AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 45

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 45
HÖNNUNARSTEFNA OPINBERRA AÐILA Asíðustu árum hefur umræða um mannvirkjagerð og byggt umhverfi hér á landi aukist mikið. Fólk er að gera sér betur og betur grein fyrir því hvað byggt umhverfi er mikilvægt í daglegu lífi okkar og hvað mannvirki geta haft mikil áhrif á líf, heilsu og vellíðan manna sem búa og starfa í þessum mann- virkjum og umgangast þau daglega. Hönnun mannvirkja og það að fella þau að aðliggj- andi umhverfi er líka flókið fyrirbrigði þegar menn fara að skoða þau mál ofan í kjölinn. Hér nægir að minnastáfyrirhugaða byggingu Hæstaréttar; miðbæ Hafnarfjarðar og Ráðhús Reykjavíkurborgar. Allar þessar byggingar hafa vakið miklar umræður og um þær allar hafa skoðanir verið skiptar. Þar sem opin- berir aðilar verja fé úr sameiginlegum sjóðum lands- manna til þessarar umhverfismótunar er ekki nema von að fólk láti sig varða hvernig þessu fé er varið og hvaða stefnu þessir aðilar hafi að leiðarljósi viðvíkjandi mannvirkjagerð. Þessi stefna getur verið mjög mismunandi. Hún gæti verið fólgin í því að leitast við að hanna opinberar byggingar að svo miklu leyti sem hægt er úr inn- lendum byggingarefnum og þannig að innlendir byggingaraðilar geti byggt þær - nota ekki flóknari stýrikerfi í byggingum en landsmenn framleiða - lág- marka viðhaldskostnað eða rekstrarkostnað eða hvort tveggja - halda í innlenda byggingarhefð eða líkja eftir síðustu tísku frá útlöndum - og svo mætti lengi telja. Margar þjóðir hafa lagt stolt sitt í að fá sína bestu arkitekta til að teikna skóla í þeim tilgangi að gefa nemendum kost á að umgangast góða byggingarlist á unga aldri. Aðrir hafa lagt mikla áherslu á að vel sé vandað til hönnunar á félagslegu húsnæði, - „nógu slæmt sé að vera fátækur þótt fólk þurfi ekki líka að búa í Ijótu umhverfi." Ef stefna opinberra aðila í hönnunarmálum er óljós eða þokukennd getur allt gerst, enda hefur því verið líkt við að senda barn út í búð með óútfyllta ávísun til þess að kaupa eithvað. Umræða undanfarinna ára bendir skýrt til þess að fólk vilji ekki lengur láta bjóða sér að þannig sé farið með þá fjármuni sem það hefur aflað hörðum höndum. Ritstjórn tímaritsins ARKITEKTÚR, VERK- TÆKNI OG SKIPULAG ákvað fyrr á þessu ári að biója nokkra aðila, sem með framkvæmdum sínum og umsvifum hafa umtalsverð áhrif á umhverfi hér á landi, að gera stuttlega grein fyrir þeirri stefnu sem þeir fylgja við hönnun og mótun þessa umhverfis. Þeir aðilar sem ákveðið var að leita til voru eftirfar- andí:Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Háskóli ís- lands, Landsvirkjun, Menntamálaráðuneytið, Póstur og sími og Reykjavíkurborg. Allir brugðust þeir vel við þessari málaleitan og fara svör þeirra hér á eftir. ■ ritstj. 43

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.