Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 51

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1992, Qupperneq 51
sínu: það á að byggja upp á nýtt, búa til eitthvað nýtt frá grunni. Og það hefur verið gert, hvað sem segja má um byggingarstílinn eða stílana. Síðan er haldið áfram með sömu hugmynd og henni fundinn staður í gamla miðbænum. Því að eftir því sem mér sýnist hefur ætlunin verið sú að búa til nýjan miðbæ í gamla miðbænum. Það er sem sé hin móderna hugmynd og forsendur hennar sem eru lagðar til grundvallar. Eg held raunar að þessi grundvallar- hugsun skýri það hversu hitt sjónarmiðið, varðveislusjónar- miðið, hefur átt miklu fylgi að fagna og jafnframt hversu erfitt hefur verið að koma á samskipt- um milli talsmanna hins nýja og hins gamla. Talsmenn hinnar módernu hugmyndar hafa að vísu getað fallist á að varðveita eitt og eitt hús á arkitektónískum for- sendum, en á þeim grundvelli að þau endurspegli arkitektúr síns tíma, ekki á þeim forsendum að eitthvað geti verið bogið við hina módernu grunnhugmynd. Ef hinni módernu hugmynd er fylgt eftir, verður útkoman nýr miðbær í gamla bænum, ekki aðeins skipulagslega heldur einnig sjónrænt. Ut frá postmódernísku sjónarmiði ættu hins vegar nýjar byggingar að falla að því skipulagslega, sögulega og sjónræna umhverfi sem fyrir er. Samkvæmt því ætti að sækja minni, stíl og myndmál — fagurfræðileg gildi - í þau hús sem fyrir eru og setja svip sinn á gamla bæinn. Það væri meira að segja hægt að postmódernísera Morgunblaðshöllina ef því er að skipta! En hér kemur einnig til spuming- in um hvers konar lifnaðarhætti við viljum hafa í gamla bænum: hvers konar lífsform er honum eðlilegt? Hvað er eðlilegt lífsform í gömlum bæjarhlutum? Hvað er eftirsóknarvert við hann? Og, ekki síst, hvaða gildi hefur hann fyrir arkitektúr samtímans? Nú virðist mér að þeirrar tilhneig- ingar gæti nokkuð hjá íslenskum arkitektum að vilja búa til íslenska (eða þjóðlega) hefð með tilvitnunum í náttúruna. Og hér er rétt að árétta: í náttúru lands- ins, ekki sögu þess, hvað þá byggingarlistarsöguna. Þetta má til dæmis sjá í stuðlaberginu hjá Guðjóni Samúelssyni og ef til vill í sefgresinu hjá arkitektum ráðhússins við Tjörnina. Þessi hugsun er í grundvallaratriðum módern. Eðli hennar er að komast burt frá því sem fyrir er og skapa eitthvað nýtt. En hvað er þá það sem fyrir er og reynt er að komast frá? Það er sú byggingarhefð sem fyrir er. Hver er hún? Ekki torfbærinn, því að hann er á sviði ímyndunarinnar og fyrst og fremst táknrænn, tengist endurheimt þjóðríkis og þar með módernri hugsun. Það sem fyrir er og kalla má íslenska eða kannski öllu heldur innlenda hefð í bygg- ingarlist eru timburhúsin, báru- járnshúsin og eldri steinhús (sem sum eru reyndar fúnksjónal). Ástæðan fyrir þessu er sú að þessi hús eru viðmiðun sem nýrri arkitektúr er metinn út frá. Þar með er þessi sögulega arfleifð verðmæti: hún er - eða getur að minnsta kosti verið - uppspretta og viðmiðun fagurfræðilegra gilda hér á landi, þegar um borgar- umhverfi er að ræða. Að þessu leyti er postmódernismi á íslandi, eða að minnsta kosti í Reykjavík, ennþá óskrifað blað. AÐ BYRJA UPP Á NÝTT Ég hef hér rætt nokkuð um almenn viðhorf til byggingarlist- ar, um einkenni módernisma og postmódernisma eins og þau virðast horfa við okkur í dag og tekið dæmi af gamla miðbænum í Reykjavíkur til útlistunar. En hver er þá heildarniðurstaðan? Áður en ég vík að henni ætla ég að minna á að vandamálið með að byrja upp á nýtt er ekki nýtt, ekki heldur í þeirri grein sem undirritaður á að annarra dómi að bera eitthvert skynbragð á, sem sé í heimspeki. Arkitektúr og heimspeki tengjast raunar á skemmtilegan hátt í því riti sem almennt er talið marka upphaf heimspeki nútímans, þar sem sú hugsun að þurrka út fortíðina og byrja algerlega upp á nýtt er einmitt mjög áleitin. Þetta er Orðræða um aðferð eftir franska heimspekinginn René Descartes, sem er nýlega komin út á íslensku. Descartes sækir líkinga- mál sitt einmitt í mjög miklum mæli til byggingarlistar. Heimspeki Descartes og módern- isminn eiga það sameiginlegt að vilja byrja algerlega upp á nýtt. Jafnframt eru athyglisverð þau fagurfræðilegu viðhorf sem fram koma í Orðræðu um aðferð. Þar segir til að mynda um gamlar borgir sem orðið hafa til á löngum tíma: „Skipulag þeirra er oft bágborið, ef litið er til hinna formföstu, víggirtu borga, sem verkfræðingur markar fyrir að vild sinni á slétttum velli, þótt um listfengi einstakra bygginga standi þær hinum nýrri borgum síst að baki. En þessar byggingar, stórar sem smáar, eru settar af slíku handa- 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.