Arkitektúr og skipulag - 01.03.1990, Page 87
Jónas Hallgrímsson er vel
geymdur í lundi sínum við Tjömina,
þar sem ótal elskendur hafa mælt sér
mót. Fulltrúar elskenda eru aukin-
heldur í næsta nágrenni við skáldið,
Piltur og stúlka eftir Asmund Sveins-
son í Fríkirkjuvegsgarðinum (upps.
1957) og Maður og kona eftir Tove
Olafsson í Tjamargarðinum (upps.
1959). I öllum tilfellum er staðsetning
við hæfi, þótt ýmislegt megi út á
viðhald þessara verka setja. A hinn
bóginn hef ég aldrei kunnað að meta
staðsetninguna á líkneskju annars
skáldjöfurs, Einars Benediktssonar, á
Miklatúni, ef til vill vegna þess að ég
kem ekki auga á nein tengsl milli
umhverfisins og skáldsins. Sjálf er
líkneskjan óþarflega tröllsleg og sund-
urlaus í formi. Líkneskja Guðmundar
Einarssonar af Skúla fógeta er einnig
tröllslegt verk, en stendur þó að
minnsta kosti á réttum stað, á slóðum
Innréttinganna.
Líkneskjur Sigurjóns
Olafssonar líða oft fyrir slæma stað-
setningu og skilningsleysi skipulags-
yfirvalda. Líkneskjan af séra Friðrik
og drengnum er þar gleðileg undan-
tekning. Eg hef þegar minnst á
sjómann Sigurjóns við Dvalarheimilið,
en til viðbótar skal nefna líkneskjuna
af Héðni Valdimarssyni við Hring-
braut. Ut af fyrir sig fær sú líkneskja
gott rými, en er augsýnilega gerð til að
standa mun hærra. Fíngerð hryssa Sig-
urjóns er staðsett á víðavangi við
Suðurlandsbraut, þar sem hún fer
framhjá flestum. Hlemmur er
auðvitað rétti staðurinn fyrir þetta
verk, en þaðan héldu menn af stað úr
borginni með klyfjahesta sína forðum
daga. Það var svo ekki fyrr en nýlega
að hryssan fékk folaldið sem hún var
búin að bíða eftir í tvo áratugi.
Lágmyndin Fiskstöflunin
(upps. 1953) eftir Sigurjón á alls ekki
að standa ein og sér úti á víðavangi,
heldur ætlaðist listamaðurinn til að
hún yrði felld inn í frystihússvegg.
Ovíst er að vegfarendur sjái nokkurt
samband milli þessa verks og
Sjómannaskólans í fjarlægð.
Brjóstmynd Sigurjóns af séra
Bjarna Jónssyni (upps. 1972) er að
vísu á réttum stað, við Dómkirkjuna,
en að mestu falin inni í horni við
kórhús, sem torveldar vegfarendum að
njóta blæbrigðaríkrar mótunar lista-
mannsins á svipmiklu andliti klerks.
Hún fær þó að minnsta kosti mótvægi
af byggingunni, en sama er ekki hægt
85