AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 52

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 52
4. Við allar aflstöðvar Landsvirkjunar er markvisst unnið að því að auka gróður í nánasta umhverfi þeirra til hagsbóta fyrir þá sem búa og starfa á svæðinu en einnig er þetta mikilvægt til þess að hefta sandblástur sem getur skemmt viðkvæman búnað stöðvanna. Ef til vill er Þjórsárdalurinn og nánasta umhverfi Búrfells- stöðvar skýrasta dæmið um árangur af þessari starfsemi Landsvirkjunar. Þrátt fyrir Heklugos hefur tekist að breyta þar svartri öskuauðn í gróðurvin. Landsvirkjun hefur þar einnig látið til sín taka á sviði ferðamála, ef svo má segja, því í Þjórsárdal útbjó Landsvirkjun sundlaug sem fyrirtækið rekur í sam- vinnu við Gnúpverjahrepp, auk þess sem það hefur einnig haft umsjón með þjóðveldisbænum sem var reistur á sínum tíma í næsta nágrenni Búrfellsstöðvar. 5. Landsvirkjun hefur á undanförnum árum rekið sumarvinnuflokka skólafólks, með alls rúmlega 200 unglingum í störfum á hverju sumri. Hafa þeir flestir verið staðsettir í stöðvum fyrirtækisins og sinna ræktun, viðhaldi og frágangi í nágrenni stöðvanna. Á síðastliðnu ári var ráðist í það að fá landslags- arkitekta og aðra hæfa menn til að gera áætlanir um verkefni þessarar starfsemi nokkur ár fram í tímann þannig að starfið verði unnið eftir markvissu skipulagi á umhverfi stöðvanna. Þá hefur verið prófað að fella fræðslustarf, m.a. um umhverfismál, jarðfræði og líf- fræði, inn í vinnu sumarfólksins þannig að mannrækt eigi sér stað samhliða öðrum ræktunarstörfum. Hefur tilraun þessi gefið góða raun og er ætlunin að hér verði um fastan þátt að ræða í starfsemi þeirri er tengist sumarvinnufólkinu. 6. Á undanförnu ári hefur verið unnið að vissri endur- skipulagningu Landsvirkjunar og breytingu á ýmsum starfsháttum innan fyrirtækisins. Því verki er nú að Ijúka og búið að leggja grunn að svonefndri gæða- stjórnun innan Landsvirkjunar sem nýtast mun í þágu umhverfismálastjórnunar á vegum fyrirtækisins. Af því sem hér hefur verið rakið má Ijóst vera að Landsvirkjun gerir sér fyllilega grein fyrir þeirri ábyrgð sem á fyrirtækinu hvílir í umhverfismálum. Þau eru snar þáttur í starfsemi þess og er farsæl meðferð þeirra forsenda þess að okkur auðnist að gera orku- lindir landsins að auðlindum með hagkvæmri nýtingu þeirra í sátt við umhverfið. ■ SANDKASSASANDUR GÖNGUSTÍGAEFNI SKRAUTMÖL lábarið brúnamáð eða brotið, ýmsir stærðaflokkar BJÖRGUN HF. Sævarhöfða 33, I 12 Reykj’avík sími: 87 18 33 fax: 67 45 57 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.