston gerðu aðalskipulag fyrir bæinn en héraðsstjómin, sem æðsta yfirvald, varð að samþykkja landnotkun og nýtingu (zoning). Deiliskipulag, af þeirri tegund sem tíðkast hér á landi, er ekki til hjá þeim en fyrir vikið er aðalskipulagið mun ýtarlegra. Þeir seldu síðan smærri 82

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.