Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 50

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Side 50
inn eins konar expressjónismi: samkvæmt honum á arkitekt- úrinn að vera tjáning tíðarandans (sem er reyndar hegelsk hugmynd og mjög rótgróin: athugum að hún er líka siðferðilegs eðlis: arki- tektúrinn á að tjá tíðarandann; það er ekki sagt að arkitektúr komist ekki hjá því að vera afsprengi síns tíma en á þessu tvennu er reginmunur. Þetta má líka sjá í postmódernismanum að því leyti sem hann er hugsaður sem tjáning plúralisma). Einnig skiptir miklu að módernisminn hefur byggt ákveðið lífsform inn í arkitektúrinn og skipulagið, ákveðna skilgreiningu á lífi og lifnaðarháttum almennings. POSTMÓDERNISMI SEM HUGMYND Nú er það svo að ýmsar stefnur hafa skotið upp kollinum sem leiðir út úr „öngstræti módernism ans“. Ein er sú að snúa algerlega við blaðinu og endurvekja eldri tækni og form, hennar hefur eiginlega ekki gætt hér á landi nema í mynd húsfriðunar. Onnur er sú að breyta áherslunum án þess að hafna grundvallargildis- mati og fagurfræði módernism- ans; hennar hefur einkum gætt í því að tekið er tillit til umhverfis' ins í stærð og ytri heildarlögun húsanna, sem eru módern í stíl og hugsun að öðru leyti. Þriðja leiðin er sú sem hefur verið til umræðu á þessu málþingi og hún er hinn svokallaði postmódernismi. Nú hefur þegar verið rætt töluvert um þessa stefnu og ef til vill ofaukið að koma með eina útfærsluna á henni enn og það af leikmanni á sviði arkitektúrs. En þó er rétt að fram komi að eftir því sem undirritaður hefur fengið botn í postmódernismann í arkitektúr þá má skoða hann sem sambland af báðum þeim leiðum sem nefndar voru hér að framan. Hann er bæði módernismi og andóf gegn módernisma. Til að skilja hvað hér er á seyði er því vænlegast að líta á postmódern- ismann sem svar við að minnsta kosti sumum ógöngum sem módernisminn hefur lent í. Lausn postmódernista byggist á því að hafna siðferðilegu inntaki módernismans og losa sig þar með undan fagurfræðilegum kröfum hans. Jafnframt er hugmyndin sú að skapa arkitektúr sem væri bæði faglegur og alþýðlegur, byggður á nýrri tækni en með hefðbundnu sniði. Postmódern' isminn einkennist af tvíþættri skírskotun, samsteypu nútíma- tækni og hefðbundinna bygging- arstíla þannig að arkitektúrinn höfði bæði til fagmanna og til almennra notenda. Bygging- artækni nútímans er ekki hafnað, heldur aðeins þeirri fagurfræði sem tengdist þessari bygging- artækni. Postmódernisminn nýtir sér þær aðferðir sem þróaðar hafa verið á tímabili nútímastefnunn- ar, en fagurfræðileg gildi sín, form og minni, sækir hann í staðbundna byggingarhefð eða hefðbundna vestræna bygging- arlist. Þannig er i einu og sama verkinu leitast við að uppfylla mismunandi þarfir og óskir. I postmódernismanum eru því farnar aðrar leiðir í vali á fagurfræðilegum gildum án þess þó að hafna skilyrðislaust öllu því sem módernisminn hefur áorkað. I hnotskurn má því segja að í stað einnar nútímahefðar sé komin samsteypa úr mörgum hefðum og að horft sé annað en til nútíma- hefðarinnar í leit að stíl og fagur- fræðilegum gildum. Útilokunar- tilhneigingum nútímastefnunnar er hafnað en í staðinn kemur samsteypustíll sem er ekki byggður á einni skírskotun, heldur felur í sér tvöfalda skírskotun að minnsta kosti. Postmódernisminn er því bæði framhald og afnám módernismans, þverstæðukennd tvíhyggja sem segja má að endur- speglist með nokkrum hætti í heiti stefnunnar (Jencks, bls. 10). MIÐB/ERINN OG MÖGULEIKAR POSTMÓDERNISMANS Þessi afstaða sem ég mundi kalla postmódernisma sem hugmynd opnar að sjálfsögðu gífurlega möguleika til úrvinnslu. En mér virðist hins vegar sem hér á landi hafi möguleikum póstmódern' ismans verið lokað með ytri stíleinkennum. Akveðinn alþjóðlegur stíll, sem einkennist af klassískum tilvitnunum, hefur komið í staðinn fyrir sjálfstæða úrvinnslu úr postmódernismanum sem hugmynd. I stað grunnhug- myndar sem byggist á tvíhyggju, tvöfaldri skírskotun til hins nýja og hins gamla, hefur komið einfaldur alþjóðlegur stíll, og hann jafnvel þynntur út í það sem ef til vill mætti kalla íslenskan verktakastíl. Frá þessu eru vitaskuld undantekningar. En ég vildi leyfa mér að nota gamla miðbæinn í Reykjavík sem dæmi um það sem ég hef verið að segja hér, nota hann til að útlista það og skýra mál mitt. Samt vildi ég fá að byrja á nýja miðbænum til glöggvunar. Við skulum fyrst taka eftir því að sjálf hugmyndin um nýjan miðbæ sem svari kröfum nýs eða breytts tíma (eða búi þær til eins og einhverjir mundu segja) er módern í eðli 48

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.