Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Blaðsíða 85
verktökum skipulagt land undir ákveðinn fjölda íbúða sem
verktakamir byggðu og seldu. Það voru því í raun margir verk-
takar sem byggðu Reston. Það varð til þess að yfirbragð
þyrpinga er afar mismunandi. Allir hafa þeir þó reynt að
byggja hús sem eiga að hafa útlit og yfirbragð eldri húsa.
Þannig var reynt að láta líta svo út sem ný byggð væri í raun
gamalgróin. Fyrir vikið verður yfirbragð bæjarins mjög
líflegt og margbreytilegt hvað sem allri fagurfræði líður. Nú
búa um 53 þúsund manns í Reston en alls munu búa um 62
þúsund manns í bænum fullbyggðum um miðjan tíunda
áratuginn. Þar verða 14.500 einbýlishús og um 3.700 íbúðir í
raðhúsum og fjölbýli sem kalla mætti dreifða og lága byggð.
Reston hefur gengið vel að fá til sín fyrirtæki. Þarerboðið upp
á um 32 þúsund störf og er áætlað að þau verði um 50 þúsund
í bænum fullbyggðum. Um 40% þeirra sem vinna í Reston búa
í bænum. Talið er að ferðir til og frá Reston séu um fjórðungi
færri en hefðu íbúamir þurft að sækja vinnu sína annað!
Bærinn er ekki sjálfstætt bæjarfélag, frekar en
Cólumbía, heldur hluti stærra sveitarfélags, Fairfax-héraðs,
sem er um 750 þúsund manna samfélag. Þar með er hann hluti
víðtækari þjónustukerfa á sviði heilbrigðismála, skólamála,
löggæslu o.þ.h.
Götur og vegir eru á ábyrgð gatnadeildar Virginíu-
fylkis en ekki bæjarins eða héraðsins. Flestar götur í Reston
voru lagðar af þeim byggingaverktökum sem byggðu í bænum
en gatnadeildin sér um viðhald þeirra. Deildin sér einnig um
snjóruðning og umhirðu meðfram götum og vegum. Nokkrar
götur í Reston eru í einkaeign, aðallega í þyrpingum og við
verslanir. Eigendur þeirra sjá um viðhald gatnanna.
Ibúum er vel séð fyrir þjónustu bæði af opinberri hálfu
og af einkafyrirtækjum. Bærinn hefur eiginlega allt til að
fylla tómstundir íbúanna. Reston Association, sem eru
samtök húseigenda í Reston („non-profit” fyrirtæki), leitast
við að sjá íbúunum fyrir þeirri þjónustu sem hið opinbera
býður ekki upp á. Þeir annast t.d. umhirðu á opnum svæðum
og greiða að einhverju marki niður rekstur strætisvagna
bæjarins sem annars eru í einkaeign. Héraðið leggur reyndar
einnig til fjármagn í reksturinn.
Heimildir:
The Columbia Process, The Potential for New Towns. -
Grein eftir Morton Hoppenfeld.
Cólumbía: Frásögn Carols Urquharts, upplýsingafulltrúa í
Cólumbíu.
Reston: Frásögn A1 Hagelis skipulagsstjóra. Ymis gögn frá
yfirvöldum í Reston og Cólumbíu. ■
ÓLAFUR 8. HALLDÓRSSON
Reston.
83