AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 39

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Page 39
pallurinn tengdist síðan kastalanum ofan til með hengibrú. í kastalanum ofan til liggur rennibraut út úr honum, en neðan til lítið hús, tilvalið til hlutverka- leikja. Við kastalann tengdist síðan oftast klifureining sem samanstóð af klifurneti, rimlum og kollhnísslá. Með tíð og tíma hefur gerðum fjölgað því þarfirnar eru ólíkar, t.d. eru þarfir grunnskólabarna ólíkar þörf- um leikskólabarna. í dag framleiðum við arftaka fyrsta kastalans undir nafninu „Víkingurinn”. Helstu breytingar eru að í stað einnar hengibrúar er brúnni skipt í fasta brú og heng- ibrú. Klifrið stendur núna alveg sér og ótengt kastalanum, slíkt tekur fyrir að börnin noti það til þess að klifra yfir kastalann en það getur verið hættulegt. Einnig hefur ýmis frágangur efnisval og uppsetn- ingarmátinn breyst mikið. Einfaldari uppsetningar- máti fækkar hugsanlegum tilbúnum slysagildrum sem geta myndast við uppsetningu. Hver kannast t.d. ekki við steypuhraukana upp úr jörðinni þar sem steypa hefur verið notuð til þess að fergja leiktæki? [ lokin vil ég nefna að nú nýlega hóf Gúmmívinnslan á Akureyri framleiðslu á þar til gerðum gúmmíörygg- ishellum, en notkun þeirra á leiksvæðum mun gera svæðin öruggari og draga úr áverkum sem hlotist geta af falli. Einnig er gúmmíið stamt í bleytu og geymir vel í sér varma þar sem efnið leiðir ákaflega illa. ■ 37

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.