AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.1993, Page 25
Vinna við skipulag Breiðholts III (Efra -Breiðholts) hófst
árið 1967, og var hún að mestu leyti unnin á teiknistofu
Framkvæmdanefndar. í upphaflegum áætlunum var gert
ráð fyrir 3500 manna byggð í þeim hluta hverfisins sem
kom í hlut Framkvæmdanefndar. Þó vel væri hugað að
ýmsum félagslegum þáttum í skipulagi hverfisins fór ekki
hjá því að hinar stórvirku byggingaraðferðir yrðu einnig
sterkur áhrifavaldur. Þannig réð hagkvæmni í uppby ggingu
miklu um heildarform húsanna, ólíkt því sem verið hafði
í Neðra-Breiðholti. Þar lá skipulagið fyrir fullmótað áður
en hönnun bygginganna hófst. Blokkabyggðin er öll
samsett úr mislöngum línulegum einingum, þar eru engin
„L“ eða „U„ -laga hús. „Lengsta blokk landsins“ myndar
norðurjaðar byggingarinnar, og í skjóli hennar liggur
gönguleið, sem er eins konar þungamiðja hverfisins.
Byggðin einkennist af fjögurra hæða byggingum sem
skipt er upp í stigahús. Sjö til tíu íbúðir eru á hverjum
stigagangi, ein á jarðhæð og tvær eða þrjár á hverri hæð þar
fyrir ofan. Byggingaraðferð var í meginatriðum hin sama
og í Neðra-Breiðholti, en ýmsum útfærslum var breytt í
ljósi fenginnar reynslu. Alls sá Framkvæmdamefnd um
byggingu916 fjölbýlisíbúða í Efra-Breiðholti á tímabilinu
1969-1980.
Arið 1971 voru samþykktný lög um verkamannabústaði,
og um miðjan áratuginn hóf stjóm Verkamannabústaða í
Reykjavík byggingu félagslegs húsnæðis á grundvelli
hinna nýju laga. í fyrsta áfanga voru reistar 308 fjölbýlis-
íbúðir í Seljahverfi, sem afhentar voru á árunum 1976-78.
I Hólahverfi voru byggðar 276 íbúðir, þar af vom 216 í
fjölbýlishúsum og 60 í tveggja hæða raðhúsum. Bæði
þessi hverfi voru hönnuð af Teiknistofunni Armúla 6.
1970-79.
SEINNI ÁFANGI BYGGINGARÁÆTLUNAR.
EFRA-BREIÐHOLT.
886 íbúðirí 18 fjölbýlishúsum 1969-75.
Arkitektar: Teiknistofa Framkvæmdanefndar
byggingaráætlunar.
23