AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 49

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 49
Ljósm.: Emil Þór. Inntak Blöndustöövar. Húsin frá vinstri: skemma, stjórnhús, starfsmannahús, hús stöðvarstjóra. Stefna LANDSVIRKJUNAR f UMHVERFISMÁLUM Hlutverk Landsvirkjunar er lögum samkvæmt að sjá landsmönnum fyrir nægri raforku á öllum tímum og þá með því að nýta orkuna sem fólgin er í vatnsföllum okkar og jarðhita. Gnægð aðgengilegrar orku í vatnsföllum og iðrum jarðar er þó ekki ein og sér nægileg til að Landsvirkjun geti gegnt orkuöfl- unarhlutverki sínu, því ekki er sama hvernig að verki er staðið í samskiptum við náttúruna enda gerum við íslendingar eins og aðrar þjóðir sívaxandi kröfur um vernd umhverfisins og varnir gegn hvers kyns mengun andrúmsloftsins. Hér á landi getum við hrósað happi yfir því að framleiðsla raforku úr orku- lindum okkar mengar ekki andrúmsloftið eins og gerist meðal þeirra þjóða sem geta ekki fullnægt raforkuþörf sinni án þess að nýta í því skyni meng- andi orkugjafa eins og kol, olíu og gas að ógleymdri kjarnorkunni með þeirri hættu sem henni fylgir. Að þessu leyti eru því umhverfisvandamál okkar mun minni en annarra þjóða þar sem raforkuvinnsla hér á landi er og verður hrein og mengunarlaus fyrir andrúmsloftið. Af framangreindu er Ijóst að Landsvirkjun getur séð rafmagnsnotendum fyrir mengunarlausri raforku án þess þó að það verði gert öðruvísi en með því að leysa orkuna úr læðingi þar sem hún leynist í faðmi náttúrunnar en slíkri beislun náttúruaflanna fylgir ávallt meiri eða minni umhverfisröskun. Er þá oft úr vöndu að ráða og mörg sjónarmið sem koma til álita. Engum blandast hugur um að við íslendingar viljum tryggja okkur efnahagsleg lífsgæði á borð við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Til að svo megi verða er að sjálfsögðu ekki spurning hvort heldur hvernig við leitum á náðir náttúrunnar í raforkuöflun. þar verðum við að sjálfsögðu að fara að öllu með gát og hafa það að markmiði að lifa í sátt við nátt- úruna, landið og umhverfið, sem er hluti af lífi hvers einstaklings og samfélagsins í heild. Hér er hinn gullni meðalvegur vandrataður eins og ávallt. það hefur verið stefna Landsvirkjunar frá upphafi að virkjunarframkvæmdir fyrirtækisins séu í sem mestri sátt við umhverfið eins og gerð verður nánari grein fyrir hér á eftir. 1. Landsvirkjun leggur áherslu á vandaðan undir- 47 HALLDOR JONATANSSON FORSTJORI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.